Duo Harpverk á 15:15

Duo Harpverk Sunnudagur 24. okt. 2010 kl 15:15 í Norræna húsinu

Flutt verða verk eftir:

Ivan Olsen: Fantasia Islandia
Jesper Pedersen: Það kemur í ljós
Caleb Burhans: Once in a blue moon
Martin Skafte: Moss
Jeppe Ernst: Fight/Freeze/Flight
Máté Szigeti: for Duo Harpverk
Þorkell Atlason: Duel

Flytjendur: Katie Elizabeth Buckley, harpa og Frank Aarnink, slagverk.

Miðaverð á tónleikana er 1500 Kr og 750 Kr fyrir öryrkja, eldri borgara og nemendur.

http://www.duoharpverk.com/

Litla gjörningahátíðin í Vogum

Páll Ivan Pálsson, Áki Ásgeirsson og Halldór Úlfarsson koma fram með nýjan gjörning, Bíltúr-Jeppi, á litlu gjörningahátíðinni í Vogum á Vatnsleysuströnd, föstukvöldið 15. október klukkan 19:00 við Hlöðuna, Egilsgötu 8.
http://www.hladan.org/

Hafdís hreppir Keppinn 2010

Hafdís hreppir Keppinn 2010Handhafi Keppsins árið 2010 er Hafdís Bjarnadóttir.  Úrslitin réðust í
æsispennandi baráttu milli Unnsteins, Áka og Hafdísar og var
sigurvegarinn kosinn af dómnefnd skipaðri fulltrúum SLÁTUR, dansara og
hljómsveitar auk kynnisins góða frá Finnlandi.

SLÁTUR óskar Hafdísi innilega til hamingju með sigurinn og þakka öllum þeim sem tóku þátt í Keppninni um Keppinn í ár og vonum að sem flestir taki þátt í nýrri og spennandi keppakeppni að ári liðnu.

Danslagakeppni

orphic

Danslagakeppni S.L.Á.T.U.R. fer fram á danshátíðinni Keðja Reykjavík í Borgarleikhúsinu föstudagskvöldið 8. október klukkan 21:00.
Hljómsveitin Orphic Oxtra leikur átta ný danslög undir dansi viðstaddra. Dansarnir eru líka nýjir af nálinni, samdir sérstaklega að þessu tilefni.
Kynnir verður Tomi Knuutila frá Lapplandi.
Öllum er frjálst að koma og taka þátt í dansinum.

Hljóðinnsetning

Finnska tónskáldið Sami Klemola hefur sett upp hljóðinnsetningu fyrir utan verslun Handprjónasambands Íslands við Laugaveg 64 í tilefni að Sláturtíð. Gestir og gangandi geta notið hljóða Sama til klukkan 17:00, laugardaginn 2. október.