Síðasta föstudag hvers mánaðar halda SLÁTUR samtökin óformlega tónleika sem nefnast SLÁTURDÚNDUR.
Næsta föstudag (gamlársdag) verður síðasta dúndur ársins 2010. Dúndrið hefst á klukkan 24:00 á Skólavörðuholti en mun svo færast úr stað um miðbæinn. Á þessu sérstæða dúndri verða nokkur verk leikin samtímis og/eða samhliða úr jeppabifreið sem flytur hljóðkerfi og tónskáld/flytjendur sem vinna með sprengihljóð umhverfisins í rauntíma.
Að venju gefst gestum tækifæri að ræða við tónskáldin um tónlistina.