Written by Páll Ivan Pálsson
sunnudagur, 16 desember 2007
Lengstu tónleikar tónsmíðadeildarinnar til þessa stóðu yfir í 3 klukkutíma og 50 mínútur og er svosem ekkert að því annað en að flest verkin voru upp á ansi fáa fiska. Þó voru nokkur ágæt og voru þau eftirfarandi:
Högni Egilsson átti allsæmilegt verk sem nefnist “Trufflur”. Það var þó þeim eiginleikum gætt að vera mjög misjafnt. Mjög mis gott og mis vont. Skin og skúrir einkenndu verkið að mínu mati. Fín en þó tiltölulega hefðbundin hljóðfæraskipan (3 flautur, selló, fagott, kontrafagott (snorrinn að massetta)og 2 horn) móðgaði engan og var sæmilega nýtt.
Kristín Þóra Haraldsdóttir átti líka sæmilegt verk sem var eftirminnilegt vegna þess að hljóðfæraleikararnir 3 (harmonikka, trompet og flauta) gengu í kringum áheyrendur á ákveðnum tímapunkti og heitir verkið af þeim sökum “Þríhringningur”. Fær stig fyrir viðleitni og sæmilega útfærslu.
Þorbjörn G. Kolbrúnarson kynnti til sögunnar látlaust en ágætt verk fyrir fiðlu og elektróník. Verkið var í sjálfu sér ekkert stórkostlegt á neinn hátt (fáir tónar á fiðluna sem voru svo bara samplaðir á einfaldan hátt) en bjó þó yfir þeim eiginleika að einbeita sér að litlu sviði og gera það sæmilega.
Svo var það Slátrarinn Þráinn Hjálmarsson sem fékk broskall fyrir verkið “Músík fyrir Þránófóna #1″ Vítahrings (fídbakk) bassadrunur sem komu úr 4 Þránófónum sem eru 4 mislöng rör fösuðust inn og út og mynduðust nokkrir rytmar og var verkið allt hið áheyrilegasta en ég saknaði þó meiri hljóðstyrks. 4 útvörp komu einnig við sögu á loka mínútum verksins og myndaðist ágætt retró fíl við það.
Fleiri voru sæmilegu verkin ekki en gagnrýnin sem hin síðri fengu var ekki sérlega falleg. Hér kemur listi af stikkorðum sem ég hripaði niður eftir hvert þeirra.
Voldtagelse, Þorrablóts atriði út á landi, konur, síbelíus, langt, pointless, relentless rómans, gamalt, þjólegt, boring, multitrk söngur og FX úr jóladagatali rúv 1991, dúr og moll, furðulegt, tómt, sprell, vannýttir möguleikar, lúppur!, væmið, tæknibilun en hefði ekki breytt neinu, stíl “grín?”, popp, rómantík, allt vont, og síðast en ekki síst mynd af typpahauskúpu.
Páll Ivan