Sláturdúndur í Amsterdam

Næsta Sláturdúndur verður haldið í Amsterdam í samstarfi við IADA – iceland art & design amsterdam sunnudaginn 1sta nóvember klukkan 16:30 í Gallery HOT ICE , Westergasfabriek, Polonceau-kade 10 í Amsterdam, höfuðborg Niðurlanda.
Fram koma Ari Hróðmarsson, Ingi Garðar Erlendsson og Þráinn Hjálmarsson.
Áhugasamir sláturfélagar eru beðnir um að tilkynna þáttöku sem fyrst.

S.L.Á.T.U.R. Dúndur will be held at Gallery HOT ICE in Amsterdam on November 1st at 16.30. S.L.Á.T.U.R Dúndur is a type of concerts where participants for this concerts compose a piece with a really short time notice, the pieces might end up not in their their final version and may therefor be just a glimpse of an idea that people are thinking and presenting in this concert, but as well may be thoroughly composed and in their final version. Dúndur is held monthly by the S.L.Á.T.U.R group in Iceland.

hot-ice

Aðalfundur S.L.Á.T.U.R.

Sunnudaginn 18. október var haldinn aðalfundur félagsins. Nýja stjórn félagsins skipa:

  • Áki Ásgeirsson – Formaður
  • Guðmundur Steinn Gunnarsson – Gjaldkeri
  • Páll Ivan Pálsson – Hægri Hönd
  • Ingi Garðar Erlendsson – Ritari
  • Davíð Brynjar Franzson – Vefjari
  • Þráinn Hjálmarsson – Varamaður Ritara

Á fundinum var samþykkt að veita eftirtöldum einstaklingum heiðursaðild og atkvæðarétt á aðalfundi félagsins byggt á umsóknum þeirra:

  • Hlynur Aðils Vilmarsson
  • Þorkell Atlason
  • Hafdís Bjarnadóttir
  • Charles Ross
  • Kristín Þóra Haraldsdóttir
  • Gunnar Karel Másson
  • Magnús Jensson

Fyrir voru stjórn S.L.Á.T.U.R. og Jesper Pedersen heiðursfélagar samtakanna.

Sláturtíð 2009

Fimmtudagur 15 október, tónleikar kl 20:00 í Fríkirkjunni

Verk eftir Þorkel Atlason, Jesper Pedersen, Áka Ásgeirsson, Hallvarð Ásgeirsson, Andre Vida og Matthew Shlomovitz.

Föstudagur 16 október, tónleikar kl 20:00 í Skemmtihúsinu, Laufásvegi 22
Verk eftir Guðmund Stein Gunnarsson, Inga Garðar Erlendsson og Sally Ann Duke. Flytjendur eru Frank Arnink, Tinna Þorsteinsdóttir og Grímur Helgason.

Laugardagur 17 október, Keppnin um Keppinn – Íþróttakeppni S.L.Á.T.U.R., kl 15:00 í Hljómskálagarðinum

Laugardagur 17 október, tónleikar kl 20:30 í Fríkirkjunni
Verk eftir Áka Ásgeirsson, Davíð Brynjar Franzson, Pál Ivan Pálsson, Hafdísi Bjarnadóttur, Magnús Jensson, Þráinn Hjálmarsson og Charles Ross. Flytjendur eru Frank Arnink, Tinna Þorsteinsdóttir, Camilla Barratt-Due, Róbert Reynisson, Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir og fleiri.

Thursday 15th of october, concert at 20:00 in Fríkirkjan
Friday 16th of october, concert at 20:00 in Skemmtihúsið, on Laufásvegur 22
Saturday 17th of october, sports competition in Hljómskálagarður at 15:00
Saturday 17th of october, concert at 20:30 in Fríkirkjan

Nýjar íþróttagreinar

Eftirfarandi íþróttagreinar verða fluttar á íþróttakeppni SLÁTUR sem fer fram þann 17. okt næstkomandi, klukkan 3 í hljómskálagarðinum.  Þeir sem vilja taka þátt í að flytja íþróttirnar (og þ.a.l. eiga möguleika á að setja ný heimsmet í þessum greinum!) eru hvattir til að senda póst til Áka á netfangið   a k i  @  s l a t u r  .  i s

Submitted sports for the SLATUR new sport competition.  The sports will be performed on the 17th of October.  Interested performers please contact Aki by email  a k i  @  s l a t u r  .  i s

Páll Ivan Pálsson – Hráki

  • Tvö eða fleiri lið/einstaklingar (eftir aðstæðum) (Náttlega meira gaman að fáum stórum liðum)
  • Tvö (eða fleiri) gegnsæ ílát (öll alveg eins)
  • Hvert lið hefur 2 mínútur til að reyna að hrækja eins miklu slefi etc ofan í ílátin og það getur.
  • Það lið vinnur sem hefur hrækt mestu.
  • Dómari ræsir og stöðvar liðin auk þess að mæla magnið í lokin og úrskurða sigurvegara.

Ingi Garðar Erlendsson – Hringstökk án atrennu

  • Stökkið fer fram inn í hring (t.d. húllahopp-hring).
  • Inn í hringnum þarf að vera lína þvert í gegnum hringinn sem markar upphafspunkt stökksins.
  • Stökkvarinn skal standa klofvega yfir línunni og stökkva í eins marga hringi og hann getur.
  • Lendingin þarf að vera innan hringsins og stökkvari þarf að staðnæmast á sínum lendingarstað.
  • Ef keppandi lendir utan hringsins, dettur úr lendingarstað eða styður hendur við jörð, er stökkið ógilt.
  • Stökkvari ræður hvort stökkið sé framkvæmt til hægri eða vinstri.
  • Mælt er stökkið í gráðum (Heill hringur er 360°).
  • Ef stökkið er framkvæmt til vinstri skal leggja stiku samsíða lendingarstað innanverðs hægri fótar og stökkið mælt.
  • Ef stökkið er framkvæmt til hægri skal leggja stiku samsíða lendingarstað innanverðs vinstri fótar og stökkið mælt.
  • Hver keppandi fær fyrst 3 tilraunir. Þeir sem ná að stökkva lengra en 360° fá 3 auka stökk.

Guðmundur Steinn Gunnarsson – Hringbolti

  • Í hringbolta er stólpi með hringlaga fati ofan á (t.d. fyrir pizzur) haft inn í miðjum hring. Eftir ákveðinn radíus er svo dreginn fullkominn hringur með snæri. Flytjendur meiga aldrei fara inn fyrir hringinn.
  • Í hringbolta eru þrjú lið með 2-3 keppendur í hverju liði. Einnig þarf dómara. Notaðir eru aðalbolti og aukaboltar. Markmiðið er að fá aðalboltann til þess að staðnæmast á stólpanum í miðju hringsins en það mun vera frekar erfitt. Þegar hann nær að festast þar ofan á fær liðið sem henti boltanum síðast stig. Sé stóri boltinn ofan á stólpanum eða innan í hringnum má ekki sækja hann heldur þarf að nota aukabolta til þess að henda í aðalboltann svo hann komist út úr hringnum. Séu allir boltar fastir innan hrings fær liðið sem henti síðasta boltanum sem festist í hringnum mínus stig og allir boltar eru settir á byrjunarreit utan hringsins. Boltana meiga menn rífa hver af öðrum og það þarf ekki að dripla þeim, það má hlaupa með þá. Aðalstrategía leiksins er að liðsmenn sama liðs standi sitt hvoru megin við hringinn því þegar einn kastar aukabolta er hinn í bestri stöðu til að ná aðalboltanum. Líklegt er að fleiri mínus stig en plús stig séu gefin í hverjum leik. Dómari sér um að endurgefa boltana og fylgjast vel með hver kastaði hvaða bolta síðast. Ef aðalboltinn staðnæmist á stöplinum er mjög mikilvægt að allir leikmenn og dómari hrópi Hringbolti!

Jesper Pedersen – Face the Enemy

  • Two people compete against eachother (can be multiple groups of two)
  • One judge for each group.
  • The two contestants face each other, grabbing each others shoulders and assume a wrestling position with slightly bent knees.
  • On the judge’s mark the two contestants are to flex all the muscles in their body and smile as big and wide as absolutely possible.
  • The first to lose the smile or flex – loses.

Hlynur Aðils Vilmarsson – Grast

Nafn á Íþrótt: Grast
Tegund: Einstaklingsíþrótt.
Tilgangur: Kasta bolta eins langt og mögulegt er og grípa hann aftur.
Mannfólk: Keppandi, dómari og mælari.
Hlutir: Brennibolti, mælitæki til að mæla lengd kasts.
Rými: Langur grasvöllur.

Reglur:
a) keppandi má taka tilhlaup í kasti. allar kastaðferðir eru leyfilegar.
b) kastið verður að koma fyrir framan ákveðna línu.
c) engir aukahlutir eru leyfilegir.
d) Keppandi má henda sér og skutlast eftir boltanum til að grípa boltan.
e) Kastið er ógilt ef keppandi nær ekki að grípa boltann eða grípur og missir svo.
f) Kastið er ógilt ef boltinn snertir gras.
g) Lengd kasts ákvarðast af staðsetningu fyrstu snertingu keppanda við gras eftir að boltinn hefur verið gripinn.
h) Hægt er að mæla hvert kast, eða merkja við þegar kastað er lengra og mæla svo lengsta kastið (fyrir skrásetningu á íslandsmeti).
i) Dómari notar grænan og rauðan fána til að sýna hvort kast og grip hafi verið gilt eða ógilt.
j) Dómari þarf að vera með hatt.
k) Dómari og mælari ákvarða hver staðsetning keppanda var við lendingu.  Leyfilegt er að hafa aðstoðardómara sem þriðja aðila við mat.
l) Hver keppandi fær 3 tilraunir,  5 ef þáttaka er dræm eða mikil stemning.

Ástríður Halldórsdóttir – Minimaraþon

  • Keppendur hlaupa 10 hringi í kringum hring sem hefur þvermálið 1m.
  • Keppendur þurfa að vera tveir eða fleiri.  Sá sem er fyrstur að hlaupa 10 hringi vinnur minimaraþonið.

Magnús Jensson – 16 Þraut

keppendur gefa upp 16 þrautir sem þurfa ekkert nema gras. aðrir keppendur giska í hvaða röð hinir þátttakendurnir taka sínar þrautir. hver þraut hefst á þögulli stund, sem tilvalið er að nota til flutnings á fornum kveðskap. ekkert má gefa í skyn hvaða þraut er um það bil að bresta á fyrr en íþróttin rýfur kyrrðina. sá vinnur sem giskar sem næst röð hinna þátttakenda. gisk eru leyndó þangað til lögsögumaður tilkynnir úrslit.

viðbót við íþrótt: (16/18 konseptið og bara nánari lýsing)

1) Keppandi gefur upp 18 íþróttir en ekki í hvaða röð hann ætlar að flytja þær.
2) Keppendur fá uppgefnar 18 íþróttir hvors annar og raða 16 þeirra í röð.
3) Keppendur flytja íþróttir sínar til skiptis
-hver íþrótt hefst á kyrrðarstund og má ekkert gefa til kynna hvaða íþrótt er að fara að eiga sér stað.
-áhorfendur fylgjast með íþróttaandanum safnas fyrir í keppendanum og hann má efla andann með kveðskap eða einhverju skemmtilegu.
-spennan magnast og brýst út í íþrótt sem er greinilega eftir einni lýsingunni af 18.
4) Aðeins eru fluttar 16 af 18 (því annars væri engin spenna í lokinn).
5) 5 Stig fást fyrir hverja íþrótt á réttum stað, 3 fyrir hvora rétta sem hver sleppir og 2 fyrir hverjar sem eru fluttar í sömu röð.
6) Lögsögumaður býr formlega yfir upplýsingum um ágiskanir allra keppenda. Að keppni lokinni lýsir hann sigurvegara.

Þorkell Atlason – Knattleikur með bundið fyrir augu og eyrnatappa

  • Leikið er í 2×2 mínútur á afmörkuðum velli.
  • Það lið vinnur sem er enn inni á vellinum eftir leikinn.
  • Jafntefli ef bæði lið eru fyrir utan eða innan.
  • Leikmenn 5×5 minnst.

Tom Russotti – Opener

Equipment:

  • One plush soccer ball or playground ball
  • One bicycle helmet with a hula hoop duct-taped to the top of the helmet per player

Field:
The field is rectangular and divided into five zones. The middle zone is a neutral zone. Each of the two separate sets of zones are points zones for each team. The end zones are two point zones and the other zones that are adjascent to the middle zone are one point zones

Play:

  • Players try to score points by throwing the ball into the hoop of a teammate in a point zone, ie one point or two point zone.
  • Players move the ball by taking four steps with the ball or by passing the ball forward to another teammate. The player must take four steps consecutively and may not stop between steps. After four steps a player must pass the ball. In point scoring zones, a player may not stop with the ball- after receiving the ball he or she must immediately move, and after four steps must immediately pass the ball.
  • In the neutral zone and the players defense zones he or she may hold the ball before or after taking four steps.
  • Defensive players may not touch offensive players and may only try to block the movement of the ball.
  • A foul results in a free pass from the point of infraction.
  • There are no penalties.