S.L.Á.T.U.R. á Tectonics

Tónlistarhátíðin Tectonics fer fram í byrjun mars.  Þetta er hátíð með fjölbreyttu úrvali jaðartónlistar í umsjón Ilan Volkov, stjórnanda sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Frumflutt verður ný listrænt ágeng tónlist í bland við eldri ágeng verk t.d. eftir John Cage og Magnús Blöndal.

Dagskrá hátíðarinnar er að finna á vefsíðunni: http://www.tectonicsfestival.com