April 2024
S M T W T F S
« Jan    
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

Hústöku-performans

Written by Þráinn Hjálmarsson
sunnudagur, 22 mars 2009
Ég ætla að gera tilraun til þess að documentera performans þeirra Páls Ivans og Guðmundar Steins við hústöku S.L.Á.T.U.R laugardaginn 21. mars 2009.

Performans

Takið pappír og rífið í smærri einingar og myndið úr þeim bunka.
Hellið kaffi yfir bunkann.
Farið með eintóna möntru.

Endurtakið ferlið.

Myrkir Músíkdagar 2009, fyrsti hluti

sunnudagur, 15 febrúar 2009
Ég ætla að fara stuttlega í gegnum það sem fyrir augu og eyru bar á myrkum músíkdögum. Bara stikla á stóru, ekki að fara ýtarlega í þetta allt. Það veitir ekki af því að koma einhverri umfjöllun yfir á miðil sem fólk les, eins og internetið þar sem mogginn er bara með greinar um Janis Joplin fyrir örfá bláfálka sem enn lesa prentmiðla og fréttablaðið fjallar ekki um menningu.

Á þriðjudeginum 3.febrúar var tekið forskot á Myrkrið með ömurlega leiðinlegum óperufyrirlestri Phillipe Manoury þar sem hann fjallaði um og spilaði brot úr hræðilega venjulegri og óspennandi óperu byggðri á réttarhöldunum eftir Kafka.

Svo var ekkert fyrr en á föstudaginn, raftónleikar. Þar ber helst að nefna mjög flott verk eftir Hilmar Þórða, Sononymous X þar sem Helgi Hrafn fór á kostum í gagnvirkum leik við tölvuna. Ríkharður átti ríkulega hljómandi rafspretti að vanda ekki síst í lokaverkinu sem notaði element úr verkum Páls Pálssonar eldri. Restin höfðaði ekki mikið til mín, fyrir utan eitt rafverk eftir einhvern miðaldra sunnlending sem heitir Guðmundur Óli Sigurgeirsson.

Á laugardeginum byrjuðum við Þráinn á kórtónleikum í Neskirkju. Þar stóð upp úr verk Elínar Gunnlaugsdóttur fyrir kvennraddir og háastrengi. Mjög sérstakt verk á takmörkuðu registeri. Það var eina verkið sem höfðaði til mín í raun og veru. Kórinn var mjög góður í vondu erlendu verkunum, m.a. eftir John Taverner, mikill bassi. Það voru fín verk eftir Gunnar Andreas og Harald Vigni. Örlygur var með metnaðarfullar harmóníur og Bára Gríms var líka með ágætisverk. Ég ætla að hafa sem minnst orð um verkin sem stuðuðu mig.

Þá næst fórum við á sýningu á verkum Alfreðs Flóka sem var fín en ekki síðri var Ásmundur Ásmundsson með holuna sína og vídjó af krökkum að grafa holu af miklum eldmóð. „Grafa niður, grafa niður.“

Þá var farið í Hafnarfjörð. Þar heyrðum við fyrir hlé bara fín verk eftir Önnu Þorvalds, Karólínu og Ása Más. Allt salla fínt og spilað af mikilli sannfæringu Tinnu og Franks. Það var einstaklega falleg sviðsmyndin í verki Önnu þar sem þau léku á sömu Slaghörpuna og maður sá allar aðgerðir Franks innan í píanóinu speglast kristaltært upp á píanólokið. Verk Ása Más endaði á gangandi bjöllu, bjölllu sem gekk út af sviðinu. Það rétt svo gaf tónin fyrir sviðslistahúllumhæið eftir hlé. Haldiði að það hafi ekki verið Palli og Áki með skínandi sveiflu. Þuríður Jóns og Rohloffinn með fín verk en dáðardrengir sláturs settu allt í nýtt samhengi eða voru hreinlega í röngu samhengi. Palli var með rosalega fallegt verk fyrir píanó prófara og urrara og padda. Rosalega sérstakt verk sem minnir mig óbeint á Skulu eftir mig sem Palli hefur aldrei heyrt og 328 eftir Áka. Áki teppalagði sviðið með sínu hafurtaski og sýndi að hann hefur engu gleymt. Sjálfur var hann á því að eitthvað hefði mistekist í lokin. Ég tók ekki eftir því, en hins vegar tók ég eftir honum færa míkrófón í miðju verki sem mér fannst alveg off. Balansinn var erfiður reyndar, í verkinu. En svaka bomba.

Því næst var förinni heitið í ljótasta hús sem ég hef á ævi minni séð, Guðríðarkirkju í Grafarholti. Lítur út eins og kókaín skemmtistaður í miðborg Reykjavíkur í miðri verðbréfahelförinni. En þar heyrðum við leiðinlegt sólóflautuverk eftir Manoury, sem var samt furðu þolanlegt. Ég fór að velta því fyrir mér hvort rafhljóðin væru ekkert svo hræðileg eða hvort maður verði ekki eins vandlátur á rafhljóð með aldrinum. Svo kom Hlými Atla Heimis. Sígildur slagari þar sem tónskáldið sýnir sérstöðu sína strax um leiði og hann vefur sig inn í teppi módernismans með sinni eigin rödd. Unaðslegt alveg. Þá næst var huldumaðurinn Einar Torfi með rosalega fínt verk. Talaði vel Lachenmannskt tungumál, það var helst miðjukaflinn af 9 sem var mjög persónulegur og einkennilegur, flottastur að matri margra viðstaddra. Hitt var meira svona góður djass. Flottar samsetningar hljóða en ekki mikið endilega gert við hvert hljóð en vel orkestrerað saman. Skröp strengjahljóðfærana grunar mig að hafi átt að vera grófari. Svo eftir hlé kom Manoury öllum að óvörum (mér að minnsta kosti) með þrusu stykki fyrir tvöfaldan kammerhóp (tvo stjórnendur). Svaka stuð og flottir glassúrveggir fullir af gestúrískum trillum og svoleiðis, haganlegasta smíði.

Myrkir Músíkdagar 2009, annar hluti

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
sunnudagur, 15 febrúar 2009
Á sunnudegi var byrjað á flaututónleikum í Salnum. Byrjaði á stykki eftir Misti sem mér fannst bara mjög fínt. Melódískt í þjóðlagastíl og nýtti sér multiphonics í hljómrænu samhengi. Það hef ég persónulega aldrei séð áður. Bara séð verk sem eru geðveikt nákvæm með einhverjar ákveðnar multiphonics en gæti í raun alveg verið hvaða rugl sem er. Þarna hefði heyrst hefði þetta verið vitlaust multiphonic. Svo var verk eftir Snorra sem mér fannst hafa mikla undirliggjandi retórík þrátt fyrir að tónmálið gerði hana ekki greinilega. Annað var bara svona já, ja, fínt. Skyldi illa calculus 2 eftir Kjartan þar sem það fór í Chopin’ískar útlínur utan um atónal tónmál en calculus 1 var meira svona hrár algóritmískur nýmódernismi. Klaus Aager var bara plein leiðinlegur.

Ég fór ekki á söngperlutónleikana og það var fyrsta skrópið mitt. En um kvöldið fór ég á kammersveitina. Það var smá púki í mér og ég var ákveðinn í að púa ef mér fyndist eitthvað vera reglulega ömurlegt. En viti menn, svo var þetta bara fínir tónleikar. Virkilega fínir. Jónas fannst mér ekkert spes en Andrej Stochl fannst mér rosa fínn. Hrafnkell Orri fór á kostum og rosa fín strengjasúpa. Allt annars konar stíll en caput. Kannski rómantískara en rosa metnaður og dúndur í þessu. Svo var pínu vont en allt í lagi teater stykki eftir Peter Graham. Atli Ingólfs var með rosalega flott verk sem byrjaði á mekanísku bassetthorn sólói með fínlegum gustum við og við sem komu frá strengjaleikurum með hótelherbergis málmmjúta. Eftir júnisonlínu sem mér fannst soldið skrýtinn kom síðan svaka þéttur og fínn massi með restinni af strengjunum, rosa flott. Seinasta verkið eftir Pavel Zemek var vont en, Matti Nardaeu var með sóló á ensku horni mest allan tímann sem var algjör englasöngur. Svo fallegt og örðu hvoru kom Einar Jóhannesson og svona greip framm í. Þó tónmálið væri ljótt var flutningurinn alveg gríðarlegur.

Myrkir Músíkdagar 2009, þriðji hluti, tjaldsþáttur

sunnudagur, 15 febrúar 2009
Á mándeginum fór ég á ágæta hádegistónleika í norræna húsinu. Þar heyrði ég gegnum hurð mjög fallegar þjóðlagaútsetningar Snorra Sigfús, sem minntu á plötuna sem hann gaf út fyrir skemmstu sem mér finnst mjög fín og notar lögin einhvern veginn, ekkert að rembast við að hafa lögin „þjóðleg“ eða velja „þjóðlegustu lögin“ sem strax kemur í veg fyrir misskiling og er fyrir vikið bara mjög fallegt og smekklegt. Svo voru stutt lítil tvíhent píanóverk eftir Þuríði og svo Hauk Tómasson. Fínt bara, svo fjórhentar barrokkútsetningar eftir Kurtag, frescobaldi, bach og purcell, algjört konfekt.

Svo sleppti ég nokkrum tónleikum og mætti ekki fyrr en á miðvikudag að sjá Stelk, og bara sorrý, bestu tónleikar hátíðarinnar. Það voru allir viðstaddir á þessu. Charles Ross er best geymda leyndarmálið og allt það. Algjör snilld. Mætti bara brot af því sem hafði verið á hinum tónleikunum sem ég fór á, allt þetta fólk missti af bestu tónleikunum. Það eru svo margir atburðir sem hafa verið algjörlega undirdokjúmentaðir þar sem ég hef séð Charles fara á kostum. Segulbandagjörningurinn í Tjarnarbíói, á MM 2003 eða eitthvað álíka, og geðveikt verk á Eiðum 2007. Svo heyrði ég geðveika sembalstykkið í sumar á upptöku. Þarna voru tónleikar með fullt af nýju efni, fyrst Early Sea Painters sem byrjaði dáldið rokkað og seinni helmingurinn var algjör snilld. Svo var tekið piano phase eftir Reich í gítarútsetningu. Mjög flott þótt ég þoli Steve Reich minna og minna með hverju árinu sem líður. Svo koma bomba kvöldsins að mínu mati. The Fox. Æðislegt verk. Get ekki lýst því. Alveg ótrúlegt. Rosa flottir víóludúettar með undarlegum innskotum með annarlegum hrynhugmyndum. Kynngimagnað. Eftir hlé var fyrst dúett með þeim félögum Matta og Charles, sem ég man ekki hvað hét, skemmtilegur Kora fílingur. Svo var Matti með sóló eftir sjálfan sig sem var alveg geðsjúkt. Ótrúlega fínlegt yfirtónagítarplokksrugl. Snargeðveikt. Þá endaði það á sögustykkinu Leviaphone sem var ákaflega skemmtilega kakófónía full af annarlegum vísunum og Kínverskt lag í uppklapp.

Sinfó var bara allt í lagi þannig séð. Troðfullt hús á myrkumsinfó, aldrei séð það fyrr. Trekti bara að eins og sálin og sinfó. Haukur var fínn. Danni var fínn. Ég var ekkert eins mikið á móti þessu og ég hélt ég myndi vera. Þetta var bara stemning, dash af hollywood en samt voða fínt.

Á föstudeginum fór ég ekki á djasskjaftæðið heldur fór á geðveika fokking tónleika í Nýló með nýlókórnum. Alveg frábært. Sérstaklega Veðurspáin eftir Hörð Braga sem var fyrir kór þeremín bassa og upptökur og svo var Magnús Pálsson með geðveikt verk sem vann með element úr Hrafnkellssögu. Notaði rými og hreyfingar og fór alla leið í jákvæðri tilgerð og tilþrifum. Byrjaði á miðlungsverki eftir Phillip Corner. Ég er nú hrifinn af sumu eftir Corner en nóg um það.

Austurrískt Klám í Nýju Jórvík

laugardagur, 07 febrúar 2009
Í kvöld fór ég á tónleika með Argento samspilinu í Miller Theater í Columbia. Á efnisskrá var aðeins eitt verk, verkið “In Vain” frá árinu 2000 eftir Georg Friedrich Haas. Verkið er fyrir 24 hljóðfæri, ein klukkustund á lengd og er sérstakt fyrir þá sök að helmingur verksins er spilaður í algjöru myrkri (engin lesljós).

Auðveldast er að lýsa verkinu eins og að eilíft sé zoomað inn í efniviðinn og farið lengra og lengra inn í hann þar til aftur er komið á upphafspunkt. Efniviðurinn er einfaldur, tvær mismunandi ómtýpur eru nýttar til að flökta fram og tilbaka, önnur er bara spektrúm en hin er svona óáttundaendurtekningarhljómruna eða hvað sem svoleiðislagað heitir á íslensku. Innan þessara óma eru svo runur af nótum niður á við, stærri hreyfing upp á við og svo svona spektral tónar sem svo verða hljómar. Eins og ég sagði þá er yfirborðið tekið og farið inn í það, i.e. eitthvað er blásið upp t.d. skali niður á við þar til hann er kominn úr því að vera skreytifyrirbæri yfir í að vera tektónískt fyrirbæri. Svo lengist kannski hver nóta þar til maður fer að “heyra” fínleikann innan nótunnar og þá er maður aftur kominn í einhverja skreytifígúru sem svo er áfram zoomað inná. Þar sem ekki er ljós helmingin af stykkinu (kemur tvisvar inn og út) þá verða þeir hlutar sem eru spilaðir í myrkri að vera fremur einfaldir bæði í spilun og samhengi ef 24 manns eiga að geta samræmt sig og spilað saman. Þetta gefur verkinu mikla vídd á milli nákvæmni og smáatriða annarsvegar og svo rosalega stórra pensilsveipa hins vegar. Á þeim punktum verður korn stærðin svo stór að yfirborðið jaðrar við fauvisma.

Vanalega myndi ég vera heiftarlega skeptískur á svona hreinann spektralisma, yfirborðsprócess og gimmik (ljósin), og jafnvel þótt þetta sé hreinasta klám þá get ég ekki sagt annað en þetta var ein besta konsert upplyfun sem ég hef átt lengi. Verkið er stórgott, og utan við nokkuð ljótann (i.e. traditional) hörpupart og ofnotkun á tam tam þá get ég bara ekki fundið neitt verkinu til ama. Veit ekki hvort það myndi lifa af hlustun á disk, ljósin gera ansi mikið, og þetta er í raun sviðsverk. Er ekki viss um að það gengi upp á tónleikum með öðrum stykkjum, en eitt og sér á sviði þá er það alveg frábært.

WFS-tónleikar í Leiden 11.11.08

Written by Þráinn Hjálmarsson
miðvikudagur, 12 nóvember 2008

WFS Sonologíu-tónleikar í Scheltema Complex í Leiden þriðjudagskvöldið 11. nóvember 2008

Sónólógíu-tónleikarnir að þessu sinni voru Wave-Field Synthesis tónleikar (WFS) sem nýtir nýja(nýlega) hugmyndafræði og tækni í útsetningu á rými í raftónlist. Á dagskrá voru fimm verk eftir Ji Youn Kang, Fedde ten Berge, Kees Tazelaar, Olivier Messiaen og Wim Boogman.

Fyrst væri sniðugast að útskýra þessa nýju hugmyndafræði/útsetningu sem er að baki Wave Field Synthesis. Í WFS- kerfinu sem er í Leiden eru 192 hátalarar staðsettir í ferhyrning í rými. Hægt er að kynna sér kerfið hér ( http://www.gameoflife.nl/content.htm ) og nýja repertoire-ið.
En sumsé, þessi tækni snýst útá það að imitera eftir fjarrænni hljóðuppsprettu og eru útreiknaðir “fasar” hljóðbylgjurnar svo að þegar við summu það saman með eyrunum finnst okkur staðsetningin vera gífurlega nákvæm, þetta er mun sterkari upplifun en stereo-skuggi. Þetta er ekki ósvipað því þegar við heyrum efstu tóna spectra, samanlagt gefa þeir tilfinningu fyrir rótartóni, en það er líka háð hversu margir yfirtónar við heyrum, því líkara verður þetta uppsprettunni. Þetta er ekki ósvipað því. Hægt er að lesa meira um Wave-Field Synthesis á Wikipedia ( http://en.wikipedia.org/wiki/Wave_field_synthesis )

Rýmið sem kerfið er staðsett í er frekar þurrt rými en það er í raun aukaatriði fyrir upplifun.

Fyrsta verkið voru tveir kaflar úr Olivier Messiaen orgelstykkinu Livre du Saint Sacrament sem var tilraun Erlangen-Nuremberg háskólans með tilraunir með því að skapa rými inní öðru rými, notaðir voru 18 míkrófónar inní Þýskri kirkju og var tónleikunum streymt beint inní áhorfendasal í skólanum. Ætlunin var að búa til kirkjurýmið með hjálp tækninnar. Upptökunum af þeim tónleikum var svo leikið fyrir okkur hin í 192 WFS-kerfinu, ég tek það fram að í Þýska WFS-kerfinu eru um 2400 hátalarar (man ekki alveg hversu margir) svo þetta ætti að vera smá munur. Þetta er einkennileg upplifun og er nokkuð langt frá því að hljóma einsog “2-8…ad inf.”-punkta kerfi. Þetta gefur virkilega sterka sýn á rýmið sem verkið var flutt, ég að vísu sneri baki í “orgelið”, það er kannski eitt skrýtið en skemmtilegt er að sætaröðunin er random, stólarnir snúa í einhverja átt (engin þungamiðja í rýminu).

Fyrsta verkið sem var samið fyrir þessa tækni var eftir að ég held kennara sonologíunnar Kees Tazelaar, sem átt nokkuð góða spretti sem að nýtti sér tæknina, það kom mér reyndar á óvart hvað hann studdist við “gamlan”-hljóðheim, sumt af því sem hann var að púlla er einkennandi fyrir elektrónísk verk Dicks Raaijmakers, með alls konar filteruðu noise-i. En músíklega fannst mér verkið stranda heldur snemma, verkið heitir Crosstalks-B og byggði á hljóðmónódíu og virkaði nokkuð þurrt þar sem þetta voru jú hljóð sem birtust og fóru án þess að veita einhverja sýn í það frekar.

Það vantaði prógrammnótur fyrir áhorfendur en verkin voru rækilega kynnt fyrir áhorfendum en nöfnin gleymdust jafnóðum.

þriðja verkið byrjaði á heljarinnar ræðu um hugsunina á bakvið verkið, stuðst er við útreikninga af stjörnu sem heitir HD200-eitthvað og notaðar eru niðurstöður af því sem berst frá stjörnunni, það eru 6 mismunandi bylgjur sem koma frá henni og eru bylgjurnar hækkaðar um 22 áttundir og birtast okkur sem flatt Es, einnig styðst pseudo-slagverksleikarinn við 22 “glerkennd”-hljóð. Það var ótrúlegt hvað mér fannst vera virkilega einhver að leika á slagverk í einu horninu, hljóðin endurkastaðist og allt innan kerfisins. Líkt og “prógrammið” sem höfundurinn gaf af verkinu er miðja kerfisins virkilega staðsetning innan stjörnu og við heyrum ferlið að innan þegar stjarnan dregst saman og helíum-agnirnar breytast í málm. Hlustun á verkið var nokkuð æðisleg, frekar ómúsíklegt og í staðinn frekar pseudo-vitnisburður. Ég hefði ekki munað eftir verkinu hefði hann ekki haldið þessa ræðu um verkið, svo ég tek það fram að listarúnkstal er virkilega hjálplegt uppá minni að gera.

Fjórða verkið var eftir nemanda sónólógíunnar (í öðrum verkum höfðu nemendur bara hjálpað til) sem var virkilega æsilegt og sýndi virkilega fram á hvað kerfið hefur fram að færa, það sama á við um lokaverkið sem var eftir Ji Youn Kang sem studdist við Suður-Kóreíska athöfn og var einhvers konar túlkun á því öllu saman, hefði verið sterkari ef maður þekkti athöfnina sem að lýsir sér í því að menn slátra fullt af dýrum og skera sig en blæða þó ekki af því að það er einhver trans-í gangi (náði þessu ekki alveg) en ætlun verksins var að umbreyta því ástandi sem skapast við þessar athafnir og koma því í hljóðverk (WFS-verk)

Allar klisjur um hreyfingu hljóðs sem ég lýð mjög illa í punktahljóðkerfum vildi ég satt best að segja heyra meira af í þessu kerfi, því í raun var þetta lyginni líkast, en þó stend ég enn á því og segi eitthvað líkt því sem Hindemith hefur sagt um hluti. “Spatialisation of a sound is for no musical purposes” (svo getur fólk túlkað musical-purpose efti því sem það vill).
Ég sit ennþá á þeirri skoðun að það er næstum ómögulegt að geta gert einhvers konar meginþema hluta og sem parameter staðsetning hljóða en engu að síður getur staðsetning hljóðuppspretta haft mikil áhrif á hversu margar upplýsingar er hægt að móttaka í einu (Channel capacity í communication theory-unni). En þessa skoðun þarf kannski að endurskoða eftir að hafa kynnst þessu skrímsli. Síðan spyr maður sig, hvað var Stockhausen að dröslast með 8-punkta kerfi í Cosmic Pulses?

-ÞH

Get víst ekki svarað þér Steini með hefðbundnu kommenti en hér er eitthvað sem ég vildi svara:

Jám, þetta er kallað synthesa af því þú grípur inní ferli frá hljóðuppsprettu og er hún samsett úr öllum þessum fjölda hátalara, það er útreiknaður fasa og db munur frá “uppsprettunni” og hún birt í öllum þessum hátalara, þannig að þetta er synthesa. Hér er mynd: http://recherche.ircam.fr/equipes/salles/WFS_WEBSITE/images/WFS2violins.gif
Það er kómískt hvað þessi Hindemith tilvitnun mín getur aldrei virkað í neinu samhengi, ég hef margoft reynt að nota þessa tilvitnun en ekki virkað, þetta er meira fyndni að vilja ítrekað vitna í Hindemith. Tilvitnunin á að sýna þröngsýni um mögulegan tilgang þessa parameters sem tónsmíðaefni.
Það ganga sögur um að best heppnaða verkið fyrir WFS-kerfið í Leiden sé verk fyrir 6 píanó sem voru misdreifð yfir rýmið, ekkert flóknara en það. Engir galdrar.

Pikslaverk frá augum Steins

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
þriðjudagur, 11 nóvember 2008
Yndisleg samkunda var haldin um helgina af raflistafélaginu Lorna þar sem lornu félagar ásamt ýmsum erlendum gestum ræddu og skoðuðu forritaða list og spurningar um miðla, miðlun, kóða, algrími, samhengi, sögu og fleira.

Fyrst var haldið lítið kokteilboð á fimmtudagsskvöldið sem gaf tóninn. Á föstudagsmorguninn byrjaði svo páll thayer með skemmtilegan fyrirlestur um sín verk. En talvert um verkin og verkin sjálf (mörg hver) má sjá hér http://this.is/pallit/ . Mikið af veflist, til dæmis í verkunum On Everything og Nude Studies in Aleatoric Environment sem nota upplýsingar af netinu sem gera hitt og þetta. Bendi einnig á webwaste.net eftir Ragnar Helga fyrst maður er að tala um íslensk netverk.

Næst hélt Fransk-Gríski intellektúallinn (listheimspekingur, fagurfræðingur, listasagnfræðingur…???) Konstantinos Vasillou fyrirlestur um, tja, ef ég bara hefði náð að fylgja því öllu. En hann talaði um hvernig nýjir miðlar eins og vídjó voru kóloniseraðir af listum og voru í rauninni readymade. Lev Mankiewicz, Heidegger, McLuhan, pælingar, pælingar. Stasisinn í avant-garde-inu og kóðalist er ekki list samkvæmt Heidegger því hún setur ekki object inn í heiminn. Náunginn er jafn gamall mér en kominn á kaf í þverhyggju í Sorboninu í París. Síðar á hátíðinni ræddi ég mikið við þennan gaur sem var mjög krefjandi og intensíft, þar sem við þrættum um ýmsa hluti eins og það hvort tónsmíðar séu ekki bara kóði og sublimítet í John Cage, ritúal í nútímamenningu og jara jara jara.

Fyrst eftir hádegi hélt Amy Alexander, (raflistaprófessor í U.C.S.D. og rauntímakóðaralistamaður) fyrirlestur sem bar yfirskriftina The Algorithm is the Message …or how I learnt to love the forkbomb. Tilvísun í Marshall McLuhan og svo Kubrick og verkið Forkbomb og eitthvað. Áhugaverður fyrirlestur sem ræddi tölvulæsi, eins og myndlæsi og hvernig fólk lætur blekkjast í umfjöllun um tölvur því það kann ekki sjálft að forrita og veit ekki að forrit er gert af manneskju. Til að sýna þetta í praktík hefur hún gert verk eins og SVEN ( http://deprogramming.us/ai/ ). Bara fínt og áhugavert.

Olle Essvik var með fyrirlestur um verk sem er ljósapera eða skjár sem breytist úr dimmu í bjart eftir sólarjósi á hverjum stað og árstíma fyrir sig. Hann hafði áhugaverða hluti um þetta að segja og sagði að margir sem hefðu séð þetta verk staðfestu að þetta væri leiðinlegasta verk sem þeir hefðu séð. Hann var mjög ánægður með það og var ekkert svo ósammála.

Svo kom performansinn hennar Amy Alexander sem var algjört dúndur. Fullorðin kona í geim galla með alls konar skynjara og drasl að kóða í rauntíma og vinna með texta af netinu til þess að gera alls kyns undarleg hreyfiform á skjá og dúndrandi teknótónlist með.

Á laugardags og sunnudagsmorgni fór ég á kynningarnámskeið í Perl hjá Páli Thayer sem var mjög fræðandi. Á sama tíma var Super Collider námskeið sem Stína var á og gæti sagt frá ef eitthvað er að segja.

Svo var fyrirlestur Douglas Stanley ( abstractmachine.net) þar sem hann kynnti sig, hugtök í raflistum, aðra listamenn og nemendur sína í Frakklandi og aðra samstarfsmenn. Falleg verk tengd myndavélaskynjun og alls kyns græjum og dóti. Hann talaði um muninn á kóða sem hugtaki og algrími sem honum finnst áhugaverðara, erfitt að útskýra í stuttu máli það sem hann var að segja. En mjög skemmtilegur fyrirlestur og ég sá ekki eftir að hafa misst af bónusfánanum á Alþingishúsinu. Það var einnig mikið að fá úr þessum manni í samræðum eftir á.

Þá kom tromp hátíðarinnar að mati mín og Páls sem var dúettin Loud Objects frá New York. En annar listamaðurinn var tekinn á beinið í hlaupanótunni. Þeir sem sagt lóðuðu saman eitthver digital júnit ofan á gamaldags myndvarpa. Svo tengdu þeir júnitinn í tölvu og fóru að forrita inní það þannig að maður sá það á skjá í rauntíma. Mjög töff og framkoman var ákaflega jarðbundin og sjarmerandi. Flottir ungir náungar. Ég held þeir séu báðir einhvers konar tónskáld, meira um þá á loudobjects.org. Annar þeirra hefur líka verið í Tisch School of the Arts í Nújork. Prýðilegt

Á sunnudegi var Stefan Nussbaumer, Super Collider kennarinn frá Vínarborg með fyrirlestur um vinnu sína fyrir ubermorgen.com einkum í verkinu www.sound-of-ebay.com þar sem maður getur heyrt hljóðið í ebay. Áhugavert en dáldið fljótandi fyrirlestur en sniðug konsept, maður getur látið forrit búa til lag fyrir sig, byggt á notendareikningi sínum á ebay.

Svo endaði veislan á pallborðsumræðum þar sem rædd voru málefni tengd kóða og listum. Amy Alexander var með punkta um samanburð tónsmíða og listkóða sem var flott en notaði óvart orðið stochastic um tónlist schönberg sem er því miður bara ekki rétt, en skiptir ekki máli, punkturinn skilaði sér. Semsagt tónskáld hafa alltaf verið forritarar og umfjöllun tónfræðinga í gegnum tíðina fjallar um kóðann frekar en útkomuna. Hins vegar var sýning í frakklandi með kóðalist þar sem ljóðavél bjó til texta eftir pöntunum fólks. Útprentanirnar voru geymdar í eigu safnsins en ekki kóðinn. Spurninginn var þá hvað er listaverkið? Ýmislegt annað var rætt á þessu pallborði, um raflistagettó og muninn á fagurfræði hugmyndum í raflistageiranum frekar en öðrum og fleira dæmi. Harold Cohen, Sol LeWitt og Casey Reas saman á sýningu, umræða, umræða og svo ýmsir flóknir hlutir sem ég bara man ekki.

En í alla staði prýðilegt festival og mikið af upplýsingum að fá frá þessu fólki öllu. Ég hef einmitt mikið verið að spá í raflistum, þ.e. myndlistartengdu og þannig undanfarið þannig að þetta var alveg á réttum stað á réttum tíma fyrir mig. Ég held samt að það hefði verið hægt að fá fleira fólk á þetta. En sennilega verður þetta haldið aftur að ári og þá verður gaman.

Ég bendi á myndir Páls í Gallerýjinu.

Amen.

Þar er Davíð keypti ölið

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
sunnudagur, 09 nóvember 2008

Mér var það ánægjulegt að lesa The Davidian Book of the Dead um daginn. Þetta var frekari innsýn inn í hugmyndaheim Davíðs og margt sem hefur komið upp í glefsum í samtölum kom fram svart á hvítu í samhengi, það styður alla vega við hvort annað. Þannig að þetta svaraði eitthverjum spurningum en opnaði einnig aðrar. Ég tengi mjög við þessa hugmynd um persónulegar tengingar við hljóðefni frekar en eitthvers konar sjálfsmeðvituð fléttun inn í bútasaumsteppi hljóðtáknmynda samtímans eða eitthvað álíka. Hljóðin fá vægi við það að hafa eitthverja merkingu fyrir tónskáldið en ekki af því að maður skilur hvað þau standa fyrir. Bara eins og hvaða aðferðafræði sem er. Minnir mig einnig á þegar Davíð talaði um hér á síðunni the Rationalization of the Subjective sem mér finnst mjög falleg hugmynd sem ég tengi mikið við. S.s. þess útskýringu Davíðs að tónskáldið býr til sína innri aðferðafræði sem er byggð á engu nema sérvisku sem enginn annar þarf að vera sammála.

Þar sem ég hef verið að reyna að kenna sjálfum mér meira og meira í processing þá tengi ég þetta með categoríurnar ósjálfrátt við classa með mörgum fields og svo verður hvert instance af categoriunni (eins og maður segjir á góðri sænsku), mjög nákvæmt þó flokkurinn eða categorían sé ákveðinn tröllagryfja, noh? En ég er mjög forvitinn um það hvernig kategoríurnar virka í mismunandi verkum, hverju nákvæmlega þær lýsa í öðrum verkum en flautuverkinu og hvernig hvert instance kemur svo út. Sem sagt, hversu ólíkt getur hvert instance af kategoríunni verið og í verkum fyrir ólík hljóðfæri, eiga þá allar kategoríurnar sér birtingarmynd á hverju hljóðfæri fyrir sig. Er þetta skiljanlegt? Þetta er mín svona endurvörpun og forvitni eftir lestur greinarinnar. Takk fyrir þetta.

Vígsluathöfn Karlheinz Stockhausen stúdíósins 10.október 2008

Written by Þráinn Hjálmarsson
sunnudagur, 12 október 2008
Vígsluathöfn Karlheinz Stockhausen studíósins í Haag 10. október 2008 í Konunglega Conservatoríinu í Haag.

Gilius van Bergeijk eigandi stúdíós conservatorísins ákvað að tileinka minningu Karlheinz Stockhausen-i studíóið. Af þeirri ástæðu að búnaður þess er að mestu innblásinn af fyrri verkum Stockhausens þar sem þáverandi eigandi Dick Raajmaker sá um tækjakaup og leit mikið upptil þessa unga snillings á þeim tíma. Stockhausen hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar komið í heimsókn í skólann og haldið fyrirlestra og unnið með hljóðfæraleikurum. Stockhausen kynntist seinni eiginkonu sinni (þriðja eiginlega þar sem hann var skilinn) í Conservatoríinu þar sem hún var fyritaks flautunemandi þá tæplega tvítug og hann á fínum aldri í 80’s-inu.

Inní stúdíóinu sem að hefur alls konar græjur einsog modular synthesizera, plate-reverb, 4 reel-to-reel græjur, macintoshtölvu og forlátan og risastóran mixer og quatrofónískt hljóðkerfi leynist einnig risastór innrammaður pappír með handskrift Stockhausens þar sem hann útskýrir eitt af stjörnumerkjunum, glöggir menn vita að það leynist villa í útskýringunni hans þar en þetta er einkar fallegt að sjá með barnalitunum til aðgreiningar (ætli þetta sé ekki liður í flokkunarkerfinu hans), þessa útskýringu gerði hann í 80’s-inu á fyrirlestri við Conservatoríið.

Vegna vígslu stúdíósins var fengin seinni ekkja Stockhausens og fyrrum flautunemandi skólans til þess að vera viðstödd setninguna og substítút Stockhausens, í tilefninu voru flutt tvö verk eftir hann, Klavierstucke IX og svo að lokum 13 klukkustundin í sólahringsverkjahringnum hans, Cosmic pulses sem er rafverk fyrir 8 punkta hljóðkerfi og útskýringar/uppskrift fylgja. Með engu aðspurðu leyfi birtist skýringin hér:

“24 melodic loops, each of which has a different number of pitches between 1 and 24, rotate in 24 tempi and in 24 registers within a range of circa 7 octaves. The tempi 240 – 1.17 apply to sequences of 8 pulses. Thus tempo 24 means: 240 x 8 = 1920 pulses. Thus tempo 1: 1.17 x 8 = 9.36 pulses per minute”.

“The loops are successively layered on top of each other from low to high and from the slowest to the fastest tempo, and end one after another in the same order”.

“They were enlivened by manual regulation of the accelerandi and ritardandi around the respective tempo, and by quite narrow glissandi upwards and downwards around the original melodies. This was carried out by Kathinka Pasveer according to the score”

“For the first time, I have tried out superimposing 24 layers of sound, as if I had to compose the orbits of 24 moons or 24 planets (for example, the planet Saturn has 48 moons).” “If it is possible to hear everything I do not yet know – it depends on how often one can experience an 8-channel performance. In any case, the experiment is extremely fascinating”.

“What is completely new for me is the new kind of spatialization: each section of each of the 24 layers has its own spatial motion between 8 loudspeakers, which means that I had to compose 241 different trajectories in space. That sounds very technical – and it is

For the first time, I have tried out superimposing 24 layers of sound, as if I had to compose the orbits of 24 moons or 24 planets (for example, the planet Saturn has 48 moons).

For making this possible, I am grateful to Joachim Haas and Gregorio Karman, collaborators in the Expermental Studio for Acoustical Art in Freiburg.

The loops and the synchronisation were realised by my collaborator Antonio Pérez Abellán.

If it is possible to hear everything. I do not yet know – it depends on how often one can experience an 8-channel performance. In any case, the experiment is extremely fascinating!

COSMIC PULSES was commissioned by Dissonanze (Rome) and the Artistic Director Massimo Simonini of the Italian concert organisation Angelica. The world premìere took place on May 7th 2007 at the Auditorium Parco della Musica in Rome.

Karlheinz Stockhausen”

Tilvitnun lýkur.

Fyrir flutning verksins vildi ekkja hans taka það skýrt fram að ljósin verði slökkt á meðan flutningi stendur yfir í circa. 32 mínútur en fyrir myrkhrædda var tunglinu varpað á svartan vegg salarins og síðan kom hún sér fyrir í einkar kunnulegri pósu fyrir aftan mixerinn og gerði ekkert á meðan en hún var vör um sig á meðan og sleppti ekki puttunum af mixernum allt í þágu leiklistarinnar.

Júm, á kynningarfundi Slátursins vildi ég koma því á framfæri að Stockhausen var kominn útí eitt stórt leikhús og hann vissi af því, hann varð að fyrirbæri og á flutningum fékk ég aumar arfleifðir af því leikhúsi. Vissulega rómantísk sýn á tónskáld að upphefja Stockhausen, en það verður að muna að hann vann hart að því að búa til þetta leikhús sitt, hann er sitt metafýsíska Beyruth, tónlistin hans verður alltaf umlukin þessu leihúsi, það þarf kannski að fara til Beyruth til að upplifa Wagner almennilega en með Stockhausen þá þykir nóg að klæðast appelsínugulu á föstudögum!

-ÞH

Rosa Ensemble 24. september ’08 Utrecht

Written by Þráinn Hjálmarsson
fimmtudagur, 25 september 2008
Tónleikar í Utrecht miðvikudaginn 24. september 2008 – Performerar voru Rosa ensemble – sjá meira http://www.rosaensemble.nl/

Rosa ensemble á að kallast Bang on a can þeirra Hollendinga, svona meira rokkhljómsveit en þau kunna samt alveg pappírsmúsík, sem sýndi sig í frábærum flutningi á tónleikunum.

Fyrsta verk kvöldsins hét Touch yourself prt. 1 eftir Bart de Vrees og flutt af honum sjálfum, hann er slagverksleikari en sýndi skemmtilega takta í þessu sjónræna rafverki, þar sem hann sýndi viðbrögð sem gætu kallast vígaleg sem varpað var á hansagardínur, sumsé hann skapaði einhvers konar fjórða vegg með myndavél og hansagardínunni og í lokin eftir að hafa verið að berja sig í andlitið um stund, rauf hann þennan pseudo-vegg sem hann skapaði, einkar fínt verk. Það fylgdi í umræðu um verkið að það hafi verið í Gadeamus keppninni núna í ár.

Verðlaunahafi Typpahauskúpunnar voru verk Wilbert Bulsink Counterpoints f. píanó, hann hreppti hnossið, þótti skara fram úr í vondu, alls engin meðalmennska. Vegna þess að þetta var spuni var þetta gífurlega laust í sér og ekkert í boði, þetta var kannski ekki hans kvöld. Sýndi fram á hversu glatað píanóið er, handónýtt hljóðfæri. En ekki örvænta, Wilbert þessi átti líka flott slagverksstykki sem var þá skrifað út og heitir Juggling/Jong Leren (2008), pólírytmar, alveg 4:5 og 5:6 og svo var statíkin falleg.

Saxófónleikari Rosa Ensemblu, Annelies Vrieswijk lék Sequenzu IXb eftir Berio (f. Alt-saxófón) með glæsibrag, rosalega vandaður og flottur flutningur sem að skilur mig úti í kuldanum, þar sem ég get ómögulega myndað mér skoðun á þessu stykki og nokkuð mikið af Berio dótinu (þá aðallega hinar sequenzurnar, chemins II og Points on a curve to find).

Peter Jessen lék þá Tom Johnson verkið Failing: Failing: a very difficult piece for solo string bass. Það verk er smá passasamt þar sem það þrífst á skemmtilegum flytjanda og ekki var Peter leiðinlegur, hann lék þetta vel og jafnvel sannfærandi, ég er ekki dómbær á það hvort hann hafi verið sannfærandi þar sem búið var að þýða textann í verkinu og fluttur á Hollensku. Það hlóu allir á skemmtilegu stöðunum, Ég er nú meiri helvítis útlendingurinn hugsaði ég. Senda þetta úr landi!

Til að tæma listann þá var Arthur Wagenaar (mögulegt ættmenni Diderik W.?) með rafverk þar sem ég sónaðist út og man ekki neitt eftir, jafnvel einhverjar tilraunir með tónaljóð(???) og að lokum var bandið Sleep Gunner með frábært atriði þar sem þeir léku hawai/kántrí músík, gítardúó þar sem annar var hollendingur og hinn kani, einkar skemmtilegt gítarrúnk, þó var erfitt að gíra niður eftir að hafa flogið hátt með Berio og TJ en það kom fyrir rest.

Rosa Ensemble er áhugaverð, að geta boðið uppá svona fjölbreytta tónleika og virkilega gott andrúmsloft, props fyrir Rosa Ensemblunni.

-ÞH