Posted on August 13th, 2008 at 9:28 PM by aki

Written by Áki Ásgeirsson
miðvikudagur, 13 ágúst 2008

slaturludur2

Marsakeppni S.L.Á.T.U.R. er í uppsiglingu og fer fram á menningarnótt laugardaginn 23. Ágúst 2008. Fjöldi hljóðfæraleikara tekur þátt í Lúðrasveit S.L.Á.T.U.R. sem var nýstofnuð að þessu tilefni. Leiknir verða frumsamdir marsar um alla borg og endað á virðulegri verðlaunaathöfn í Listasafni Reykjavíkur.

S.L.Á.T.U.R. vill vekja athygli tónskálda á að vegna fjölda áskorana hefur frestur að skila inn mörsum verið framlengdur til föstudagsins 15. ágúst.

Veittur verður farandbikar “Keppurinn” fyrir besta marsinn og að auki verða veitt verðlaun fyrir marsa sem skara fram úr á ákveðnum sérsviðum.
Hljóðfæraskipan Lúðrasveitar S.L.Á.T.U.R. er í samræmi við hefðbundna íslenska lúðrasveit (sjá: “hvað er lúðrasveit”.) en einnig hefur heyrst að fram komi þjóðþekktur einstaklingur sem leikur á þríhorn!

Marsar skulu sendir á netfangið: slatur [att] slatur [púnktur] is