Written by Þráinn Hjálmarsson
mánudagur, 04 maà 2009
Listahátíðin Raflost verður haldin í 3.sinn dagana 5.-9.maí næstkomandi. Þar kennir ýmissa grasa og má þar sjá og heyra dans, myndlist, tónlist og kvikmyndalist. Atburðir hátíðarinnar eiga það þó sameiginlegt að nýta, rafmagn, tölvur og aðrar tækninýjungar á skapandi hátt. Á hátíðinni koma fram listamenn frá ýmsum löndum og má því sjá hin ýmsu viðfangsefni sem borið hefur á í alþjóðlegum heimi raflista. Þannig verður hægt að sjá dansara stjórna rafhljóðum, kvikmyndir sem áhorfendur geta stýrt, beint samspil hljóðs og myndar, gagnvirkar innsetningar sem notast við gervigreind og margt fleira. Aðalgestir hátíðarinnar verða þeir Tomi Knuutila, Teijo Pellinen, Chris Hales, Þórhallur Magnússon og Davíð Brynjar Franzson. Einnig munu koma fram á hátíðinni ýmsir raflistamenn frá Lorna (http://pallit.lhi.is/pikslaverk/) , Raflistafélagi Íslands (http://www.raflost.is) og S.L.Á.T.U.R. (http://www.slatur.is).
Uppákomur
fimmtudagur
Cause & Effect (http://causeandeffect.tk/)
Á fimmtudagskvöldið 7.maí verður kvikmyndasýning á vegum hátíðarinnar í Regnboganum klukkan 20:00. Þar mun finnsk/breski listahópurinn Cause & Effect sýna gagnvirkar kvikmyndir í venjulegum bíósal. Kvikmyndasýningin verður með hefðbundnu sniði, fólki er ekki meinað að koma inn í salinn með popp og kók en þegar myndirnar hefjast eru áhorfendur þáttakendur í atburðarás myndanna. Cause & Effect hafa komið víða við og sýnt gagnvirkar kvikmyndir á hinum ýmsu alþjóðlegu hátíðum.
föstudagur
Raflosti
Á föstudagskvöldið 8.maí verður sýndur afrakstur námskeiðs sem fer fram alla vikuna. Uppákoman fer fram í myndlistardeild Lisaháskólans í Laugarnesi (laugarnesvegi 91). Þar munu íslenskir og erlendir nemendur á námskeiði hátíðarinnar sýna verk sem nota jafnt hreyfingu, mynd og hljóð í tilraunakenndum uppákomum. Þar má sjá afkvæmi listrænnar og tæknilegrar nýsköpunar , sem og afkvæmi ólíkra listgreina.
laugardagur
S.L.Á.T.U.R. – magn
Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík munu standa fyrir uppákomu í Vogum á Vatnsleysuströnd. Uppákoman fer fram í Hlöðunni klukkan 12:00 laugardaginn 9.maí. Þar er áheyrendum boðið að ganga inn á tilraunastofu í gamalli hlöðu sem var áður braggi. Þar verður notað mikið rafmagn í rými sem lekur og umfram allt mikið magn af upplýsingum. Í hálfa klukkustund býðst áheyrendum að verða vitni að mörgum samhliða straumum af upplýsingum.
Lorna
Í Listasafni Suðurnesja mun raflistafélagið Lorna halda sýningu klukkan 14:30 laugardaginn 9.maí. Þar munu Páll Thayer og Ragnar Helgi sýna ýmis rafræn listaverk. Þar munu tölvur leika veigamikið hlutverk og mismuandi stig gervigreindar. Gagnvirkar innsetningar og myndbandsverk verða sýnd.
Stórleikar
Á laugardagskvöldið 9.maí klukkan 20:00 verður haldin almenn uppskeruhátíð Raflost 2009 í Sölvhóli, Sölvhólsgötu 13, bakvið hús Listaháskólans og Nemendaleikhússins. Þar munu koma fram allir helstu gestir hátíðarinnar, innlendir sem erlendir. Má þar nefna Þórhall Magnússon, Netsky, Hestbak, Ásgeir Aðalsteinsson og fleiri. Ýmsir fyrirlesarar og aðrir þáttakendur munu koma fram og eru sem fyrr framsæknar listir með miklu rafmagni í fyrirrúmi.
Fyrirlestrar
Allir fyrirlestrar verða í myndlistardeild Listaháskólans á Laugarnesvegi 91. Fyrirlestrarnir fara fram á ensku.
Þriðjudagur
16:00 Davíð Brynjar Franzson, tónskáld sem búsettur er í New York, heldur fyrirlestur sem ber yfirskriftina: “óstöðugleiki yfirborðs, óbreyting byggingar”
Miðvikudagur
16:00 Chris Hales, meðlimur Cause & Effect heldur fyrirlestur sem ber yfirskriftina: „samskipti við hreyfimyndir – hvernig og af hverju.“
Fimmtudagur
16:00 Margrét E. Ólafsdóttir, fagurfræðingur og meðlimur raflistafélagsins Lorna heldur fyrirlestur sem ber yfirskriftina: „frá þáttöku til gagnvirkni.“
Föstudagur
13:00 Þórhallur Magnússon, tónlistarmaður og listheimspekingur heldur fyrirlestur sem ber yfirskriftina: „Um þekkingarfræðileg verkfæri: Fyrirbærafræði hljóðfæra.“
Námskeið
Alla vikuna er haldið námskeið með nemendum úr finnskum listaháskólum og Listaháskóla Íslands. Námskeiðin fara fram í myndlistardeild Listaháskólans, lauganesvegi 91, frá 10:00 alla virka morgna hátíðarinnar. Niðurstaða námskeiðanna verður birt á uppákomunni Raflosti.
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Steinn Gunnarsson í síma 845-0065 (gudmundursteinn (hjá) gmail.com ).
< einnig: Þráinn Hjálmarsson í síma 697-7611
——————————————————————————————
Um RAFLOST hátíðina almennt.
RAFLOST er listahátíð fyrir alla list þar sem rafmagn og tækni er notuð í einhverri mynd, þ.e. tónlist, myndlist og hvaðeina annað sem notar rafmagn á einhverju stigi verksins.
Hátíðin var haldin í fyrsta skipi í maí 2007 og samanstóð af fyrirlestrum og tónleikum með áherslu á nýjustu tækni í raftónlist. Fram komu annars vegar heimsþekktir evrópskir raftónlistarmenn og hins vegar nemendur í raftónlist og nýmiðlum frá Listaháskóla Íslands, Tónlistarskóla Kópavogs, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Háskólanum í Reykjavík.
Árið 2008 var hátíðin haldin annað sinn. Þá var aðalgestur RAFLOSTS Morton Subotnick, einn þekktasti raftónlistarfrumkvöðull Bandaríkjanna (www.mortonsubotnick.com) Að auki var haldið námskeið í notkun rafskynjara til listsköpunar undir leiðsögn finnska margmiðlunarsérfræðingsins Teijo Pellinen. Á stórleikum RAFLOSTS komu fram hljómsveitirnar Hestbak og Netsky, Robot Opera Háskólans í Reykjavík var flutt auk verka nemenda áðurnefndra skóla.
Í ár er ætlunin að fjölga gestum hátíðarinnar auk þess að fjölga samstarfsaðilum. Nú koma í fyrsta sinn nemendur erlendis frá til að taka þátt í námskeiðinu RAFLOSTA. Það verða nemendur í margmiðlun frá listaháskóla Lapplands í Rovaniemi og nemendur frá [Media-skólanum] í Helsinki.
Markmið tónlistarhátíðarinnar Raflosts er að efla grasrót íslenskra raftónlistarmanna með því að kynna yngri kynslóðirnar fyrir nýjustu straumum erlendis frá og auka þeim þannig innblástur til afreka í framtíðinni. Um leið er þetta líka vettvangur fyrir íslensk raftónskáld að sýna hvað í þeim býr og hvetja þau til nýsköpunar.
Hátíðin mun auka aðgengi og áhuga almennings á framsækinni raftónlist. Af henni hefur ekki verið nógu mikið framboð og er markmið hátíðarinnar að bæta úr því. Um leið verður stigið stórt skref til þess að auka fjölbreytni tónlistarlífsins í Reykjavík, enda er engin önnur árviss tónlistarhátíð í gangi sem helgar sig raftónlist eða raflistum yfir höfuð.
Skipuleggjendur Raflosts eru: Áki Ásgeirsson Haraldur Karlsson Hilmar Þórðarson Ríkharður H. Friðriksson
Samstarfsaðilar: Menntamálaráðuneytið Listaháskóli Íslands Tónlistarskóli Kópavogs Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Háskólinn í Reykjavík Lapland University Helsinki … Turku … Lorna – Pikslaverk S.L.Á.T.U.R. DAMA Network
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Steinn Gunnarsson í síma 845-0065 (gudmundursteinn (hjá) gmail.com ).
einnig: Þráinn Hjálmarsson í síma 697-7611