Í kvöld, föstudaginn 27. nóvember, verður haldið Sláturdúndur á Kaffi Kúltúr eða Cultura í kjallaranum klukkan 20:00. Sökum Sláturtíðar var ekki sláturdúndur í október en þann 1.nóvember var haldið sláturdúndur í Amsterdam í Hollandi í staðinn.
Sláturdúndur að þessu sinni verður með svipuðu móti og oft áður. Leikin verða verk á mismunandi tilverustigum, frumflutningar, forflutningar og útflutningar.
SVO
upp úr kl 21:00 troða Páll Ivan Pálsson og Guðmundur Steinn Gunnarsson upp á tíunda Grapevine Grassroots kvöldinu sem haldið er á Hemma & Valda á laugavegi. Þar koma einnig fram ÖZZ frá Noregi og stórsveitin Múkkaló.
Hlökkum til að sjá sem flesta á báðum stöðum!