SLÁTUR DÚNDUR / Hlustunarpartý

Föstudagskvöldið 31. júlí efnir S.L.Á.T.U.R til hlustunarpartýs vegna væntanlegrar plötu samtakanna. Hlustunarpartýið verður haldið á skemmtistaðnum *KARAMBA*, Laugavegi 22, kl. 20:00.
Platan verður þar spiluð í gegn og auk þess verða óvæntir atburðir að hætti dúndur-kvölda samtakanna.

Höfundar verkanna á plötunni eru:
* Páll Ivan Pálsson
* Ingi Garðar Erlendsson
* Jesper Pedersen
* Guðmundur Steinn Gunnarsson
* Áki Ásgeirsson
* Davíð Brynjar Franzson
* Þráinn Hjálmarsson
* Hlynur A. Vilmarsson

PLATAN ER VÆNTANLEG Í ÁGÚST-MÁNUÐI OG MUN FÁST Í ÖLLUM BETRI HLJÓMPLÖTUVERSLUNUM LANDSINS.