Sláturdúndur

Written by Áki Ásgeirsson
þriðjudagur, 27 janúar 2009

dundur

Hrá sláturverk. Ósoðin, lauflétt og níðþung músík.

Næstkomandi föstudagskvöld 30.janúar 2009 halda S.L.Á.T.U.R.-samtökin tónleika á Kaffihúsinu Hljómalind kl.20.00. Þessir tónleikar eru þeir fyrstu í röð viðburða undir heitinu sláturdúndur. Þetta er fyrsta sláturdúndur sinnar tegundar en verður hér eftir haldið mánaðarlega, seinasta föstudag í mánuði.

Á sláturdúndri eru einungis frumflutt ný listrænt ágeng tónverk. Listrænt ágeng tónskáld umhverfis Reykjavík koma því saman ásamt listrænt ágengum hljóðfæraleikurum sem í sumum tilfellum eru tónskáldin sjálf. Í þessari mánaðarlegu seríu er ekki gert út á umgjörð og formlegheit heldur listrænt ágengi í sinni hreinustu mynd.

S.L.Á.T.U.R. eru Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík. Markmið samtakanna er að stuðla að listrænu ágengi umhverfis Reykjavík og víðar. Samtökin standa reglulega fyrir ýmsum viðburðum svo sem sumarsólstöðutónleikum, nýjárstónleikum, keppninni um keppinn, utanlandsferðum sem kynna listrænt ágengi og nú sláturdúndur. Einnig er að styttast í útgáfu af kynningargeisladisk samtakanna. Þá munu samtökin halda tónlistarhátíð síðsumars.

Um náttúru listræns ágengis

Login Register

Um náttúru listræns ágengis

classic Classic list List threaded Threaded
Locked 48 messages Options Options

Loading…
Move topic
Pin topic
Unpin topic
Lock topic
Unlock topic
Delete this topic
Delete this topic
Embed post
Permalink

123

Selected post Jan 24, 2009; 11:55am

Um náttúru listræns ágengis

Reply | Threaded | More

Loading…
Reply to author
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

pallivanonline
21 posts
This post was updated on Jan 24, 2009; 2:57pm.
“Listrænt ágengi” hefur löngum þótt snúið hugtak og menn ekki á eitt sáttir um merkingu þess og eðli.  Hér telur undirritaður að sé vettvangur af næstbestu gerð til þess að spássera um hið víðfema og grýtta flæmi sem skilgreining á hugtakinu er.  Seint á nýliðnu ári hélt Guðmundur Steinn Gunnarsson fyrirlestur þar sem hann gerði sér lítið fyrir og útskýrði hugtakið af mikilli sannfæringu en þar kom þó einungis fram eins manns skoðun og túlkun og tel ég vera pláss fyrir mun fleiri sjónarhorn.  Það er von undirritaðs að hér myndist jákvæðar og uppbyggilegar umræður um efnið sem geti með tímanum leitt okkur inn í hvern þann sannleika sem gæti verið að finna.  Ekki væri alslæmt ef einhver hluti fyrirlestrar Guðmundar Steins myndi birtast okkur hér til skemmtunar og fróðleiks.

Með virktum,
Páll Ivan Pálsson

Selected post Jan 24, 2009; 2:51pm

Re: Um náttúru listræns ágengis

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Guðmundur Steinn Gunnarssononline
Þegar ég hugsa um hvað mér finnst listrænt ágengi vera, eða einkum listrænt ágeng tónlist ef við miðum við það, þá finnst mér hægt að rúma þær hugmyndir í einni einfaldri setningu sem er eftirfarandi:

Listrænt ágeng tónlist á sem minnst undir annarri tónlist.

Semsagt að listrænt ágengi er ágengi í því að vera listrænt. Það er eins mikil list og mögulegt er. Þar á ég við eins mikil sköpun og mögulegt er. Þannig er maður ágengur í því að vera listrænn ef maður reynir eftir fremstu getu að búa til list sem á sem minnst undir annarri list.

Þetta segjir sig að mörgu leyti sjálft og kemur kannski engum á óvart. Um leið og maður blandar saman loðnum hugtökum á borð við framúrstefna (avant-garde), tilrauna (experimental), nú-hyggja (módernismi) eða síð-núhyggja (póst-módernismi) verður þetta flóknara. Sumir sjá samasemmerki milli margra þessara hugtaka og sumir sjá kannski samasemmerki milli hugtaksins listrænt ágengi og áður talinna erlendra fyrirbæra. Það geri ég ekki.

Um áðurnefnd erlend hugtök gæti ég skrifað langa ritgerð um, muninn á uppruna og notkun gegnum tíðina, hvaða merkingu þau hafa í mismunandi listformum og á mismunandi tímum en nema einhver hafi sérstaklega aðra skoðun á því finnst mér ekki ástæða til þess að ræða það frekar.

En fyrir mér er listrænt ágengi það þegar einhver ákveður að búa sem til mest af sinni list. Í tónlist getur það þýtt algjörlega sjálfskapað tónmál, hljóðfæri eða hljóðfæranotkun, hljóð, forrit, nótnaskrift, hrynkerfi, stillingakerfi, sviðsuppsetningu, hlutverk í rými, lengd og eðli og jafnvel sjálfskapaða framsetningu. Allt þetta nefni ég sem dæmi, fýsísk og augljós dæmi um eitthvað sem tónskáld gæti þurft að gera til að fara alla leið með hugmyndir og vera eins skapandi og viðkomandi mögulega getur. Þess vegna er listrænt ágengi ekki auðveldlega stimpill sem aðrir setja á mann heldur hlýtur það að vera eitthvað sem hver á við sig. Listrænt ágengi hlýtur því að vera persónulegt markmið en ekki staðlaður áfangi sem einhver nær. Markmiðið hlýtur því að vera það að verða sífellt listrænt ágengari, því það hlýtur að þurfa að gerast í skrefum og er ekki unnið á einum degi.

Einnig hlýtur það að vera að sá sem er virkilega listrænt ágengur gæti einangrast mjög mikið. Það er óumflýjanlegt. Þar með finnst mér tilgangur með samtökum sem slátri að búa til samfélag og samkomulag milli ákveðinna eylanda sem geta hjálpað hvert öðru. Þannig gætu eylöndin farið smátt og smátt að eiga eitthvað undir hvor öðrum. Ég tel að það sé vel því ef eylöndin hafa samskipti og viðskipti sín á milli og styrkja hvort annað þannig ná þau að halda sér sem sjálfstæðust frá hvers konar meginlöndum. Samræðan milli eylanda sem jafnvel getur falið í sér deilur og ádeilur, í bland við uppbyggileika og hlýju, styrkir hvert eyland sjálft sig og hin sambærilegu eylönd um leið.

Á fyrirlestri mínum um listrænt ágengi notaði ég aðra myndlíkingu yfir svipaðan hlut þar sem ég talaði um stóru og litlu tannhjól tónlistarsamfélaga. Stóra og litla tannhjólið snúa hvert öðru, en til hliðar eru mörg pínulítil tannhjól sem snúast sjálfstætt, snúa hvert öðru og snerta hvergi hið stóra og litla.

Þetta eru í grófum dráttum mínar hugmyndir um listrænt ágengi.

Virðingarfyllst,
Guðmundur Steinn Gunnarsson

Selected post Jan 24, 2009; 3:05pm

Re: Um náttúru listræns ágengis

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Guðmundur Steinn Gunnarssononline
Nú er fyrirlesturinn kominn í gagnasafnið á slátursíðunni, undir texti. Það er sumsé powerpoint fyrirlestrargögn í pdf skjali.
Selected post Jan 27, 2009; 1:37pm

Re: Um náttúru listræns ágengis

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Akionline
1 post
Fallegar glærur Steini.
Skýr og hrein framsetning.  Samt hef ég efasemdir um hlutirnir séu svona skýrt skornir í efnisheimi samskipta og listmenningar.  Er nýja tannhjólið í raun og veru til?  Það væri vissulega fagurt ef einhver hlutur væri algerlega óháður umhverfi sínu en svo er það því miður ekki.  Heimurinn er búinn til úr mörgum tannhjólum í öllum stærðum og gerðum sem hafa mismikil áhrif á öll hin tannhjólin.  Þannig er allur matur sem maður hefur étið hluti af manni sjálfum og öll tónlist sem maður hefur heyrt og upplifað hluti af skilningi manns á því hvað tónlist er.  Hitt er síðan annað mál að eðlilegt væri að leitast við að borða fersk matvæli og njóta nýrrar tónlistar umfram gamallar.
Selected post Jan 28, 2009; 8:01pm

Re: Um náttúru listræns ágengis

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Guðmundur Steinn Gunnarssononline
Jú vissulega. Auðvitað verða tannhjólin aldrei fyllilega aðskilin. Ég er að reyna að lýsa hugarfarslegu markmiði, frekar en raunveruleika í efnisheimi. Eitthvert gullið markmið. Maður getur ekki aðskilið sig fullkomlega frá öllu samfélagslegu, en maður getur komist nálægt því.

Mér finnst ég ekki vera að tala um að hafa blöðkur við gagnaugun eins og götuhestur og sjá ekki til hliðanna. Því þekking og skilningur á því þekkta og almenna gefur manni færi til að slíta sig frá því.

En ef maður hefur ekkert markmið er eðlilegt að málamiðla allt að gefnum almennum stöðlum. Maður fellur ómeðvitað inn í ríkjandi staðla ef maður hefur það ekki að markmiði að slíta sig frá þeim.

Þegar við tölum saman núna erum við að ganga útfrá mörgum hlutum sem vísum og hljóðtákn þessi sem ég birti tal mitt með hefur frekar afmarkaðar merkingar festar við sig. Einnig höfum við mikið af sameiginlegri menntun og þekkingu á listum og fleira sem er ákveðinn grundvöllur skilnings í öllum þeim samskiptum sem hér fara fram. Þó tónlist öðlist aldrei eins skýran sameiginlegan merkingarramma eru þó ákveðin merki sem eru frekar stöðluð, auk þess sem utanáliggjandi tæknileg atriði takmarka alltaf útkomuna ofan í ákveðið mót ef ekki er sérstaklega spornað við því.

Hugarfarið sem maður tileinkar sér og sjónarmið gagnvart tónsmíðum hefur alltaf mikil áhrif á útkomuna, meðvituð og ómeðvituð. Sá sem vill vera nýtt tannhjól gerir öðruvísi tónlist en sá sem gerir það ekki jafnvel þótt tannhjólið reynist ekkert vera svo nýtt fyrir öllum öðrum. Því hlýtur allt annað hugarfar að liggja að baki þegar tilvísanir og hinn sameiginlegi þekkingarbrunnur vestrænna áheyrenda er notaður skýrt og greinilega.

Mér fannst ábendingar Áka vera gott innlegg inn í umræðuna og bendir á hnökrana sem felast í svona algjörleika í hugarfari. Þó held ég að það sé greinilegt á tónlist sem maður heyrir hvort fólk hafi þess háttar hugarfar eða hvort hugarfarið virðist vera að reyna að tala algilt tungumál. En mér finnst umræða sem þessi gefa möguleika á að kanna hvort fólk hafi raunverulega svipuð viðhorf til listsköpunnar.

Selected post Jan 31, 2009; 6:49pm

Re: Um náttúru listræns ágengis

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Þráinn Hjálmarssononline
Það er mikilvægt að hafa einhverja stefnu í sínum málum, eins og að reyna að slíta sig frá einhverju, það eru engu að síður mýmörg dæmi um það að niðurstaða þess að ætla sér að slíta sig frá einhverju verður það til hins gagnstæða. Það er að segja að í stað þess að hlutirnir færist frá, þá dragist þeir nær því sem reynt var að slíta sig frá.

Að eigin mati tel ég að það sem einkennir listræna ágengi er frekar hugarfarið sem einkennir aðkomuna á tónlistina, þetta er viss teólógía, markviss leit og forvitni og einkennist af því að taka á hlutunum á efnislegan hátt. Til þess að taka á hlutunum á þann hátt verður að beita vissri tækni sem ekki felur í sér að hugsa um tónlist sem „fallega“, „guðlega“ eða styðjast við aðrar óljósar útskýringar. Þessi tækni er kannski það sem leitað er að í teólógíunni.

Skilningur er forsenda „framfara“.

Selected post Feb 01, 2009; 1:40pm

Re: Um náttúru listræns ágengis

Reply | Threaded | More

Loading…
Reply to author
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

pallivanonline
21 posts
Að vera listrænt ágengur virðist krefjast einbeitts brotavilja; krefjast þess að stefna meðvitað að tannhjólasmíð með fullri meðvitund um samhengi sitt.  Þetta er langt og strangt ferli sem heimtar endurskoðun á lærðum gildum, skilgreiningum á list, fegurð, sköpun og gæðum.  Baráttan við þyngdarlögmálið; ef þú slekkur á hinum listrænt ágengu þyrluspöðum muntu sjálfkrafa hrapa niður til hinnar hefðbundnu meinstrím jarðar.  Án þess að spyrna kemstu ekkert. Ágengni krefst orku og einbeitingar.

Þetta á við hinn almenna borgara eins og td. meðlimi sláturs.  Við erum í grunninn ekki sniðugir, við búum ekki yfir snilld og frelsi, við erum afsprengi umhverfis okkar sem er dóminerað af hinu almenna; lægsta samnefnaranum fræga. Þess vegna er mikilvægt að vera duglegur, einbeittur og meðvitaður.

Til er list sem hefur svipuð einkenni og hin einbeitt ágenga.  List sem hefur sterkan heildarsvip, lætur lítið stjórnast af hinu almenna og lærða (þó auðvitað að einhverju leyti), en nær þessu fram á fullkomlega fyrirhafnarlausann hátt.  l´Art Brut eða outsider art; list geðsjúkra, list fatlaðra, list hinna einangruðu. List þeirra sem skapa án listræns samhengis (að sjálfsögðu til undantekningar), list einstaklinga. Ómeðvituð list, list sem krefst klassísku spurningarinnar: Er þetta list?

Það hlýtur að vera takmark hvers listræns ágengs listamanns að ná slíku valdi á ágengninni að hún setjist að í undirmeðvitundinni, verði fyrirhafnarminni og þannig myndist svigrúm til fullkomnunar, afgangs orka því þurfum hana ekki lengur alla til að knýja spaðana.


ADOLF WÖLFLI 1864-1930

http://psychevanhetfolk.homestead.com/Adolf_Woelfli.html

Selected post Feb 01, 2009; 5:24pm

Re: Um náttúru listræns ágengis

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

David Brynjar Franzsononline
Ég get tekið undir það að einbeittur brotavilji er ein af helstu undirstöðunum í ágengri listsköpun, en það er spurning um hvenær það er nóg, því eins og Guðmundur bendir á þá getur það farið eftir samhenginu sem listsköpun og listnautn fer fram í hvort eitthvað skilar sér sem ágengt eða ekki. Það dregur einnig upp aðra spurningu sem er hvort ágengnin geti yfir höfuð verið úniversalli komið til skila til áheyrenda, og þá einnig hvort það sé yfir höfuð eitthvað til að sækjast eftir, eða hvort ágengnin hafi meira að gera með það hversu ethical sköpunarferlið sé.
Það sem ég er í raun að segja er að ég sé tvær mismunandi brautir hér. Önnur er listræn ágengni í sköpunarferlinu, sem í raun er bara að segja að það sé skilda tónskáldsins að reyna að brjóta niður þá veggi sem hann rekst á í sköpunarferlinu, hvort sem það eru hans eigin fordómar eða þess samfélags sem hann stendur að sköpun sinni innan. Þessi fyrri breit er sem sagt ethísk, það er skilda tónskáldsins gagnvart sjálfum sér að vera listrænt ágengur. Og svo á hinn veginn þá er það listræn ágengni sem hluti af yfirborði verks, þ.e.a.s að eitthvað við verkið sjálft aktívt gangi gegn þeim viðurkennda samfélagsstrúktúr sem myndar umhverfi verksins. Þessi seinni braut er þar með í raun situationísk: það er skilda tónskáldsins að fórna sjálfum sér — sem meðseks fulltrúa þess samfélags sem hann tekur þátt í og stendur fyrir — í gegnum ágengni í tónlistinni sjálfri.
Selected post Feb 02, 2009; 12:28am

Re: Um náttúru listræns ágengis

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Guðmundur Steinn Gunnarssononline
Af þessu sem Davíð segjir er ég eiginlega aðallega sammála tillögu númer 1 um persónulegt listrænt ágengi. Ég tel að maður geti ekkert alltaf verið að sprengja utan af sér alla samfélagslega ramma því þegar öllu er á botninn hvolft er það bara fólk að koma eða koma ekki á tónleika. Mér finnst persónulega að ef listrænt ágeng framsetning hafi verið viðurkennd þá er nóg að henni sé viðhaldið, því það mun skapa meira sjálfstæði en að reyna bara að fara einhvern veginn gegn norminu sem er. S.s. ég held að í öllum tilfellum sé sterkara að skapa ný norm og standa fullkomlega með þeim, heldur en að stefna alltaf gegn norminu sama hvað það er og vera þar af leiðandi alltaf í beinum díalóg við það og beinn áhrifaþáttur þess. En ég held að listrænt ágengi verði að vera fyrst og fremst persónulegt. Spurningin er þá, er hægt að setja út á það sem fólk gerir persónulega og spurt hvort einhver sé raunverulega að vera listrænt ágengur eða er það alltaf undir hverjum og einum komið. Er hægt að gagnrýna aðra fyrir og efast um hvort þeir séu að vera listrænt ágengir? Það er erfið spurning.
Ég var mjög sammála Páli í þessu samhengi,  með spaðana og það að menn eru ekkert merkilegir eða listrænt ágengir í sjálfu sér. Hins vegar geta menn látið ágengi af sér leiða með mikilli fyrirhöfn og ágengi getur komið fyrir fólk en enginn getur verið listrænt ágengur í eðli sínu. Þess vegna er þetta alltaf persónulegt markmið eða tímabundið ástand en ekki einhver stimpill sem maður nær. Þó er ég sammála þessu síðasta sem palli sagði, að um leið og maður hefur búið sér til stoðir og tileinkað sér þær er komið stýrikerfi í gang sem hægt er að keyra ofan á. En ég hef ímyndað mér að fólk geti orðið ósammála um þann punkt.
Ég er hins vegar ekkert sérstaklega sammála Þránni og mér fannst punktar sem hann sagði vera dæmi um þreyttar módernískar hugmyndir. Undarlegt að nota orðið teólógía í því samhengi. Ég held í fyrsta lagi að maður skilur sig ekki neitt frá hlutum nema að ætla það. Auk þess finnst mér ekkert að því að ætla að gera fallega og guðlega tónlist. Svo lengi sem það er algjörlega undir manns dýpsta og innsta eigin skilningi á fallegu og guðlegu en ekki samfélagslegum skilningi um það. Persónulega vil ég halda alvöru pólitík og trúmálum út úr svona samræðum því ég held að fólk geti verið sammála um listrænt ágengi án þess að vera sammála á þeim sviðum. Nýfrjálshyggjumenn, nasistar, anarkistar, kommúnistar, múslimar, kaþólikkar, búddistar, gyðingar og trúleysingjar ættu að geta haft svipaða hugmynd um listrænt ágengi þótt þeir væru ósammála um hvernig þjóðhagsskipulag eigi að vera eða hvering giftingar eigi að fara fram. Þetta segji ég líka vegna þess að ég hef kannski aðrar hugmyndir um andleg málefni en sumir í samtökunum og það er bara fínt. Vissulega finnst mér mikilvægt að hafa þekkingu, vita hvað maður kann svo maður geti eyðilagt það og byggt nýtt á meðvitaðan hátt. Hins vegar í 90% tilfella í öllu veit enginn neitt af hverju neitt gerist. Skilningur er forsenda framfara en ef maður áttar sig ekki á því að flesta hluti mun maður aldrei skilja er maður fastur í svartholi. Persónulega hef ég hrifist mjög af skrifum Cage um Satie og marsinn gegn skilningi. Fólk vill blekkja sig að það skilji miklu meira en það gerir. Ef maður skilur allt svona vel, af hverju er maður þá að gera tónlist? Nú er til fólk sem eyðir öllum sínum kröftum í að leitast við að skilja það. Slíkt tel ég algjörlega tilgangslaust. Hvernig gæti mús hugsanlega skilið af hverju henni finnst ostur góður?
Selected post Feb 02, 2009; 1:27am

Re: Um náttúru listræns ágengis

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Gunnar Karelonline
ég er á þeirri skoðun að þessi umræða sé bráðum komin út fyrir öll mörk ágengni. ágengni er gjörð en ekki raunverulegur skilningur, þ.e.a.s. ganga á skilning einhvers eða einhverra á því hvað telst vera listrænt. hversu mikið sem rætt er um þetta þá verður ekki til í raun nein nýsköpun nema með miðlun og framkvæmd. do or die tel ég vera megininntak ágengis í listum.

við getum í raun eins og fram hefur komið lært mikið af myndlist sem hefur raun skapað norm í kringum ágengni með því að fást nánast eingöngu við það síðastliðin 30 ár. fólk í dag hefur fjarlægt nánast fullkomnlega alla þröskulda fyrir því hvað er og hvað er ekki list. þeir sem verða sjokkeraðir eða móðgaðir eru í raun sem er ekkert vit í að hafa áhrif á.

hafa gaman af og vekja upp spurningar virðist skipta meira máli heldur en að breyta raunverulega hugarfari fólks gagnvart listum, og þá sér í lagi tónlist. fólk sem lætur sig ágengni máli skipta er íraun sjálft ágengt, ekki nauðsynlega á aðra heldur mun meira á sig sjálft.

ég er samt sem áður nokkuð sammála mörgu af .ví sem hefur verið sagt nema hvað að í reun eru langlokur gjörsamlega óþarfar í þessu samhengi

Selected post Feb 02, 2009; 10:11am

Re: Um náttúru listræns ágengis

Reply | Threaded | More

Loading…
Reply to author
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

pallivanonline
21 posts
Að gera án greiningar leiðir mann að meðalmennskunni því það eru svo sterk öfl sem hafa áhrif á gjörðir okkar.  Default “gerum bara eitthvað ágengt” stillingin er því miður hin almenna braut.  Það mætti skipta hugsunum okkar í tvennt; verbal og non-verbal.  Dýrin, sem aldrei breytast og geta seint talist listrænt ágeng, hafa einungis úr non-verbal hugsunum að moða(sennilega umdeilt).  Að geta hugsað í orðum (tungumál) er það sem aðgreinir okkur frá hinum statísku dýrum.  Súrrealistarnir reyndu að sökkva sér ofan í undirmeðvitundina, að hámarka notkun non-verbal hugsunar til listsköpunar og er það vel en þeir hefðu sennilega ekki gert það án þess að ræða það eitthvað (eigum við að ræða það eitthvað?) Auk þess að um leið og þeir hættu að ræða það (ímyndaður tímapunktur og ímyndað kollektíf) varð súrrealisminn statískur og fyrirsjáanlegur.

Þetta er einmitt vettvangur fyrir langlokur og umræður því þær eru sennilega einn af hinum mikilvægu lyklum að listrænu ágengi. Gaman samt að sjá þig taka þátt í því sem þú trúir ekki á.

Selected post Feb 02, 2009; 12:41pm

Re: Um náttúru listræns ágengis

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Guðmundur Steinn Gunnarssononline
Líkt og svo oft áður er ég hjartanlega sammála Páli. Ég tel langlokur mjög mikilvægar í þessu samhengi af því að menn virðast ekki alveg sammála um þetta hugtak. Þá er ég ekki að segja að það sé nauðsynlegt að vera sammála um það en maður er forvitinn að sjá einmitt hvort sumir hafi allt aðra hugmynd um þetta. Það gefur til dæmis augaleið að maður sem snýr við Mozart verki sem alveg allir þekkja og gerir ekkert annað við það hefur gjörsamlega allt aðrar hugmyndir um listrænt ágengi heldur en ég. Þær hugmyndir og mótivasjónir væri gaman að fá upp í dagsljósið því þá kemur líka í ljós hvort raunverulega sé um sameiginlegan grundvöll að ræða. En eins og ég hef áður sagt held ég að listrænt ágengi verði ávallt persónulegt og ekki undir einum að dæma hvað er listrænt ágengt og hvað ekki. Því held ég að það sé gott að fá spil fólks upp á borðið til að forða frekari illdeilur og ósætti síðar meir.

Ég er sammála því sem Gunnar Karel segjir um myndlist. En getur myndlist verið ágeng lengur. Er hún ekki föst í því að vera undantekning frá því að vera málverk og of hnýtt inn í sögulega hluti til að virkilega standa á eigin fótum? Hefðu myglandi súkkulaðiskúlptúrar einhverja merkingu nema bara af því að þeir eru ekki eitthvað annað. Þetta tengist öðru málefni sem mér finnst vera mjög umdeilanlegt og ég mun koma að síðar sem er, hvort er ágengara að gera alltaf alveg nýtt miðað við það sem er til eða gera marga hluti byggða á svipuðum hugmyndum og aðferðum sem heildstæðari fullyrðingu.

Hins vegar er ég auglsjóslega ósammála fullyrðingu Gunnars um hvað listrænt ágengi er því ég tel að það hafi ekki að gera með skilning annarra og að víkka hann. Mér finnst þetta í raun einskorðast við það að listrænt ágengi hlýtur að vera það að vera sem mest listrænn, skapa sem mest af því sem maður gerir. Þá skiptir engu þó að einhver komi og segji, „þetta er alveg eins og Norsk þjóðlagatónlist á 17.öld,“ ef sá sem skapar vissi ekkert af því. Samkvæmt sinni bestu vitund var viðkomandi kannski að reyna að vera eins listrænt ágengur og mögulegt er. Kannski finnst fólki það skemmtilegt, leiðinlegt, furðulegt eða kemur því ekkert á óvart. Í sjálfu sér finnst mér það ekki aðalatriði. Af þessum ástæðum finnst mér ekki ástæða og mjög varhugavert að setja samasemmerki milli framúrstefnu og listræns ágengis en ég er kannski einn þeirrar skoðunnar.

En það að taka verk sem allir þekkja í heilu lagi og snúa því við get ég ekki séð útfrá neinum útskýringum sem fram hafa komið að geti talist listrænt ágengt. Því væri gaman að heyra frá höfundi verksins WM hvernig hann lítur á málið.

Selected post Feb 02, 2009; 2:46pm

Re: Um náttúru listræns ágengis

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Gunnar Karel Mássononline
þótt svo að langlokur geta verið góðar á bragðið þýðir það ekki að þær séu gerðar úr kvalitet hráefnum.

hinsvegar þá tel ég það að vera ágengur á listrænum grundvelli hafi gífurlega mikið með persepsjón af viðkomandi list að gera.
þótt svo að manneskja viti ekkert hvað hún er gera getur hún varla talist ágeng ef hún er ekki að reyna að breyta sinni eða annarra sýn á því listformi sem tilraunin er framkvæmd í.

það sem telst vera ágengt í dag hefur oft minna að gera með skilning af mjög mörgum ástæðum, þá aðallega vegna ístöðuleysis gagnvart því sem fólki finnst vra “fallegt”.

ef við lítum á þróunina á síðastliðnum árum þá sést það mjög greinilega að aukið vægi hefur verið lagt á að skemmta og gleðja frekar en að auka á framfarir í listum.

meirihluti listar er í raun yfirborðskenndar tilraunir fólks til að vera “einlægt”.

ég hef hinsvegar mjög gaman af því að segja það sem mér finnst og tel ég að þessi vettvangur sé mjög tilvalinn til þess. ég er bara hrifnari af langloku úr fínu brauði með parmaskinku frekar en hrátt brauð með spam.

Selected post Feb 02, 2009; 4:35pm

Re: Um náttúru listræns ágengis

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

David Brynjar Franzsononline
In reply to this post by Guðmundur Steinn Gunnarsson
Ég verð hér að taka undir með Guðmundi þar sem hann spyr (án spurningarmerkis reyndar): “hvort er ágengara að gera alltaf alveg nýtt miðað við það sem er til eða gera marga hluti byggða á svipuðum hugmyndum og aðferðum sem heildstæðari fullyrðingu.”

Þetta er kannski ekki alveg spurning varðandi listrænt ágengi og ætti kannski heima í nýjum þræði því þetta velltir upp því hvort hið stærra próject listamanns, i.e. vinnustofan hans eða hausin á honum er það sem er listrænt ágengt, og objektin eða artífaktarnir sem hann þá framleiðir séu listrænt ágengir hvað varðar þetta prójekt, og innan samhengis kanónu þessa listamans séu þar með lesnir sem ágengir eða lesnir sem ágengir afþví þeir eru hluti af kanónu þessa listamans.

Besta dæmið sem ég man eftir um slíka ágenga list er Bruce Neuman sem varð svo stressaður eftir að útskrifast úr listaskóla að hann rölti endalaust um autt stúdíóið sitt og velti því fyrir sér hvað hann ætti eiginlega að vera að gera. Þegar svo kom að fyrstu sýningu þá var hann ekki búnað gera neitt síðustu sex mánuði nema rölta um og leggja sig á gólfinu. Þá fattaði hann allt í einu að list er það sem listamaðurinn gerir í stúdíóinu sínu svo hann fór og tók sig upp á vídeo röltandi um stúdíóið og setti á sýningu. Næsta verk var fólk á vídeó að reyna að sökkva inn í steinsteypugólf o.s.frv. Núna gerir hann vídeó af því sem gerist í stúdíóinu sínu á nóttunni þegar hann er ekki þar, og ég hef líka séð verk þar sem hann skrifaði upp allt sem hann sá gerast á vídeóinu af vinnustofunni sinn á meðan hann var ekki þar.

Ástæðan fyrir því að ég blaðra þetta er sú að verkin hans eru ennþá ágeng, sérstaklega ef maður veit eitthvað um baksöguna og getur séð hvernig hann er enn að ýta áfram sömu hugmyndinni 40 árum seinna og ekki að slappa af í að finna nýja fleti til að rannsaka á þessu prójekti.

Ágengni er kannski spurning um að endast og ekki sveiflast um of til og frá til að þóknast eða fylgja.

Selected post Feb 02, 2009; 6:18pm

Re: Um náttúru listræns ágengis

Reply | Threaded | More

Loading…
Reply to author
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Ingi Garðar Erlendssononline
10 posts
In reply to this post by Guðmundur Steinn Gunnarsson
Jæja, Þráinn lét mig vita af þessari umræðu og ég náttúrulega skellti mér á registeringu.
Er ekki búin að lesa allt. Sumu er ég sammála, annað er á gráu svæði og svo er ég ósammála öðru.
Bara eins og gengur. Ég þarf að hugsa aðeins betur um þetta. Hvort WM er ágengt eða ekki er ég ekki viss um og skiptir ekki máli. Þarf að fá mér mat og svo kemur kannski einhver langloka.
Selected post Feb 02, 2009; 10:45pm

Re: Um náttúru listræns ágengis

Reply | Threaded | More

Loading…
Reply to author
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Ingi Garðar Erlendssononline
10 posts
Listrænt ágeng tónlist á sem minnst undir annarri tónlist. G.S.Gunnarsson
Þessari fullyrðingu er ég að flestu leiti sammála. Þó set ég smá spurningamerki við þessa staðhæfingu. Tek hér smá klassískt dæmi. Mér hefur alltaf fundist Charles Ives vera dæmi um mann sem var ágengur í sinni tónsköpun, e.t.v. eitthvað sem ég þarf að endurskoða!!!. Tónlistin er ekki endilega svo ágeng í nútímasamfélagi en aðferðir hans eru og voru ágengar að mínu mati. Ef ég skil þessa fullyrðingu rétt þá telst G.S. Gunnarsson Ives ekki hafa verið ágengan. Fyrir mér er aðferð við tónsköpun einnig mikið hugðarefni. Þá er reyndar von mín að í staðhæfingu G.S.Gunnarsson sé líka átt við gamlar tónsmíðaaðferðir. Þannig að fyrir mér skiptir minna máli hvað heyrist heldur aðferðin í verkum C.Ives
Úr því að verk mitt WM barst til tals og spurning hvort það hafi verið ágengt tónverk fékk mig dálitið til að spá aðeins í því með það í huga að Guðmundur Steinn hefur lagt sinn sleggjudóm og dæmt verkið óágengt.
Þrátt fyrir óágengi verksins finnst mér verkið hafa tekist mjög vel og framar vonum alveg.
Nú greini ég frá tildrögum verksins: Þegar boð um að skrifa verk fyrir mörg fagott og hugsanlega 2 kontrafagott langaði mig strax að skrifa verk um speglun, tónlist á hvolfi. Eftir margar misheppnaðar tilraunir, þá fékk ég þá hugmynd að auðvitað væri best að sína tónlist á hvolfi með því að draga fram frægasta verk tónsögunnar og hafa það bara speglað (kannski heimskulegt að vilja gera verk bara um speglun en ég læt það liggja á milli hluta). Verkið er ekki um Mozart eða aðra tónlist. Verkið er um speglun. Ef ég myndi til að mynda vera myndlistarmaður og langaði að gera verk um speglun þá myndi ég örugglega taka Mónu Lísu (úr því Jónas Sen nefndi hana) og hafa hana á hvolfi. Fyrir mér er aðferðin og það litla verk sem var gert á verki Mozarts ágengt. Fyrir mér er aðferðin verkið. Að geta skemmt misjöfnu fólki í 5 mínútur við að hlusta á eina aðferð er bara aukaplús. Svo er annað mál hvort um sé að ræða smekklaust athæfi?
Annars finnst mér staðhæfing Steina vera það fallega að ég er til í að berjast fyrir henni fram í rauðan dauðann. Ég er sammála henni, næstum því.
Þá að öðru sem er stöðnun í eigin ágengni. Hafa hljóðskaparar bara eitt líf? Á því sem ég hef lesið hefur það verið lögð dálítil áhersla á að ágegni sannist með áframhaldi á sömu pælíngu með nýju samhengi, ef ég hef skilið textann rétt. Þessu get ég ekki verið sammála.
Jæja nóg í bili, ætli það sé nokkuð vit í þessu eftir allt saman.
Ingi Garðar
Selected post Feb 03, 2009; 12:00am

Re: Um náttúru listræns ágengis

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Þráinn Hjálmarssononline
Smá innskot (semi-irrelevant), ég rakst á nokkuð vandaða grein eftir Viðar Þorsteinsson sem birtist í Skírni vorið 2006 sem heitir „Nýhil, eða vandi hins nýja“, í greininni er tekist á við viðhorf til róttæknis í listsköpun. Ég treysti mér ekki að lýsa greininni nánar, en hún er að mínu mati skyldulesning til þess að koma þessari umræðu eitthvað lengra (þessi umræða er auðvitað ekki ný af nálinni, en ofanálagt lentu Nýhilstar í aðstöðu þar sem peningar streymdu inn, (vegna þess að það þótti flott að styrkja við listalífið) og þessi umræða var nokkuð mikilvæg til þess að núlstilla kompásinn).

Langlokur innihalda næringu.

Selected post Feb 03, 2009; 12:16am

Re: Um náttúru listræns ágengis

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

David Brynjar Franzsononline
Til að andmæla og meðmæla svari Inga þá er best að byrja á að skýra það út að ég á alls ekki við að skapari eigi bara að gera einn hlut að eilífu og þenja hann út. Það sem ég á við er að eintaklingur getur líka verið ágengur (áhersla á líka) þótt svo að sumir artifaktarnir sem eftir hann lyggja séu ekki endilega bullandi ágengni svo lengi sem þeir spretta úr einhverri ágengri hugsun sem er gegnumgangandi í sköpun þess einstaklings. Sem sagt að það sé líka hægt að vera ágengur í projekti en ekki bara í yfirborði.

Ingi dregur líka fram aðra hugsun sem er einfaldlega hvort það að hafa tónleika með 8 fagottum bjóði upp á eitthvað annað en almenna stöðnun þar sem formatið sjálft sé svo týpískt og hefðbundið ágengt að það kalli á að eitthvað gerist sem geti ekki flokkast undir ágengni. Er ekki viss áhætta á stöðnun fólgin í að taka format sem átómatískt framleiðir “ágeng” verk?

Selected post Feb 03, 2009; 2:02am

Re: Um náttúru listræns ágengis

Reply | Threaded | More

Loading…
Reply to author
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

pallivanonline
21 posts
In reply to this post by Ingi Garðar Erlendsson
Það sem væri gaman að vita:

“Eftir margar misheppnaðar tilraunir, þá fékk ég þá hugmynd að auðvitað væri best að sína tónlist á hvolfi með því að draga fram frægasta verk tónsögunnar og hafa það bara speglað”
Rannstu út á tíma og notaðir eitthvað plöggin í nótnaskriftarforriti bara til þess að senda eitthvað?

“Þrátt fyrir óágengi verksins finnst mér verkið hafa tekist mjög vel og framar vonum alveg.”
Hvernig hefði það getað tekist illa? Hvaða gæðamat notarðu í þessu tilfelli?


“Fyrir mér er aðferðin og það litla verk sem var gert á verki Mozarts ágengt.” “Verkið er ekki um Mozart eða aðra tónlist. Verkið er um speglun.” “Fyrir mér er aðferðin verkið.”

Lítur þú á það sem persónulega listrænt ágengt fyrir þig sem listamann að hafa speglað mozartstykki?

Páll Dónatus Pílatus

Selected post Feb 03, 2009; 8:32am

Re: Um náttúru listræns ágengis

Reply | Threaded | More

Loading…
Reply to author
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Ingi Garðar Erlendssononline
10 posts
Það sem væri gaman að vita:

“Eftir margar misheppnaðar tilraunir, þá fékk ég þá hugmynd að auðvitað væri best að sína tónlist á hvolfi með því að draga fram frægasta verk tónsögunnar og hafa það bara speglað”
Rannstu út á tíma og notaðir eitthvað plöggin í nótnaskriftarforriti bara til þess að senda eitthvað?
Hvort að listamaður rennur út á tíma eða einfaldleiki í hjálpartæki ákveðins forrits við aðferðarvinnu verksins hefur ekkert með ágengi að gera. (Reyndar rann ég ekki út á tíma því það tók sinn tíma að útfæra verkið fyrir 10 spilara með 5 auðveldari pörtum.)

“Þrátt fyrir óágengi verksins finnst mér verkið hafa tekist mjög vel og framar vonum alveg.”
Hvernig hefði það getað tekist illa? Hvaða gæðamat notarðu í þessu tilfelli?
Það hefði tekist illa ef engin hefði áttað sig á því að um væri speglað verk að ræða. Eina gæðamatið mitt í þessu tilfelli er hvort aðferðin hafi komist til skila og það gerði hún. (Þarna er setningin tekin úr samhengi þar sem orðið óágengi er orð G.S. Gunnarssonar)

“Fyrir mér er aðferðin og það litla verk sem var gert á verki Mozarts ágengt.” “Verkið er ekki um Mozart eða aðra tónlist. Verkið er um speglun.” “Fyrir mér er aðferðin verkið.”
Lítur þú á það sem persónulega listrænt ágengt fyrir þig sem listamann að hafa speglað mozartstykki?
Hvort verkið er ágengt er ég ekki viss um. Það er ekki mitt að dæma heldur. Í síðustu færslu gerði ég þau mistök að skrifa að aðferðin væri ágeng og aðferðin er verkið svo sama sem verkið er ágengt.
Hins vegar held ég að fyrir mig hafi það verið rosalega fín þerapía að gera verkið og fá það flutt.
Þá hefði verkið aldrei verið skrifað fyrir annað en 10 fagott. Að hafa 10 fagott gerir það dálítið að verkum að nánast hvað sem er virkar. Mun alltaf verða geðveikt. Svo sándið fékk ég ókeypis og þurfti ekki að gera neitt annað en að spegla. Það er smá annað mál ef ég hefði skrifað verkið fyrir 10 strengi.
Sama má segja um aðstæður. Aðstæður þar sem 10 tónskáld voru að skrifa nokkuð linsoðin verk (verk skrifað á stuttum tíma) þá fannst mér gott að senda inn verk sem myndi örugglega hljóma allt öðruvísi.
Hvort verkið er ágengt veit ég ekki enn. Fyrir mig var þetta persónulega listrænt ágengi á það sem ég hef áður fengist við, já og ég er ekki hættur.

ingi

123

Free Embeddable Forum powered by Nabble

Fartölvutónleikar

Written by Áki Ásgeirsson
fimmtudagur, 22 janúar 2009

LÖGUN – laptop orchestra

Lars frá Mars leikur ásamt íslendingum.

Kl 20:00 Föstudag 23. janúar 2009
Kaffi Hljómalind

Endilega mæta. Líf og fjör. Fullt af fartölvum. Líf og fjör. Byrjar klukkan átta. Líf og fjör. Endilega mæta. Stemnming. Mæta. Endnilega.

lars-from-mars-concertflyer2

FAGOTTLEIKAR S.L.Á.T.U.R.

Written by Áki Ásgeirsson
föstudagur, 02 janúar 2009

faggoottflyer-02

Nýárs-Fagotttónleikar SLÁTUR verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík föstudagskvöldið 9. janúar klukkan 20:00.

Þar verður mikið um tóndýrðir enda er um 10 fagott að ræða.

Tónskáldin verða heldur ekki fá, en þau verða nánar tiltekið 12 að tölu.

Tónskáldin eru þeir Áki Ásgeirsson, Ásgeir Aðalsteinsson, Charles Ross, Guðmundur Steinn Gunnarsson, Gunnar Karel Másson, Ingi Garðar Erlendsson, Jóhann Friðgeir Jóhansson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Magnús Jensson, Páll Ivan Pálsson, Þorkell Atlason og Þráinn Hjálmarsson.

Fagottleikararnir eru Ásthildur Ákadóttir, Björg Brjánsdóttir, Brjánn Ingason, Bryndís Þórsdóttir, Dagný Pétursdóttir, Darri Mikaelsson, Kristín Mjöll Jakobsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Snorri Heimisson og Þórður Magnús Tryggvason.

Miðasala fer fram við innganginn og kostar hver miði 1000 krónur.

Forritun

  • Snotur – Útgáfa 006 af OSC stýrða nótnaskriflingnum Snotur.