Myrkir Músíkdagar 2009, annar hluti

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
sunnudagur, 15 febrúar 2009
Á sunnudegi var byrjað á flaututónleikum í Salnum. Byrjaði á stykki eftir Misti sem mér fannst bara mjög fínt. Melódískt í þjóðlagastíl og nýtti sér multiphonics í hljómrænu samhengi. Það hef ég persónulega aldrei séð áður. Bara séð verk sem eru geðveikt nákvæm með einhverjar ákveðnar multiphonics en gæti í raun alveg verið hvaða rugl sem er. Þarna hefði heyrst hefði þetta verið vitlaust multiphonic. Svo var verk eftir Snorra sem mér fannst hafa mikla undirliggjandi retórík þrátt fyrir að tónmálið gerði hana ekki greinilega. Annað var bara svona já, ja, fínt. Skyldi illa calculus 2 eftir Kjartan þar sem það fór í Chopin’ískar útlínur utan um atónal tónmál en calculus 1 var meira svona hrár algóritmískur nýmódernismi. Klaus Aager var bara plein leiðinlegur.

Ég fór ekki á söngperlutónleikana og það var fyrsta skrópið mitt. En um kvöldið fór ég á kammersveitina. Það var smá púki í mér og ég var ákveðinn í að púa ef mér fyndist eitthvað vera reglulega ömurlegt. En viti menn, svo var þetta bara fínir tónleikar. Virkilega fínir. Jónas fannst mér ekkert spes en Andrej Stochl fannst mér rosa fínn. Hrafnkell Orri fór á kostum og rosa fín strengjasúpa. Allt annars konar stíll en caput. Kannski rómantískara en rosa metnaður og dúndur í þessu. Svo var pínu vont en allt í lagi teater stykki eftir Peter Graham. Atli Ingólfs var með rosalega flott verk sem byrjaði á mekanísku bassetthorn sólói með fínlegum gustum við og við sem komu frá strengjaleikurum með hótelherbergis málmmjúta. Eftir júnisonlínu sem mér fannst soldið skrýtinn kom síðan svaka þéttur og fínn massi með restinni af strengjunum, rosa flott. Seinasta verkið eftir Pavel Zemek var vont en, Matti Nardaeu var með sóló á ensku horni mest allan tímann sem var algjör englasöngur. Svo fallegt og örðu hvoru kom Einar Jóhannesson og svona greip framm í. Þó tónmálið væri ljótt var flutningurinn alveg gríðarlegur.

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>