Pikslaverk frá augum Steins

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
þriðjudagur, 11 nóvember 2008
Yndisleg samkunda var haldin um helgina af raflistafélaginu Lorna þar sem lornu félagar ásamt ýmsum erlendum gestum ræddu og skoðuðu forritaða list og spurningar um miðla, miðlun, kóða, algrími, samhengi, sögu og fleira.

Fyrst var haldið lítið kokteilboð á fimmtudagsskvöldið sem gaf tóninn. Á föstudagsmorguninn byrjaði svo páll thayer með skemmtilegan fyrirlestur um sín verk. En talvert um verkin og verkin sjálf (mörg hver) má sjá hér http://this.is/pallit/ . Mikið af veflist, til dæmis í verkunum On Everything og Nude Studies in Aleatoric Environment sem nota upplýsingar af netinu sem gera hitt og þetta. Bendi einnig á webwaste.net eftir Ragnar Helga fyrst maður er að tala um íslensk netverk.

Næst hélt Fransk-Gríski intellektúallinn (listheimspekingur, fagurfræðingur, listasagnfræðingur…???) Konstantinos Vasillou fyrirlestur um, tja, ef ég bara hefði náð að fylgja því öllu. En hann talaði um hvernig nýjir miðlar eins og vídjó voru kóloniseraðir af listum og voru í rauninni readymade. Lev Mankiewicz, Heidegger, McLuhan, pælingar, pælingar. Stasisinn í avant-garde-inu og kóðalist er ekki list samkvæmt Heidegger því hún setur ekki object inn í heiminn. Náunginn er jafn gamall mér en kominn á kaf í þverhyggju í Sorboninu í París. Síðar á hátíðinni ræddi ég mikið við þennan gaur sem var mjög krefjandi og intensíft, þar sem við þrættum um ýmsa hluti eins og það hvort tónsmíðar séu ekki bara kóði og sublimítet í John Cage, ritúal í nútímamenningu og jara jara jara.

Fyrst eftir hádegi hélt Amy Alexander, (raflistaprófessor í U.C.S.D. og rauntímakóðaralistamaður) fyrirlestur sem bar yfirskriftina The Algorithm is the Message …or how I learnt to love the forkbomb. Tilvísun í Marshall McLuhan og svo Kubrick og verkið Forkbomb og eitthvað. Áhugaverður fyrirlestur sem ræddi tölvulæsi, eins og myndlæsi og hvernig fólk lætur blekkjast í umfjöllun um tölvur því það kann ekki sjálft að forrita og veit ekki að forrit er gert af manneskju. Til að sýna þetta í praktík hefur hún gert verk eins og SVEN ( http://deprogramming.us/ai/ ). Bara fínt og áhugavert.

Olle Essvik var með fyrirlestur um verk sem er ljósapera eða skjár sem breytist úr dimmu í bjart eftir sólarjósi á hverjum stað og árstíma fyrir sig. Hann hafði áhugaverða hluti um þetta að segja og sagði að margir sem hefðu séð þetta verk staðfestu að þetta væri leiðinlegasta verk sem þeir hefðu séð. Hann var mjög ánægður með það og var ekkert svo ósammála.

Svo kom performansinn hennar Amy Alexander sem var algjört dúndur. Fullorðin kona í geim galla með alls konar skynjara og drasl að kóða í rauntíma og vinna með texta af netinu til þess að gera alls kyns undarleg hreyfiform á skjá og dúndrandi teknótónlist með.

Á laugardags og sunnudagsmorgni fór ég á kynningarnámskeið í Perl hjá Páli Thayer sem var mjög fræðandi. Á sama tíma var Super Collider námskeið sem Stína var á og gæti sagt frá ef eitthvað er að segja.

Svo var fyrirlestur Douglas Stanley ( abstractmachine.net) þar sem hann kynnti sig, hugtök í raflistum, aðra listamenn og nemendur sína í Frakklandi og aðra samstarfsmenn. Falleg verk tengd myndavélaskynjun og alls kyns græjum og dóti. Hann talaði um muninn á kóða sem hugtaki og algrími sem honum finnst áhugaverðara, erfitt að útskýra í stuttu máli það sem hann var að segja. En mjög skemmtilegur fyrirlestur og ég sá ekki eftir að hafa misst af bónusfánanum á Alþingishúsinu. Það var einnig mikið að fá úr þessum manni í samræðum eftir á.

Þá kom tromp hátíðarinnar að mati mín og Páls sem var dúettin Loud Objects frá New York. En annar listamaðurinn var tekinn á beinið í hlaupanótunni. Þeir sem sagt lóðuðu saman eitthver digital júnit ofan á gamaldags myndvarpa. Svo tengdu þeir júnitinn í tölvu og fóru að forrita inní það þannig að maður sá það á skjá í rauntíma. Mjög töff og framkoman var ákaflega jarðbundin og sjarmerandi. Flottir ungir náungar. Ég held þeir séu báðir einhvers konar tónskáld, meira um þá á loudobjects.org. Annar þeirra hefur líka verið í Tisch School of the Arts í Nújork. Prýðilegt

Á sunnudegi var Stefan Nussbaumer, Super Collider kennarinn frá Vínarborg með fyrirlestur um vinnu sína fyrir ubermorgen.com einkum í verkinu www.sound-of-ebay.com þar sem maður getur heyrt hljóðið í ebay. Áhugavert en dáldið fljótandi fyrirlestur en sniðug konsept, maður getur látið forrit búa til lag fyrir sig, byggt á notendareikningi sínum á ebay.

Svo endaði veislan á pallborðsumræðum þar sem rædd voru málefni tengd kóða og listum. Amy Alexander var með punkta um samanburð tónsmíða og listkóða sem var flott en notaði óvart orðið stochastic um tónlist schönberg sem er því miður bara ekki rétt, en skiptir ekki máli, punkturinn skilaði sér. Semsagt tónskáld hafa alltaf verið forritarar og umfjöllun tónfræðinga í gegnum tíðina fjallar um kóðann frekar en útkomuna. Hins vegar var sýning í frakklandi með kóðalist þar sem ljóðavél bjó til texta eftir pöntunum fólks. Útprentanirnar voru geymdar í eigu safnsins en ekki kóðinn. Spurninginn var þá hvað er listaverkið? Ýmislegt annað var rætt á þessu pallborði, um raflistagettó og muninn á fagurfræði hugmyndum í raflistageiranum frekar en öðrum og fleira dæmi. Harold Cohen, Sol LeWitt og Casey Reas saman á sýningu, umræða, umræða og svo ýmsir flóknir hlutir sem ég bara man ekki.

En í alla staði prýðilegt festival og mikið af upplýsingum að fá frá þessu fólki öllu. Ég hef einmitt mikið verið að spá í raflistum, þ.e. myndlistartengdu og þannig undanfarið þannig að þetta var alveg á réttum stað á réttum tíma fyrir mig. Ég held samt að það hefði verið hægt að fá fleira fólk á þetta. En sennilega verður þetta haldið aftur að ári og þá verður gaman.

Ég bendi á myndir Páls í Gallerýjinu.

Amen.

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>