Lútsíano tjessa

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
mánudagur, 19 nóvember 2007

Ég ætla mér að skrifa nokkrar stuttar rýnir um nokkra tónleika sem ég hef farið á undanfarið, þær verða stuttar og yfirborðskenndar. En hey hvað varð um rýni dauðans af hendi Páls?

Ég ætla að fara aftur á bak í tíma og fjalla fyrst um tónleika sem ég fór á í dag og svo aftur á bak. Þetta voru tónleikar ítalska tónskáldsins lútsíanó tjessa. Hann lék á píanó verk eftir sjálfan sig með aðstoð myndlistarmanna og dídjeis. Ég er frekar hlutdrægur varðandi þessa tónleika þar sem ég hef unnið sem kópíjisti fyrir þennan náunga. Þess vegna ætla ég bara að lýsa því sem gerðist en segja ekkert merkilegt um það.

Þegar fólk labbaði inn í salinn (old first church í San Fran) þá voru tónleikarnir þegar „byrjaðir“. Lússi var á blússandi fullu með rugl innan í píanóinu og altarið var eins og innsetning með hvítum áklæðum og vídjóum og alls kyns. Næsta verk (fyrsta verkið, þannig séð) var með elektróník í bakgrunni og vídjói með bylgjueldingum. Verkið var í raun eitt langt feidát með flottu inní píanórugli. Því næst gerðist skrýtið. Í næsta verki sem var tileinkað nýdauðum manni byrjaði gaurinn á því að skalla píanóið og nudda hausnum eftir lyklaborðinu, og næstu mínútur var hann að detta aftur og aftur á píanóið með mismunandi líkamshlutum. Allir líkamshlutar nema rétta hlið handanna voru notaðir. Samt var verkið sem slíkt bara músíkalskt, gott í forminu og svona. Því næst var komið að litlum böngsum að spila á píanó. Fyrst risa svínabangsi með feitar hendur, þar næst minni bangsi og svo lítil dúkka sem var að reyna að læra á píanó og herma eftir því sem lússi spilaði en smátt og smátt tók dúkkan yfir.

Verkið endaði svo á löngu verki með dídjei sem erfitt er að lýsa. Það var margt í því en aðallega langt feidát þar sem margt kemur fyrir. Í miðju verkinu skilur dídjei-inn plötu eftir á fóninum og þeir fóru út af sviðinu meðan platan var í gangi. Eldra fólkið fór allt saman að klæða sig í jakka og labba út. Þegar allir elstu tónleikagestirnir voru gengnir út komu þeir aftur inn á sviðið og kláruðu verkið, sem var lengra eftir þennan atburð.

Þannig var nú það.

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>