Latitia Sonami í Mills

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
mánudagur, 19 nóvember 2007
Latitia Sonami hélt tónleika í Mills.

Í gær fór ég á tónleika með hinni fransk ættuðu Letitia Sonami. Hún spilar á hanska. Það var einnig verið að sýna innsetningar nemenda sem allar voru einhvers konar „rafmagnsstólar“, sumsé gagnvirkir stólar af ýmsu tagi. Fyrsta verkið á tónleikunum var eiginlega best en það var svona aukaatriði, nemandi sem var með spes sprell á tónleikunum. Sú heitir Kristin stundum kölluð Kevin Blechdom og var með stórunderlegt atriði þar sem hún rólaði framan í gagnvirka myndavél sem gerði eitthver ruglhljóð og hún sást á skjá í bakgrunni. Erfitt að útskýra en mjög flott og allt mjög vel gert og frekar kómískt.

Svo gerðu Letitia Sonami og Sue Costabile (stundum kölluð Sue C eða eikkvað álíka) live bíómynd með hljóði og rugli. Tveir laptoppar, fullt af drasli í tösku, litlar myndavélar, lítil hljóð, skrýtnar myndir. Svo komu upptökur af ógeðslega tilgerðarlegum ljóðum sem eiginlega eyðilöggðu restina.

Síðasta verkið var bara Letitia að spila á hanska. Bara flott hljóð og greinilegt hvað hún hefur mikla stjórn á hljóðum með því að nota ekkert nema hanska og fjarlægðarmæla. Smekklegt, en svona týpískt, aflíðandi rafhljóð dæmi en strúktúrerað og flott. Ekki margt meira um það að segja samt. Ekki að manni finnist einhvað merkilegt lengur að sjá fólk spila á hanska, en hún hefur núna gert þetta í áraraðir og þetta er bara elektrónískt interfeis sem hún hefur mikla stjórn á og það er greinilegt. Hversu oft hefur maður ekki séð nörd fyrir aftan laptop og svo kemur eitthver hávaði sem átti greinilega ekki að koma og allt virðist eins og tölvan stjórni manninum en ekki öfugt (sem er þó framtíðin).

Afsakið ritstíl minn, ég skoða, en útskýri ekki.

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>