Stockhausen er látinn!

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
föstudagur, 07 desember 2007
Karlheinz Stockhausen (f. 22.ágúst 1928, d. 5.desember 2007).

Stockhausen er látinn. Einn áhrifamesti tónsmiður okkar tíma er fallinn frá. Hrokafullur sérvitringur með einstaka sýn. Hann náði að klára stjörnumerkin og vikudagana en náði ekki að klára klukkustundirnar í deginum, féll frá eftir þá þréttándu.

Stockhausen sagði við mig: „það er erfitt, maður hefur ekkert til að halda í, maður er bara að vinna með loft, en það að semja tónlist er mikilvægasta starf í alheiminum.“

Fyrst hugsaði ég: „vá, þetta var súrt“, en þeim mun meira sem ég spái í því held ég að hann hafi rétt fyrir sér.

Megi stjörnuvindar færa sál þína heim til Siríusar!

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>