Darmstadt-Manosarmálið frh.

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
miðvikudagur, 16 júlí 2008

Áður en Manosinn snappaði á mig hafði ég skráð mig í hóptíma til þessa fyrrverandi verðandi fyrirlesara unm. Er við mættumst á göngunum var keppni í illkvittnishrokafullum glottum. Á tónleikum einum kemur hann að mér í hléi og segjir: „ég vill hitta þig og tala aðeins við þig, ég hef áhuga á því sem þú ert að gera, ég er forvitinn og langar til þess að vita meira, en ekki um eitthvað helvítis tölvurugl, heldur hvað þú ert að pæla.“ Ég sagði honum að ég væri nú skráður í tíma hjá honum morguninn eftir. „Fullkomið!“ sagði Manosinn.
Ég fer til hans í svona pallborðs hóptíma þar sem hann fer yfir verk hinna og þessa og er bara hinn viðkunnalegasti og spyr hæfilega gagnrýnna spurninga eins og gengur og gerist og allt í góðum málum. Hann bað mig að segja frá og ég fór í svona fyrirlestrargír og spilaði nokkur stutt tóndæmi í þeim tilgangi að reyna að útskýra ákveðið heildarkonsept umhverfis takt, endurtekningar, form og nótasjón í ákveðnum verkum. Manos var hinn blíðasti og sagði að þetta væri mjög áhugavert. Eitt tóndæmið leist honum talsvert betur á en önnur, þar sem meiri „díteilar“ og „núansar“ gerðu vart við sig, í svona óhóflega dýnamísku verki að mínu mati. Manosinn sagði þó: „það fer í taugarnar á mér hvað þetta er mekanískt, viltu hafa þetta svona?“ Ég skildi fyrst ekki nákvæmlega hvað hann átti við en sagði að það væri hið besta mál, ég hefði áhuga á að nota hljóðfæri og hljóðfæraleikara eins og menningarlausa hluti sem hefðu verið fundnir út á götu. „Já en eins og ef þú ert með verk þar sem eru bara tvær nótur og ekkert annað í hverju hljóðfæri, breytast þær ekkert, breytist ekkert við þær?“ „Ekki endilega nóturnar sjálfar en kannski fraseringar og styrkur.“ „Ég hef pínu grunsemdir um þessa mekaník, Chris Newmann, þegar hann gerir verk sem eru bara hrá og gróf þá finnst mér kannski að hann ætti að gera meira við þau, en hann segir nei, þetta er bara svona og ég skil það í hans tilfelli. Þetta er mjög fallegur og myndrænn hljóðheimur hjá þér og mér finnst einhvern veginn ekki passa að hann sé svona vélrænn.“ Svo rifumst við aðeins um redúksjónisma og mysteríu, og hann sagði að ég væri að vinna með undarlegan redúksjónisma sem honum fyndist mjög áhugavert, en hefði enga mystík. Ég spurði af hverju hann héldi endilega að þetta ætti að vera mystískt og hvort að mystík tengd reduksjónisma tengist ekki því þegar fólki finnst að það eigi að vera meia í mússíkinni í stað þess að hlusta á það sem er. Það sem eftir situr er þó eitthvað sem ég held að sé að hluta til rétt, sumsé bara komment varðandi núansaðri og vandaðri orkestrasjón, sem er mjög viðeigandi, hvað varðar ákveðna þætti. En það er erfitt að útskýra þetta fyrir öðrum því að boltaverkin mín eru í raun eins og burðargrind með engri áklæðningu. Með því að vinna með hana nakta sé ég betur hvað er að gerast, en það er erfitt fyrir aðra að sjá það sama og ég er að sjá út úr rytmunum sérstaklega út af því að það er ekkert annað en rytmi í flestum þessum verkum. Fyrir þá sem verða á unm þá verð ég með verk sem heitir golma sem sýnir á mjög frumstæðan og einfaldan hátt hvert ég er að stefna þó ákveðnir hlutir í því verki hafi mér þótt misheppnaðir og hef síðan búið til reglur sem banna það sem þar gerist. En stefnan er ekki að gera hjakkið í tónlistinni minna, heldur að búa til skýrari konótra sem breytast á viðeigandi hátt á viðeigandi parametrum, ekki öllum, t.d. ekki tónum eða tónsviði.

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>