Tónleikar í Skálholti Laugardaginn 19.júlí 2008 kl. 17

Written by Þráinn Hjálmarsson
sunnudagur, 20 júlí 2008
Tónleikar í Skálholti Laugardaginn 19.júlí 2008 kl. 17

Kolbeinn Bjarnason hélt tónleika ásamt Guðrúnu Óskarsdóttur í Skálholti laugardaginn 19.júlí sem að bar titilinn öfganna á milli 2 þar sem flutt voru verk eftir Tosio Hosokawa, Brian Ferneyhough, Mario Lavista, Diana Rotaru, Noriku Miura og Huga Guðmundsson. Tilefnið var hálfrar aldar afmæli Kolbeins í ár.

Að sækja tónleika í Skálholti þarfnast tækni hvað það kemur að því að hagræða tímanum, ég var að mér fannst endalaust lengi að komast útúr Kópavoginum, þar sem Kópavogurinn nær alveg fram fyrir litlu kaffistofuna, Kolbeinn hélt fyrirlestur um verkin og skáldin fyrir tónleikana.

Kolbeinn er æðislegur fyrirlesari, stemningin er yfirveguð og alveg sama hvað hann tekur fyrir, það kemur enginn efasemdartilfinning um leið og maður skilur ekki alveg. Það sem ég hafði mestar mætur á var að heyra hvernig hann kæmi að þessum verkum en vegna þess hve erfilega tókst að komast útúr Kópavoginum náði ég bara korteri sem að fór í Brian Ferneyhough og sagði hann frá aðkomu sinni að tónlist Ferneyhoughs, hún var í bland sett uppí fyndni og ekki, mögulega til þess að hræða ekki þá sem komnir voru. Svona tónsmíðarúnk getur verið mesta Narnía fyrir leikmenn, það vitlausasta sem maður gerir sem leikmaður er að skella sér strax djúpt inní Narníuna, þar tekur við ekkert annað en vonbrigðin, sem að lýsir sér í afneitun. Það sem að mínu mati var eftirteknarverðast var hans analýsa á verki Ferneyhoughs “Mnemosyne” fyrir bassaflautu og tape, hann vildi meina að verkið væri nokkurs konar gestúrusmíð samsett úr frekar mörgum köflum, þar sem grunntempó aðskildi hvern hlut fyrir sig, þetta var vitaskuld smá einföldun fyrir fólkið sem að hlýddi á fyrirlesturinn. Skýrði hann einnig frá tengslum þátta verksins, þessi analýsa fannst mér einungis drepa á einhverju yfirborði sem að var ekki endilega sönn, sannfærður um að míkró verksins sé þeim mun strúktúreraðra, jafnvel eru þessar tempóbreytingar í hlutum verksins hluti af kerfi fyrir þéttni efnis og upplýsinga hjá honum, ég veit annars ekkert um Ferneyháfinn, væri rosa til í að heyra einhverja punkta um hans músík.

Tónleikarnir sjálfir voru samsettir af nokkuð mörgum ræðum, nokkrum einræðum og nokkrum díalógum, öll músíkin sem var flutt á tónleikunum var rhetorísk, Kolbeinn náði að bregða sér í nokkuð mörg mismunandi hlutverk í ræðum sínum. Þeir karakterar sem að stigu í pontu voru frá klámkenndum (klám = illa gerður hlutur) ofsatækismönnum(Hosokawa stykkið) til þöglumælts drukkins félaga (Ferneyhough stykkið)

Mnemosyne eftir Brian Ferneyhough er vissulega ofhlaðið upplýsingum, en það er svo fagurt hvernig maðurinn sorterar út upplýsingar, heildin var ekkert annað en þöglumæltur drykkjumaður sem að reynir að segja svo margt í einni setningu, oftast myndi sá maður enda á orðum líkt og “skilurru?” og “þú ert svo frábær, ég er að segja þér það, ekki dæma bókina útfrá kápunni!” Ferneyhough sleppir slíku en Kolbeinn dregur fram slík hrif í flutningnum.

Líkt og ég hef sagt þá voru öll stykkin Rhetorísk, sem sumsé gera ráð fyrir að hlutir séu og aðrir hlutir séu ekki (A og ekki A) formhlutar voru ekkert svo skemmtilegir A A’ B C í Noriko Miura stykkinu sem var með verkið Narkissos og Echo (2007)

Hugi Guðmundsson átti verk (Ascendi fyrir altflautu og sembal) sem að hljómaði einsog sagt var í prógramminu “uppávið”, ég veit ekki hvað hann vildi meina með því, því jú allt í stykkinu leitaði uppávið, ég var mjög feginn að vera kominn svona langt að úr kópavoginum útí Skálholt til að lyfta mér aðeins upp. En það er skemmtilegt að fylgjast með hverju skrefi hjá Huga, hann sem að þreifar sig varlega áfram í tónefni, (síðast sá ég Hex fyrir strengi og horn), alltaf tilbúínn í að hosa til baka ef það stefnir í ógöngur.

Diana Rotaru átti verkið “Play!” fyrir flautu og sembal, sem var ágætis díalóg sembals og flautu, flautan sagði eitt og semballinn tók smá undir þá orðaræðu og svo varð almenn samstaða, það sem heillaði mig var nýtt hlutverk sembalsins, ég veit að oftast eru hljóðfæri gildishlaðinn ákveðnum tilfinningablæ, semballinn hefur dottið inní svona gír hefur mér fundist en Diana tókst að búa til eitthvað smá nýtt þegar kemur að því.

Það kom samt á óvart að engin þessara ræða innihélt einhvers konar byrjunarávarp eða svona “comic relief” sem er svo mikilvægt í mælskulistinni, að meira segja Bach á svona til að leyfa einhverju öðru að koma inn sem að hefur ekkert að segja með söguna ræðuna sjálfa.

Klapplaust Skálholtið er magnað, hvergi annars staðar verður maður jafnruglaður í hvernig maður gæti gefið í skyn ánægju sína með flutninginn. Þarna er kippt undan gagnrýni áhorfandans á meðan leikunum stendur, Stefnum á klappandi Skálholt 2012!

-Þráinn Hjá

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>