November 19

Lútsíano tjessa
Posted on November 19th, 2007 at 7:06 PM by aki

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
mánudagur, 19 nóvember 2007

Ég ætla mér að skrifa nokkrar stuttar rýnir um nokkra tónleika sem ég hef farið á undanfarið, þær verða stuttar og yfirborðskenndar. En hey hvað varð um rýni dauðans af hendi Páls?

Ég ætla að fara aftur á bak í tíma og fjalla fyrst um tónleika sem ég fór á í dag og svo aftur á bak. Þetta voru tónleikar ítalska tónskáldsins lútsíanó tjessa. Hann lék á píanó verk eftir sjálfan sig með aðstoð myndlistarmanna og dídjeis. Ég er frekar hlutdrægur varðandi þessa tónleika þar sem ég hef unnið sem kópíjisti fyrir þennan náunga. Þess vegna ætla ég bara að lýsa því sem gerðist en segja ekkert merkilegt um það.

Þegar fólk labbaði inn í salinn (old first church í San Fran) þá voru tónleikarnir þegar „byrjaðir“. Lússi var á blússandi fullu með rugl innan í píanóinu og altarið var eins og innsetning með hvítum áklæðum og vídjóum og alls kyns. Næsta verk (fyrsta verkið, þannig séð) var með elektróník í bakgrunni og vídjói með bylgjueldingum. Verkið var í raun eitt langt feidát með flottu inní píanórugli. Því næst gerðist skrýtið. Í næsta verki sem var tileinkað nýdauðum manni byrjaði gaurinn á því að skalla píanóið og nudda hausnum eftir lyklaborðinu, og næstu mínútur var hann að detta aftur og aftur á píanóið með mismunandi líkamshlutum. Allir líkamshlutar nema rétta hlið handanna voru notaðir. Samt var verkið sem slíkt bara músíkalskt, gott í forminu og svona. Því næst var komið að litlum böngsum að spila á píanó. Fyrst risa svínabangsi með feitar hendur, þar næst minni bangsi og svo lítil dúkka sem var að reyna að læra á píanó og herma eftir því sem lússi spilaði en smátt og smátt tók dúkkan yfir.

Verkið endaði svo á löngu verki með dídjei sem erfitt er að lýsa. Það var margt í því en aðallega langt feidát þar sem margt kemur fyrir. Í miðju verkinu skilur dídjei-inn plötu eftir á fóninum og þeir fóru út af sviðinu meðan platan var í gangi. Eldra fólkið fór allt saman að klæða sig í jakka og labba út. Þegar allir elstu tónleikagestirnir voru gengnir út komu þeir aftur inn á sviðið og kláruðu verkið, sem var lengra eftir þennan atburð.

Þannig var nú það.

Posted on November 19th, 2007 at 7:05 PM by aki

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
mánudagur, 19 nóvember 2007
Latitia Sonami hélt tónleika í Mills.

Í gær fór ég á tónleika með hinni fransk ættuðu Letitia Sonami. Hún spilar á hanska. Það var einnig verið að sýna innsetningar nemenda sem allar voru einhvers konar „rafmagnsstólar“, sumsé gagnvirkir stólar af ýmsu tagi. Fyrsta verkið á tónleikunum var eiginlega best en það var svona aukaatriði, nemandi sem var með spes sprell á tónleikunum. Sú heitir Kristin stundum kölluð Kevin Blechdom og var með stórunderlegt atriði þar sem hún rólaði framan í gagnvirka myndavél sem gerði eitthver ruglhljóð og hún sást á skjá í bakgrunni. Erfitt að útskýra en mjög flott og allt mjög vel gert og frekar kómískt.

Svo gerðu Letitia Sonami og Sue Costabile (stundum kölluð Sue C eða eikkvað álíka) live bíómynd með hljóði og rugli. Tveir laptoppar, fullt af drasli í tösku, litlar myndavélar, lítil hljóð, skrýtnar myndir. Svo komu upptökur af ógeðslega tilgerðarlegum ljóðum sem eiginlega eyðilöggðu restina.

Síðasta verkið var bara Letitia að spila á hanska. Bara flott hljóð og greinilegt hvað hún hefur mikla stjórn á hljóðum með því að nota ekkert nema hanska og fjarlægðarmæla. Smekklegt, en svona týpískt, aflíðandi rafhljóð dæmi en strúktúrerað og flott. Ekki margt meira um það að segja samt. Ekki að manni finnist einhvað merkilegt lengur að sjá fólk spila á hanska, en hún hefur núna gert þetta í áraraðir og þetta er bara elektrónískt interfeis sem hún hefur mikla stjórn á og það er greinilegt. Hversu oft hefur maður ekki séð nörd fyrir aftan laptop og svo kemur eitthver hávaði sem átti greinilega ekki að koma og allt virðist eins og tölvan stjórni manninum en ekki öfugt (sem er þó framtíðin).

Afsakið ritstíl minn, ég skoða, en útskýri ekki.

Posted on November 19th, 2007 at 7:04 PM by aki

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
mánudagur, 19 nóvember 2007
Er rugl að gagnrýna tónleika vina sinna?

Á föstudaginn í síðustu viku 9.nóv fór ég á tónleika með vinum úr skólanum. Það á kannski ekki heima á svona síðum. Og þó. Tónleikarnir voru á stað sem heitir 1510 8th street performance speis. Heimili, sveitt.

Þar léku þeir félagar píter og filip brjálaðan spuna með útvörp fídbakk lúppur internetsuð og tölvur. Mjög falleg hávaðamúsík sem minnti á góða spretti hjá Cage og Tudor í grófgerðu rafhljóðasulli. Einföld og flott hljóð.

Því næst lék Kanadíska undrið tjarití tjan sóló á píanó. Hún er rosalegur impróvisatör. Hún er ein af þessum fáu sem geta spunnið eitthvað aleinir lengi og það heldur áfram að vera áhugavert. Eftir að vera búinn að rústa píanóinu af ákafa með alls konar drasli í 45 mínútur þakkaði hún pent fyrir sig og bauð veitingar.

Bara smá sona öndergránd öpdeit.