October 2018
S M T W T F S
« Jul    
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

Bókaskrá bókasafns SLÁTUR

Login Register

Bókaskrá bókasafns SLÁTUR

classic Classic list List threaded Threaded
Locked 5 messages Options Options

Loading…
Move topic
Pin topic
Unpin topic
Lock topic
Unlock topic
Delete this topic
Delete this topic
Embed post
Permalink

Selected post Feb 16, 2009; 6:20pm

Bókaskrá bókasafns SLÁTUR

Reply | Threaded | More

Loading…
Reply to author
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

pallivanonline
21 posts
Hér verður birtur listi af þeim bókum sem skráðar hafa verið í bókasafn SLÁTUR.
Við munum reyna að uppfæra hann jafnóðum og bækurnar bætast í safnið.

Selected post Feb 17, 2009; 8:31am

Bókaskrá bókasafns SLÁTUR og ný aðföng

Reply | Threaded | More

Loading…
Reply to author
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

pallivanonline
21 posts
Bækur:

Brilliant Photoshop CS
Steve Johnson;Andy Anderson

The Cambridge companion to John Cage
edited by David Nicholls

Descartes’ Error: Emotion, Reason and the Human Brain
Antonio Damasio

Eðlisfræði 1
Davíð Þorsteinsson

Efnafræði I
Jóhann Sigurjónsson

Efnafræði II
Jóhann Sigurjónsson

ELFA Catalogue 57, 2009

Experimental music
Michael Nyman

Fylki og Jöfnuhneppi

Getting started in Electronics
Forrest M. Mims, III

Learning Python, 3rd Edition
Mark Lutz,

Les Sculptures Sonores: the Sound Sculptures of Bernard and Francois Baschet
François Baschet

Madness and civilization
Michel Foucault

Noise
Bart Kosko

The Power of Limits: Proportional Harmonies in Nature, Art, and Architecture (Shambhala Pocket Classics)
Gyorgy Doczi

Rásakverið
Björgvin Ingimarsson

Segulfræði

Stability in Musical Improvisation
Svend Nielsen

Stockhausen Life and Works
Karl H. Wörner

Structural Functions of Harmony
Arnold Schonberg

The structure of atonal music
Allen Forte

Style and idea
edited by Leonard Stein with translations by Leo Black

Tom Friedman (Contemporary Artists)
Bruce Hainley

Two full ears: Listening to improvised music
Steve Day

Two interviews Luciano Berio
with Rossana Dalmonte and Bálint András Varga; translated and edited by David Osmond-Smith

Writings through John Cage’s music, poetry, and art
edited by David W. Bernstein and Christopher Hatch

Nótur:

adieu nr. 21
Karlheinz Stockhausen

HOCH-ZEITEN für Orchester
Karlheinz Stockhausen

Madame Press Died Last Week at Ninety
Morton Feldman

Madrigal 3
Henri Pousseur

MANTRA
Karlheinz Stockhausen

Palais de Mari
Morton Feldman

Summer; string quartet
Christian Wolff

Symphonie op. 21
Anton Webern

Tempi concertati
Luciano Berio

DVD:

John Cage From Zero
Frank Scheffer, Andrew Culver

John Cage One” and 103

Selected post Feb 17, 2009; 1:14pm

Re: Bókaskrá bókasafns SLÁTUR og ný aðföng

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

David Brynjar Franzsononline
Væri ekki ráðlegt að setja upp section fyrir þetta þannig að það sé ekki endalausir póstar heldur bara ein síða með öllum upplýsingum. Kíkji kannski á það seinnipartinn.
Selected post Feb 17, 2009; 9:12pm

Re: Bókaskrá bókasafns SLÁTUR og ný aðföng

Reply | Threaded | More

Loading…
Reply to author
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

pallivanonline
21 posts
Fram að endurbótum mun listinn birtast hér.

adieu nr. 21
Karlheinz Stockhausen

Audible Design
Trevor Wishart

The Book of Linux Music and Sound
Dave Phillips

Brilliant Photoshop CS
Steve Johnson;Andy Anderson

The Cambridge companion to John Cage
edited by David Nicholls

Descartes’ Error: Emotion, Reason and the Human Brain
Antonio Damasio

Eðlisfræði 1
Davíð Þorsteinsson

Efnafræði I
Jóhann Sigurjónsson

Efnafræði II
Jóhann Sigurjónsson

Electronic and Computer Music (Clarendon Paperbacks)
Peter Manning

ELFA Catalogue 57, 2009

Experimental music
Michael Nyman

Formalized Music: Thought and Mathematics in Composition (Harmonologia Series, No 6)
Iannis Xenakis

Föroysk Bindingarmynstur
Hans M. Debes

Fundamentals of Musical Composition
Arnold Schoenberg;Leonard Stein

Fylki og Jöfnuhneppi

Getting started in Electronics
Forrest M. Mims, III

Give My Regards to Eighth Street: Collected Writings of Morton Feldman
Morton Feldman;Frank O’Hara

Het Knopen Handboek
Maria Costantino

Hljóðfræði
Árni Böðvarsson

HOCH-ZEITEN für Orchester
Karlheinz Stockhausen

Hungarian folk dances
György Martin

Improvisation: Its Nature And Practice In Music
Derek Bailey

John Cage From Zero
Frank Scheffer, Andrew Culver

John Cage One” and 103

Learning Python, 3rd Edition
Mark Lutz,

Les Sculptures Sonores: the Sound Sculptures of Bernard and Francois Baschet
François Baschet

Madame Press Died Last Week at Ninety
Morton Feldman

Madness and civilization
Michel Foucault

Madrigal 3
Henri Pousseur

MANTRA
Karlheinz Stockhausen

Noise
Bart Kosko

On Sonic Art (Inc. CD)
Trevor Wishart

On the Sensations of Tone
Hermann Helmholtz

Palais de Mari
Morton Feldman

The Power of Limits: Proportional Harmonies in Nature, Art, and Architecture (Shambhala Pocket Classics)
Gyorgy Doczi

Rásakverið
Björgvin Ingimarsson

Running Linux
Matt Welsh;Matthias Kalle Dalheimer;Lar Kaufman

Sams Teach Yourself C++ in 21 Days (4th Edition) (Sams Teach Yourself…in 21 Days)
Jesse Liberty

Segulfræði

Stability in Musical Improvisation
Svend Nielsen

Stockhausen Life and Works
Karl H. Wörner

Streymið / La Duré

Structural Functions of Harmony
Arnold Schonberg

The structure of atonal music
Allen Forte

Style and idea
edited by Leonard Stein with translations by Leo Black

Summer; string quartet
Christian Wolff

Symphonie op. 21
Anton Webern

Technique of Orchestration, The
Kent Kennan;Donald Grantham

Tempi concertati
Luciano Berio

Tölvur að starfi
John O. E. Clark

Tom Friedman (Contemporary Artists)
Bruce Hainley

Tónlistarorðabók
Terry G. Lacy

Twentieth Century Harmony
V Persichetti

Two full ears: Listening to improvised music
Steve Day

Two interviews Luciano Berio
with Rossana Dalmonte and Bálint András Varga; translated and edited by David Osmond-Smith

UNM 2007 á íslandi – Bæklingur Prógramm
Writings through John Cage’s music, poetry, and art
edited by David W. Bernstein and Christopher Hatch

Selected post Feb 26, 2009; 2:25pm

Re: Bókaskrá bókasafns SLÁTUR og ný aðföng

Reply | Threaded | More

Loading…
Reply to author
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

pallivanonline
21 posts
In reply to this post by David Brynjar Franzson
bókaskráin er komin í aðalvalmynd (flipinn “bókasafn” vinstra megin á síðunni.)
Free Embeddable Forum powered by Nabble

Netbækur fyrir sláturbókasafn

Login Register

Netbækur fyrir sláturbókasafn

classic Classic list List threaded Threaded
Locked 8 messages Options Options

Loading…
Move topic
Pin topic
Unpin topic
Lock topic
Unlock topic
Delete this topic
Delete this topic
Embed post
Permalink

Selected post Feb 15, 2009; 7:38pm

Netbækur fyrir sláturbókasafn

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Guðmundur Steinn Gunnarssononline
Í sambandi við byggingu sláturbókasafnsins höfum við mikið verið að ræða að prenta út alls kyns gögn sem menn eiga á pdf á tölvunni sinni eða liggja einhvers staðar á netinu ókeypis og prenta þau út í fast form því þetta les enginn eða skoðar af ráði af tölvuskjá. Ég ætla að nefna nokkrar bækur (meiga líka vera greinar, eða skor) sem ég veit um eða hef aðgang að og vona að aðrir bæti við í sarpinn.

Technique of Electronic Music eftir Millerinn. Alltaf ætlað að prenta hana út en aldrei gert það.

Flautubókin eftir Cörlu Levine sem ég fékk frá Davíð.

Sound Plasma Music of the Future sign eftir Radulescu

Skorið af 5.strengjakvartett radulescu

Skorið af Furioso eftir Mathias Spahlinger

Ýmist Tenney og Sabat dót af Plainsound

Margt fleira sem ég man næst .þegar ég opna tölvuna. Hverju man lesandinn eftir? Póstaðu núna.

Selected post Feb 15, 2009; 8:50pm

Re: Netbækur fyrir sláturbókasafn

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Þráinn Hjálmarssononline
Giacinto Scelsi – fjórði strengjakvartettinn

Iannis Xenakis – Rebonds, held ég eigi líka Pshappa einhvers staðar.

Grisey – Partiels (þyrfti helst að vera A3), Periodes (þyrfti líka að vera A3)

Julius Eastman – Crazy Nigger

Eight violins for Jim and Alison e. Tashi Wada af Plainsound

Svo jafnvel einhver áhugaverð verk af síðunni unboundpress.org

og líka eitthvað fleira skemmtilegt, það er til heimasíða þar sem hægt er að finna mikið af nótum og heitir hún A V A X  h o m e, gúglið

Ég á svo nótur í fýsísku formi sem ég væri til í að geyma í einhvern tíma á safninu einsog Mnemosyne eftir Ferneyhough, Ionisation e. Varése, Ornament fur Klavier e. Boris Blacher, Cassandra’s dream song e. Ferneyhough, L’aime l’ouverte e. Scelsi, Se dell’eterne idee e. Paolo Aralla o. fl.

Selected post Feb 15, 2009; 9:16pm

Re: Netbækur fyrir sláturbókasafn

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Guðmundur Steinn Gunnarssononline
Ég á líka Partiels í útprentuðu formi, get komið með það.

Gallinn við þetta Avax er að maður er að borga fyrir ólöglegt efni af Rapidshare, og svo líka get ég ekkert opnað skorin sem ég hef downloadað út af einhverjum fáránlegum þjöppunarformötum. Þannig að ef þú átt einhver sniðug skor af a v a x h o m e (t.d. var slatti af feldman, lachenmann og ýmislegt fleira) þá væri gaman ef þú gætir komið með, prentað eða sent óþjöppuð á mig eða einhvern til þess að prenta.

Svo er ég með

Notations af Ubuweb tilbúna til útprentunnar

bangbook (bók af pd ráðstefnu)

svo á ég skor af nokkrum scelsi verkum, ferneyhough og eitthvað fleira sem ég man ekki hvað er.

Selected post Feb 17, 2009; 7:59pm

Re: Netbækur fyrir sláturbókasafn

Reply | Threaded | More

Loading…
Reply to author
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Ingi Garðar Erlendssononline
10 posts
Ég held að þú sért bara klaufi við þetta. Ég hef náð þessu öllu leikandi létt. 7z er þjöppunnar forrit sem þú þarft. Ég á orðið rúmlega 2000 verk nú, og þá er það allt eiginlega af tuttugustu öld. Hvenær ætla ég að skoða það. Hugsanlega aldrei og þó. Ef einhver er með stað á netinu þá get ég sent eitthvað af því áhugaverðasta. Bara nefna það
ingi.
Selected post Feb 18, 2009; 9:02pm

Re: Netbækur fyrir sláturbókasafn

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Þráinn Hjálmarssononline
Það er kannski spurning um að þú setir eitthvað af því áhugaverða inná gagnasafnið, það er hægt að prenta það svo út fyrir bókasafnið, þetta 7z er líka búið að vera í tómu tjóni hjá mér.
Selected post Feb 19, 2009; 2:36pm

Re: Netbækur fyrir sláturbókasafn

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

guðmundur steinn gunnarssononline
Ingi!

Áttu skor af? For Samuel Beckett og/eða Coptic Light? Og áttu Kontrakadenz eftir Lachenmann? og Esplorazione del bianco og/eða Omaggio a Burri eftir Sciarrino? og áttu skor af verkum eftir Peter Ablinger?

Selected post Feb 19, 2009; 7:20pm

Re: Netbækur fyrir sláturbókasafn

Reply | Threaded | More

Loading…
Reply to author
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Ingi Garðar Erlendssononline
10 posts
Held ég eigi bara Kontrakadenz. Skal Athuga betur. Hvernig er best að setja þetta inn á netið. Væri helst til í að gera það inn á læstu svæði.
Selected post Feb 25, 2009; 7:51pm

Re: Netbækur fyrir sláturbókasafn

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Guðmundur Steinn Gunnarssononline
í sjálfu sér hefði ég mikinn áhuga á öllu sem heitir Morton Feldman og mörgu sem heitir tónskáld fædd eftir segjum 1940. En ef þú velur nokkrar góðar og setur í gagnasafn og stillir á falið efni, eða bara fyrir password aðila, þá getum við tekið þetta og prentað því það væri gaman að hafa svona fýsísk eintök í safninu.

Ég væri líka til í að hafa öðruvísi nördastund, þar sem fólk hittist í klukkutíma, eða minna og les eitt skor með upptökunni (kíkir aðeins á skordatúrinn á undan). Bara pæling, ekkert skipulagt bara stemning.

Free Embeddable Forum powered by Nabble

Myrkir Músíkdagar 2009, fyrsti hluti

sunnudagur, 15 febrúar 2009
Ég ætla að fara stuttlega í gegnum það sem fyrir augu og eyru bar á myrkum músíkdögum. Bara stikla á stóru, ekki að fara ýtarlega í þetta allt. Það veitir ekki af því að koma einhverri umfjöllun yfir á miðil sem fólk les, eins og internetið þar sem mogginn er bara með greinar um Janis Joplin fyrir örfá bláfálka sem enn lesa prentmiðla og fréttablaðið fjallar ekki um menningu.

Á þriðjudeginum 3.febrúar var tekið forskot á Myrkrið með ömurlega leiðinlegum óperufyrirlestri Phillipe Manoury þar sem hann fjallaði um og spilaði brot úr hræðilega venjulegri og óspennandi óperu byggðri á réttarhöldunum eftir Kafka.

Svo var ekkert fyrr en á föstudaginn, raftónleikar. Þar ber helst að nefna mjög flott verk eftir Hilmar Þórða, Sononymous X þar sem Helgi Hrafn fór á kostum í gagnvirkum leik við tölvuna. Ríkharður átti ríkulega hljómandi rafspretti að vanda ekki síst í lokaverkinu sem notaði element úr verkum Páls Pálssonar eldri. Restin höfðaði ekki mikið til mín, fyrir utan eitt rafverk eftir einhvern miðaldra sunnlending sem heitir Guðmundur Óli Sigurgeirsson.

Á laugardeginum byrjuðum við Þráinn á kórtónleikum í Neskirkju. Þar stóð upp úr verk Elínar Gunnlaugsdóttur fyrir kvennraddir og háastrengi. Mjög sérstakt verk á takmörkuðu registeri. Það var eina verkið sem höfðaði til mín í raun og veru. Kórinn var mjög góður í vondu erlendu verkunum, m.a. eftir John Taverner, mikill bassi. Það voru fín verk eftir Gunnar Andreas og Harald Vigni. Örlygur var með metnaðarfullar harmóníur og Bára Gríms var líka með ágætisverk. Ég ætla að hafa sem minnst orð um verkin sem stuðuðu mig.

Þá næst fórum við á sýningu á verkum Alfreðs Flóka sem var fín en ekki síðri var Ásmundur Ásmundsson með holuna sína og vídjó af krökkum að grafa holu af miklum eldmóð. „Grafa niður, grafa niður.“

Þá var farið í Hafnarfjörð. Þar heyrðum við fyrir hlé bara fín verk eftir Önnu Þorvalds, Karólínu og Ása Más. Allt salla fínt og spilað af mikilli sannfæringu Tinnu og Franks. Það var einstaklega falleg sviðsmyndin í verki Önnu þar sem þau léku á sömu Slaghörpuna og maður sá allar aðgerðir Franks innan í píanóinu speglast kristaltært upp á píanólokið. Verk Ása Más endaði á gangandi bjöllu, bjölllu sem gekk út af sviðinu. Það rétt svo gaf tónin fyrir sviðslistahúllumhæið eftir hlé. Haldiði að það hafi ekki verið Palli og Áki með skínandi sveiflu. Þuríður Jóns og Rohloffinn með fín verk en dáðardrengir sláturs settu allt í nýtt samhengi eða voru hreinlega í röngu samhengi. Palli var með rosalega fallegt verk fyrir píanó prófara og urrara og padda. Rosalega sérstakt verk sem minnir mig óbeint á Skulu eftir mig sem Palli hefur aldrei heyrt og 328 eftir Áka. Áki teppalagði sviðið með sínu hafurtaski og sýndi að hann hefur engu gleymt. Sjálfur var hann á því að eitthvað hefði mistekist í lokin. Ég tók ekki eftir því, en hins vegar tók ég eftir honum færa míkrófón í miðju verki sem mér fannst alveg off. Balansinn var erfiður reyndar, í verkinu. En svaka bomba.

Því næst var förinni heitið í ljótasta hús sem ég hef á ævi minni séð, Guðríðarkirkju í Grafarholti. Lítur út eins og kókaín skemmtistaður í miðborg Reykjavíkur í miðri verðbréfahelförinni. En þar heyrðum við leiðinlegt sólóflautuverk eftir Manoury, sem var samt furðu þolanlegt. Ég fór að velta því fyrir mér hvort rafhljóðin væru ekkert svo hræðileg eða hvort maður verði ekki eins vandlátur á rafhljóð með aldrinum. Svo kom Hlými Atla Heimis. Sígildur slagari þar sem tónskáldið sýnir sérstöðu sína strax um leiði og hann vefur sig inn í teppi módernismans með sinni eigin rödd. Unaðslegt alveg. Þá næst var huldumaðurinn Einar Torfi með rosalega fínt verk. Talaði vel Lachenmannskt tungumál, það var helst miðjukaflinn af 9 sem var mjög persónulegur og einkennilegur, flottastur að matri margra viðstaddra. Hitt var meira svona góður djass. Flottar samsetningar hljóða en ekki mikið endilega gert við hvert hljóð en vel orkestrerað saman. Skröp strengjahljóðfærana grunar mig að hafi átt að vera grófari. Svo eftir hlé kom Manoury öllum að óvörum (mér að minnsta kosti) með þrusu stykki fyrir tvöfaldan kammerhóp (tvo stjórnendur). Svaka stuð og flottir glassúrveggir fullir af gestúrískum trillum og svoleiðis, haganlegasta smíði.

Myrkir Músíkdagar 2009, annar hluti

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
sunnudagur, 15 febrúar 2009
Á sunnudegi var byrjað á flaututónleikum í Salnum. Byrjaði á stykki eftir Misti sem mér fannst bara mjög fínt. Melódískt í þjóðlagastíl og nýtti sér multiphonics í hljómrænu samhengi. Það hef ég persónulega aldrei séð áður. Bara séð verk sem eru geðveikt nákvæm með einhverjar ákveðnar multiphonics en gæti í raun alveg verið hvaða rugl sem er. Þarna hefði heyrst hefði þetta verið vitlaust multiphonic. Svo var verk eftir Snorra sem mér fannst hafa mikla undirliggjandi retórík þrátt fyrir að tónmálið gerði hana ekki greinilega. Annað var bara svona já, ja, fínt. Skyldi illa calculus 2 eftir Kjartan þar sem það fór í Chopin’ískar útlínur utan um atónal tónmál en calculus 1 var meira svona hrár algóritmískur nýmódernismi. Klaus Aager var bara plein leiðinlegur.

Ég fór ekki á söngperlutónleikana og það var fyrsta skrópið mitt. En um kvöldið fór ég á kammersveitina. Það var smá púki í mér og ég var ákveðinn í að púa ef mér fyndist eitthvað vera reglulega ömurlegt. En viti menn, svo var þetta bara fínir tónleikar. Virkilega fínir. Jónas fannst mér ekkert spes en Andrej Stochl fannst mér rosa fínn. Hrafnkell Orri fór á kostum og rosa fín strengjasúpa. Allt annars konar stíll en caput. Kannski rómantískara en rosa metnaður og dúndur í þessu. Svo var pínu vont en allt í lagi teater stykki eftir Peter Graham. Atli Ingólfs var með rosalega flott verk sem byrjaði á mekanísku bassetthorn sólói með fínlegum gustum við og við sem komu frá strengjaleikurum með hótelherbergis málmmjúta. Eftir júnisonlínu sem mér fannst soldið skrýtinn kom síðan svaka þéttur og fínn massi með restinni af strengjunum, rosa flott. Seinasta verkið eftir Pavel Zemek var vont en, Matti Nardaeu var með sóló á ensku horni mest allan tímann sem var algjör englasöngur. Svo fallegt og örðu hvoru kom Einar Jóhannesson og svona greip framm í. Þó tónmálið væri ljótt var flutningurinn alveg gríðarlegur.

Myrkir Músíkdagar 2009, þriðji hluti, tjaldsþáttur

sunnudagur, 15 febrúar 2009
Á mándeginum fór ég á ágæta hádegistónleika í norræna húsinu. Þar heyrði ég gegnum hurð mjög fallegar þjóðlagaútsetningar Snorra Sigfús, sem minntu á plötuna sem hann gaf út fyrir skemmstu sem mér finnst mjög fín og notar lögin einhvern veginn, ekkert að rembast við að hafa lögin „þjóðleg“ eða velja „þjóðlegustu lögin“ sem strax kemur í veg fyrir misskiling og er fyrir vikið bara mjög fallegt og smekklegt. Svo voru stutt lítil tvíhent píanóverk eftir Þuríði og svo Hauk Tómasson. Fínt bara, svo fjórhentar barrokkútsetningar eftir Kurtag, frescobaldi, bach og purcell, algjört konfekt.

Svo sleppti ég nokkrum tónleikum og mætti ekki fyrr en á miðvikudag að sjá Stelk, og bara sorrý, bestu tónleikar hátíðarinnar. Það voru allir viðstaddir á þessu. Charles Ross er best geymda leyndarmálið og allt það. Algjör snilld. Mætti bara brot af því sem hafði verið á hinum tónleikunum sem ég fór á, allt þetta fólk missti af bestu tónleikunum. Það eru svo margir atburðir sem hafa verið algjörlega undirdokjúmentaðir þar sem ég hef séð Charles fara á kostum. Segulbandagjörningurinn í Tjarnarbíói, á MM 2003 eða eitthvað álíka, og geðveikt verk á Eiðum 2007. Svo heyrði ég geðveika sembalstykkið í sumar á upptöku. Þarna voru tónleikar með fullt af nýju efni, fyrst Early Sea Painters sem byrjaði dáldið rokkað og seinni helmingurinn var algjör snilld. Svo var tekið piano phase eftir Reich í gítarútsetningu. Mjög flott þótt ég þoli Steve Reich minna og minna með hverju árinu sem líður. Svo koma bomba kvöldsins að mínu mati. The Fox. Æðislegt verk. Get ekki lýst því. Alveg ótrúlegt. Rosa flottir víóludúettar með undarlegum innskotum með annarlegum hrynhugmyndum. Kynngimagnað. Eftir hlé var fyrst dúett með þeim félögum Matta og Charles, sem ég man ekki hvað hét, skemmtilegur Kora fílingur. Svo var Matti með sóló eftir sjálfan sig sem var alveg geðsjúkt. Ótrúlega fínlegt yfirtónagítarplokksrugl. Snargeðveikt. Þá endaði það á sögustykkinu Leviaphone sem var ákaflega skemmtilega kakófónía full af annarlegum vísunum og Kínverskt lag í uppklapp.

Sinfó var bara allt í lagi þannig séð. Troðfullt hús á myrkumsinfó, aldrei séð það fyrr. Trekti bara að eins og sálin og sinfó. Haukur var fínn. Danni var fínn. Ég var ekkert eins mikið á móti þessu og ég hélt ég myndi vera. Þetta var bara stemning, dash af hollywood en samt voða fínt.

Á föstudeginum fór ég ekki á djasskjaftæðið heldur fór á geðveika fokking tónleika í Nýló með nýlókórnum. Alveg frábært. Sérstaklega Veðurspáin eftir Hörð Braga sem var fyrir kór þeremín bassa og upptökur og svo var Magnús Pálsson með geðveikt verk sem vann með element úr Hrafnkellssögu. Notaði rými og hreyfingar og fór alla leið í jákvæðri tilgerð og tilþrifum. Byrjaði á miðlungsverki eftir Phillip Corner. Ég er nú hrifinn af sumu eftir Corner en nóg um það.

Nýtt húsnæði SLÁTUR

Written by Áki Ásgeirsson
miðvikudagur, 11 febrúar 2009
ImageSaumaklúbbur SLÁTUR var haldinn hátíðlegur í gærkvöldi í nýju húsnæði samtakanna í húsinu nr 14 við Njálsgötu. Stenmingin var að vonum fjölbeitt eins og meðfylgjandi mynd gefur til kynna.

saumaklubbur

Austurrískt Klám í Nýju Jórvík

laugardagur, 07 febrúar 2009
Í kvöld fór ég á tónleika með Argento samspilinu í Miller Theater í Columbia. Á efnisskrá var aðeins eitt verk, verkið “In Vain” frá árinu 2000 eftir Georg Friedrich Haas. Verkið er fyrir 24 hljóðfæri, ein klukkustund á lengd og er sérstakt fyrir þá sök að helmingur verksins er spilaður í algjöru myrkri (engin lesljós).

Auðveldast er að lýsa verkinu eins og að eilíft sé zoomað inn í efniviðinn og farið lengra og lengra inn í hann þar til aftur er komið á upphafspunkt. Efniviðurinn er einfaldur, tvær mismunandi ómtýpur eru nýttar til að flökta fram og tilbaka, önnur er bara spektrúm en hin er svona óáttundaendurtekningarhljómruna eða hvað sem svoleiðislagað heitir á íslensku. Innan þessara óma eru svo runur af nótum niður á við, stærri hreyfing upp á við og svo svona spektral tónar sem svo verða hljómar. Eins og ég sagði þá er yfirborðið tekið og farið inn í það, i.e. eitthvað er blásið upp t.d. skali niður á við þar til hann er kominn úr því að vera skreytifyrirbæri yfir í að vera tektónískt fyrirbæri. Svo lengist kannski hver nóta þar til maður fer að “heyra” fínleikann innan nótunnar og þá er maður aftur kominn í einhverja skreytifígúru sem svo er áfram zoomað inná. Þar sem ekki er ljós helmingin af stykkinu (kemur tvisvar inn og út) þá verða þeir hlutar sem eru spilaðir í myrkri að vera fremur einfaldir bæði í spilun og samhengi ef 24 manns eiga að geta samræmt sig og spilað saman. Þetta gefur verkinu mikla vídd á milli nákvæmni og smáatriða annarsvegar og svo rosalega stórra pensilsveipa hins vegar. Á þeim punktum verður korn stærðin svo stór að yfirborðið jaðrar við fauvisma.

Vanalega myndi ég vera heiftarlega skeptískur á svona hreinann spektralisma, yfirborðsprócess og gimmik (ljósin), og jafnvel þótt þetta sé hreinasta klám þá get ég ekki sagt annað en þetta var ein besta konsert upplyfun sem ég hef átt lengi. Verkið er stórgott, og utan við nokkuð ljótann (i.e. traditional) hörpupart og ofnotkun á tam tam þá get ég bara ekki fundið neitt verkinu til ama. Veit ekki hvort það myndi lifa af hlustun á disk, ljósin gera ansi mikið, og þetta er í raun sviðsverk. Er ekki viss um að það gengi upp á tónleikum með öðrum stykkjum, en eitt og sér á sviði þá er það alveg frábært.

Bækur

Login Register

Bækur

classic Classic list List threaded Threaded
Locked 5 messages Options Options

Loading…
Move topic
Pin topic
Unpin topic
Lock topic
Unlock topic
Delete this topic
Delete this topic
Embed post
Permalink

Selected post Feb 05, 2009; 12:08pm

Bækur

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Þráinn Hjálmarssononline
Það átti sér stað umræða í gærkvöldi sem var sjónvarpað beint í sjónvarpi síðunnar þar sem það var leidd niðurstaða að það væri sniðugt að hafa einhvern vettvang til þess að koma góðum bókum á framfæri, dreifing á ábendingum um bækur, bækur sem væru verðugar eru að lesa, enda mikið til af rusli. Einnig barst til tals að skapa vettvang þar sem bækur eru kynntar á þann máta að óþarfi væri að lesa þær, enda ekki nægur tími til þess að lesa og skoða allt. Úr því verður vonandi leyst síðar.

Hér eru nokkrar bækur til þess að byrja.

Hljóðeðli:
„On the sensation of toneas a physiological basis for the theory of music“ eftir Hermann von Helmholtz, gefin út árið 1863. Þetta er bók sem að stendur fyrir sínu þegar það kemur að hljóðrannsóknum þrátt fyrir elli, í þýðingu Alexander J. Ellis (yfir á ensku) bætir hann við ýmsar kenningar Helmholtz í neðanmálsgreinum, það má kannski segja að hann sé annar höfundurinn. Mig minnir að Harry Partch hafi stuðst við þessa bók þegar hann gerði sitt stórvirki: „Genesis of a Music.„

Tónstillingar:
„Genesis of a music“ eftir Harry Partch kom út árið 1947, í bókinni er fjallað um tónstillingar og ekki síst fílósófíu Partch og viðhorf hans til tónlistar. Fjallað er um ýmsa skala sem hann var að vinna með í tónlist sinni. Þetta er fyrir þá sem að vilja kynna sér Just Intonation.

TónList (umfjöllun tónskálda um tónlist):
„New Musical Resources“ eftir Henry Cowell, bókin kom út árið 1930 og stendur enn fyrir sínu, í bókinni eru ýmsar pælingar sem að tónskáld eins og Conlon Nancarrow og John Cage gengu enn lengra með, þar má nefna Tempóskalann (sem Nancarrow vann með) og vottur að prepared piano (sem Cage gekk lengra með). Þessar hugmyndir eltast ótrúlega vel og má jafnvel segja að þær séu sumar hverjar enn þá ágengar.

„Give my regards to eighth street“ er safn rita eftir Morton Feldman gefin út árið 2000, Feldman fjallar um nokkur verka sinna, fjallar um tónskáld, skítur yfir nokkur skáld og hampar öðrum. Bókin gefur innsýn inní karakterinn á bakvið tónlistina og örlítið sjónarhorn inní tónlistina.

„Sound Plasma – Music of the Future Sign“ eftir Horatiu Radulescu, gefin út 1975. Það er erfitt að komast yfir eintak af þessari bók, en þessi bók gefur góða innsýn yfir hugarheim Radulescus og pælingar hans um sound plasma, það er smá torf að komast inní þessa hugmyndafræði en bókin gefur virkilega mikið tilbaka eftir erfiðið.

„Silence: Lectures and Writings“ er safn greina og texta eftir John Cage og kom út árið 1973, bókin gefur sýn inn í tónlist og karakterinn John Cage.

Listheimspeki:
Ég nefni að það beri að koma að ritum Rudolf Arnheims með fremur gagnrýnni hugsun, þar sem hún virðist í fyrstu reynast sönn, en svo kemur að því að maður uppgvötar þröngsýni Arnheims þegar kemur að viðhorfi til listar. Skemmtilegar bækur eru „Entropy and Art“ (1971) þar sem Arnheim gagnrýnir aðkomu „information theory“ á listina, gagnrýnin byggir á misskilningi Arnheims á greininni svo lítið er hægt að taka mark á honum en engu að síður áhugavert viðhorf.
Einnig er bókin „Art and Visual Perception: A Psychology of the Creative Eye“ (1954) virkilega skemmtileg og áhugaverð þar sem fjallað er um sjónræna spennu í hlutum.

Annað (skírnis-greinar):
Viðar Þorsteinsson skrifaði grein í Skírni vorið 2006 sem nefnist „Nýhil, eða vandi hins nýja“, fjallað er um listræna ágengni, skyldulesning.

Aðalsteinn Ingólfsson skrifaði um bókverk Dieter Roths á árunum 1957-1961, heitir greinin „Bók um bók frá bók“ og birtist í Skírni vorið 1988. Greinin fjallar um sögu og aðdraganda (viðhorfi) að bókverkum Dieters, áhugaverðast er hvernig D.R. kemur að bókarmiðlinum sem slíkum, dálítið líkt viðhorfi Marshall McLuhan en ég veit ekki hvort að það hafi verið einhver tenging þar á milli.

Atli Ingólfsson: „Að syngja á íslensku“ birtist í Skírni í tveimur hlutum í haust- og vorriti Skírnis árið 1994. Greinin skoðar ljóðahefð og tungutak íslenskunna útfrá forsendum „information theory“, virkilega áhugaverð lesning en samt smá torf að lesa sig í gegnum.

Selected post Feb 05, 2009; 2:35pm

Re: Bækur

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

David Brynjar Franzsononline
Gott framtak,

lengi viljað sjá bókasafn S.L.Á.T.U.R. Aðallega spurning um hvernig best er að standa að framkvæmd. Einn möguleiki er að geima skönn á læstu svæði síðunnar þar sem einungis meðlimir hafa aðgang til að forðast h0fundarréttar vesen (ljósritun á efni sem er undir rétti er leyfileg til kennslu þannig að það er kannski spurning um að leysa þetta einhvernvegin út frá því).

eitthvað af bókunum er líka aðgengilegt á books.google.com eða á guttenberg eins og t.d. on the sensation of tones sem er hér http://books.google.com/books?id=x_A5AAAAIAAJ&pg=PA3&dq=On+the+sensation+of+toneas+a+physiological+basis+for+the+theory+of+music&ei=PPiKSZuAOIHEMuKX-LAF

svo er líka kannski hægt að safna saman bókunum í sláturrýmið í bókasafn þar, og hafa þær vel merktar þannig að ef einhverntíma kemur til þess að ekki er hægt að hísa safnið lengur þá er hægt að leysa það upp og skila til fyrri eigenda.

Selected post Feb 06, 2009; 1:39pm

Re: Bækur

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Guðmundur Steinn Gunnarssononline
Já og ég vil bæta við það sem við ræddum. Maggi var að tala um hvernig Ólafur Elíasson vinnur. Hann lætur stundum fólk lesa bækur fyrir sig og spyr síðan, var eitthvað áhugavert fyrir mig (eða okkur) í þessu. Þannig er hægt að skapa svona bókasamvitund þar sem að er hægt að mæla eða ekki mæla með bókum eða segja bara hvað er í þeim. Til dæmis með sumar bækur þarna, sérstaklega þær sem eru gamlar er oft hægt að endursegja á skýrari og skilmerkilegri máta. T.d. Genesis of a Music, er hægt að útskýra einfaldar, hún er skrifuð fyrir tíma sjónvarps og höfundurinn neitar að nota almennar skilgreiningar til að auðvelda málið. Þannig gæti ég til dæmis sagt einhverjum hvað er í þessari bók, eða Stína. Þannig eru líka til bækur sem ég hef fengið mikið út úr að lesa en myndi ekki mæla með því að lesa þær endilega, því það er aðallega smá paradigm í þeim sem er sniðugt og gagnlegt í einhverju samhengi. En með opnum samskiptum á þennan hátt er hægt að búa til bókasamvitund.

Kannski væri hægt að gera svipað með plötur og geisladiska, en það er aðeins annars eðlis, alla vega búa til sér umræðuþráð með diskum, eða tónvefefni sem maður vill vekja athygli á.

En ef ég hleyp stuttlega yfir nokkrar áhugaverðar bækur sem ég ætti að geta endursagt, að jafn miklu leyti og ég skildi þær og tengdi við þær þá:

Foundations of Syntactic Theory-Robert Stockwell
Bara almenn kynning á málvísindum síðari áratuga. Margt áhugavert og líka hlutir sem maður speisar á. Sumsé skylt því sem maður myndi kalla orðflokkagreiningu og setningafræði nema bara á dýpri skala og oft módel sem eru sameiginleg með öllum tungumálum. Enda trúir Chomsky því að það sé bara stigsmunur á tungumálum og díalektum, tungumálseiginleikinn er meðfæddur. Þetta sýndi mér hvernig hægt er að hugsa hluti í mismunandi röðum og hírarkíum, t.d. orðaröð í mismunandi tungumálum og hvernig kerfi tilvísana verður alltaf flóknara og flóknara eftir því sem líður á samtal eða frásögn. Grunnhugtökin eru predicate og participant, np og vp, í raun nanfnliður og sagnliður, og alls kyns undirpælingar og rugl útfrá því.

Meta-Hodos- James Tenney
Tengi margt óvart saman í þessari bók og bókinni á undan. Hér er Tenney að búa til tóngreiningar módel útfrá Gestalt sálfræði. Hvernig breytingar á parametrum búa til flokka, teikna strik á mismunandi stigum goggunarraðar. Minnst element (t.d. eitt hljóð), svo clang (nokkur, frasi), svo sequence, svo section og svo framvegis. Auðvelt að bera þetta saman við hugmyndir úr setningarfræði og klassískar tónsmíðahugmyndir, s.b.r. motif, phrase, theme osfrv. En miklu almennara.

Gutenberg Galaxy- Marshall McLuhan
Vó, ég vil ekki einu sinni byrja, en ég las þessa og stóran hluta af understanding media, laws of media og digital McLuhan. Gutenberg Galaxy höfðaði þó mest til mín, en þetta er allt ótrúlegt. Ég veit ekki hvort ég mæli með þessu því ég hugsaði of langt inn í mig á því að lesa þetta. Auk þess sem hann vitnar í allt í heiminum og maður gæti endað á því að reyna að lesa allt í heiminum eftir að lesa þetta. En í grófum dráttum öll framlenging á mannlegum eiginleikum er tækni. Öll tækni breytir öllu, alveg öllu og allt sem maður hélt að klárir einstaklingar hefðu búið til er bein orsök af tæknibyltingum sem eru beinar orsakir af tæknibyltingunum þar á undan. Hann talar um media literacy, miðlalæsi og spyr ekki hvort góðir eða slæmir hlutir leiði af tækni heldur bara hvað sé að gerast. Mjög áhugavert og það kemur málinu í raun ekkert við að hann hafi spáð fyrir um tilurð internetsins og afleiðingar þess, bladí bladí.

Generative Processes in Music: The psychology of performance, improvisation and composition – John A. Sloboda(ritsjóri)
Greinasafn frá 1988. Ritsjóri gagnrýnir ritið music perception í formála og talar um að tónlistarsálfræði hafi ekki beinst nóg að því að gera tónlist. Greinar eftir ýmsa þar með Fred Lerdahl. Ég las flestar en ekki allar greinarnar og mér fannst mikið um margar þeirra, gott og slæmt, einkum grein Freds Lerdahl.

Processing bókin- Casey Reas og Ben Fry.
Geðveik. Geðveik kynning á forritinu og forritun og tölvulist í senn. Best skrifaða tölvukennslubók á nokkru sviði sem ég hef séð. Góð kennsluaðferð og gagnleg verkefni.

Svo eru bækur sem mig langar að lesa en hef ekki lesið:
Hrynjandi íslenskrar tungu-sigurður kristófer pétursson
Nýjall-Helgi Pjeturs
Division of the Tetrachord-John Chalmers
History of Consonance and dissonance-James Tenney
Generative Theory of Tonal Music- Lerdahl, Jackendorff

og margt fleira

Mæli ekki með:

New Media in Art-Michael Rush
Ruglingslegt að lesa svona bók sem er að fjalla yfirborðslega um allt.

Introducing, for beginners serían, las Derrida, Focault, Chomsky ofl.
Fannst þetta rosalega sniðugt, bækur til þess að geta þóst vera gáfaður. En hins vegar finnst mér þær líka ruglingslegar því það er farið svo hratt yfir svo mikið og allt sett í samhengi við alla sögu gáfumennsku, líkt og maður sé að kynna sér fagið í heild. Miklu skemmtilegra og gagnlegra og jafnvel auðveldara að lesa Focault sjálfan eða alvöru málvísindi. Flottar myndir samt.

Selected post Feb 06, 2009; 4:44pm

Re: Bækur

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

David Brynjar Franzsononline
Líst vel á hugmyndina um bækur sem EKKI á að lesa. Flýtir fyrir manni.

Hvað varðar tónlistarsálfræði gagnrýninina þá er hægt að bæta við það að ekki er nóg með að það sé ekki nóg rannsakað í gegnum að búa til tónlist þá er einnig rosalega lítið af alvöru rannsóknum á grunninum, t.d. er rosalega lítið vitað um hvaða tónlistarlegu víddir valda líkamlegum breytingum eða hvort mikill og lítill munur (hátt, lágt vs hátt mið lágt mið) hafi sömu viðbrögð í heila. Í heildina þá er þetta geiri sem er upp fullur af falsspámönnum og er því við hæfi að nefna hvað á alls ekki að lesa.

EKKI LESA This is your Brain on Music – Daniel Levinstein.
Einhver mesta lygi allra tíma. Hvernig honum tekst að lesa það sem hann les út úr rannsóknargreinum skil ég hreinlega ekki. Algjört rugl. Bibliographian er hins vegar góð og gott að fara í hana og lesa svo alvöru greinarnar.

Í staðinn lesa allar greinar eftir Isabel Peretz, Max Coulthardt og svo náttúrulega Roger Shepard (fann upp shepards tone).

Það sem er gott að lesa á hinn bóginn er:

The Book of Imaginary Beings eftir Borges, góður primer í skrímslafræðum. Á eftir þessari er um að gera að redda sér góðri beastiary eins og t.d. Giants, Monsters and Dragons eftir Carol Rose. Hugmyndaheimurinn á bakvið skrímsli úr mismunandi menningarheimum er stór merkilegur ef maður ber saman úr hvaða hlutum hið óþekkta er saman sett.

The Elements of Statistical Learning – Trevor Hastie, et.al. Primer í tölfræði gervigreynd, ekki nein lógík heldur lærdómsvélar og slíkt. Alveg æðisleg og ekkert ofboðslega flókin.

Discourse Reader eða eitthvað álika, man ekki eftir hvern, stal henni af Lexi sem virðist hafa stolið henni til baka. Discourse analysis er greining á tungumáli, málshætti og texta sem tengir saman sálfræði, linguistics, semiotics, os.frv. Rosalega merkileg pæling um samhengi og máltak.

How to do Things with Words – J.L. Austin
Grundvallar bók í tungumála heimspeki. Strax á fyrstu síðunum hendar hann fram gullmolum eins og t.d. að oft segjum við eitthvað með því hversu stór orð við notum frekar en merkingu orðanna, og að mörg mestu breikthrough í heimspeki stafi af miskilningi eins aðila á verki annars sem leiði til einhvers nýs. Stutt og laggóð bók.

Atlas of Novel Tectonics – Reiser og Myomoto
Handbók í teorískum arkítektúr. Besta bók í heimi. Algjörlega í ruglinu. Þau eru fimmtug og hafa náð að byggja tvær byggingar. Rosalega skemmtilegur tour de force í gegnum sköpunarferlið og hvað ber að varast og hvað sé gott. Einhver allra besta tónsmíðakennsla sem ég hef nokkurntíma séð.

Selected post Feb 15, 2009; 7:31pm

Re: Bækur

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Guðmundur Steinn Gunnarssononline
Bækur sem ég væri til í að aðrir kynntu fyrir mér væri

Atlas of Novel tectonics-Davíð
Einar Pálsson hvað sem er, t.d. pýþagórisminn og allegoríur njálu-Maggi
Nýjall-Palli, Þráinn eða Þorkell
Hrynjandi íslenskrar tungu- Maggi
Stastical learning – Davíð
discourse reader-Davíð
Flóra Íslands-Þráinn
Sound and Sentiment-Charles (fjallar um hljóð í menningu nýja bretlands norður af papúa nýju gíneu)
ýmis boðfræði-Þráinn
Barlow bókin-Áki eða Ingi
New Musical Resources- Áki

fleiri bækur sem tónskáld hafa skrifað um sínar aðferðir (formalized music, ferneyhough collected writings, technique of my musical language, einkum ef einhver hefur lesið eitthvað sem er bara til á tungumáli sem ég kann ekki).

En einnig væri líka bara gaman að fá almenna fyrirlestra um málefni sem einhver hefur kynnt sér, jafnvel úr nokkrum bókum og greinum og netrugli. Einnig finnst mér að menn mættu senda inn linka á áhugaverða netfyrirlestra sem þeir hafa séð inn á borðið.

og eflaust margt fleira

Það sem ég átti við með Generative Theory of Tonal Music var bara ef einhver (þá líklega Davíð) hefði lesið hana betur en ég. Ég byrjaði bara á henni.
Ég og Davíð ræddum þessa vafasömu bók einu sinni og þá barst í tal eftiralda ýmissa pælinga sem hafa komið í kjölfarið. Ég væri til í að skoða meira af pælingum sem tengja málvísindi (sálræn málvísindi eða hvað sem það er kallað) við tónlist.

Fleiri bækur sem ég gæti kynnt eru

A Pattern Language og Timeless way of Building eftir Christoph Alexander.
Davíð segjir að þessar bækur hafi verið skrifaðar til þess að eyðileggja uppáhalds arkítektúrinn sinn, brútalismann svokallaða. Þetta er í eðli sínu vont dót. Þetta eru hippalegar pælingar um að endurvekja folk-arkítektúr eftir ákveðnum leiðum. Burt séð frá stöðu þessara pælinga í heimi arkítektúrs er þetta flott paradigm. Þetta er semsagt kerfi af þumalputtareglum á mismunandi levelum í annarri bókinni og dæmi um slíkar þumalputtareglur  í hinni. Þau eiga að auðvelda samskipti arkítekta við notendur rýmis  og felur í sér skilgreiningar á því hvernig allt á að vera og af hverju, allt frá borgarskipulagi niður í gluggasillur. Ótrúlega undarlegar margar tillögurnar, eins og gistiheimili gerir ráð fyrir því að best sé að gestirnir gisti í sama herbergi. Tilbúið kerfi sem á að hegða sér eins og þjóðþekking.

A New Kind of Science- Stephen Wolfram
Ókei ég las hana ekki alveg alla en ég las samt alveg stóran hluta af henni og skoðaði örugglega allar myndirnar (sem er það langflottasta við bókina). En ég gæti kynnt þetta á einhverjum level. Þetta er semsagt bók eftir gáfaðasta mann í heimi, eða mann sem telur sig vera það, skrifuð á poppensku sem boðar byltingu í öllum vísindum  (og listum víst). Hún er til á borgarbókasafni þannig að ef hún yrði kynnt þyrfti helst að sýna myndirnar með. Þetta fjallar semsagt um að nota svokallað cellular automata til þess að gera líkön af því hvernig allt óskiljanlegt í heiminum virkar.

Svo væri ég til í að kynna Kvæðaskap þegar ég er búinn með hana og fleiri bækur sem ég hef byrjað á, á eftir að byrja á eða hef alla vega ekki klárað að lesa.

Svo eru viðvaranir sem koma með bókum sem ég setti inn í sláturbókasafnið:

Experimental Music, Cage and beyond. Áhugaverð umfjöllunarefni en það sem er sagt hefur oft lítið sannleiksgildi þegar nánar er að gáð. Svo er bókin skrifuð svo stuttu eftir allt sem hún fjallar um og hefur greinilega litla yfirsýn. Það er vont að þessi bók skuli hafa haft áhrif á discourse-inn og rangindi bókarinnar halda áfram að dreifast. Því er hún sett á safnið með viðvörun (festi kannski viðvörun á bókina).

Svo eru það viðtölin við Berio. Ég set bara spurningarmerki vegna þess að hann segjir svo vafasama hluti í bókinni, það er samt skýrt að þar koma bara fram skoðanir eins manns.

Ég kom ekki með bækur og skor sem eru mjög gamaldags eða plein vont og ég kom ekki með skáldsögur, ljóðabækur, rímur eða bækur um andleg málefni.

Free Embeddable Forum powered by Nabble

Nördakvöld SLÁTUR

Written by Áki Ásgeirsson
mánudagur, 02 febrúar 2009

nordakvold-sm2

Prjónakvöld S.L.Á.T.U.R. verða haldin hvert ÞRIÐJUKVÖLD (ath breytt tímasetning) og hefjast í næstu viku þann 10.2.2009. Stemningin hefst klukkan 20:00 í nýju húsnæði Slátur-samtakana við Njálsgötu og eru opin áhugasömum einstaklingum um tölvuforritun í listrænum tilgangi. Þáttakendur eru hvattir til að taka með sér:

* fartölvu
* góða skapið
* snarl og/eða drykki
* gögn og góðar hugmyndir

Hugmyndin er að fólk komi saman og vinni að því sem viðkomandi er með á prjónunum hverju sinni. Ekki er um fyrirlestra eða skipulagða dagskrá að ræða. Hinsvegar gefst fólki tækifæri að viðra hugmyndir sínar, leita ráða osfrv. Mæting er frjáls og ekki þarf að tilkynna þáttöku fyrirfram.

Sláturdúndur

Written by Áki Ásgeirsson
þriðjudagur, 27 janúar 2009

dundur

Hrá sláturverk. Ósoðin, lauflétt og níðþung músík.

Næstkomandi föstudagskvöld 30.janúar 2009 halda S.L.Á.T.U.R.-samtökin tónleika á Kaffihúsinu Hljómalind kl.20.00. Þessir tónleikar eru þeir fyrstu í röð viðburða undir heitinu sláturdúndur. Þetta er fyrsta sláturdúndur sinnar tegundar en verður hér eftir haldið mánaðarlega, seinasta föstudag í mánuði.

Á sláturdúndri eru einungis frumflutt ný listrænt ágeng tónverk. Listrænt ágeng tónskáld umhverfis Reykjavík koma því saman ásamt listrænt ágengum hljóðfæraleikurum sem í sumum tilfellum eru tónskáldin sjálf. Í þessari mánaðarlegu seríu er ekki gert út á umgjörð og formlegheit heldur listrænt ágengi í sinni hreinustu mynd.

S.L.Á.T.U.R. eru Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík. Markmið samtakanna er að stuðla að listrænu ágengi umhverfis Reykjavík og víðar. Samtökin standa reglulega fyrir ýmsum viðburðum svo sem sumarsólstöðutónleikum, nýjárstónleikum, keppninni um keppinn, utanlandsferðum sem kynna listrænt ágengi og nú sláturdúndur. Einnig er að styttast í útgáfu af kynningargeisladisk samtakanna. Þá munu samtökin halda tónlistarhátíð síðsumars.