January 3
NýárstónleikarSunnudag 6. janúar 2013, kl 16:00. Holtsgötu 6
Samtök Listrænt Ágengra Tónsmiða Umhverfis Reykjavík (S.L.Á.T.U.R) fagnar nýju ári með sínum árlegu Nýárstónleikum þar sem nýju ári er fagnað með nýjum verkum meðlima samtakanna. Verkin á tónleikunum eru samin fyrir Harmóníum (ísl. Orgvél / Orgel ) í flutningi Tinnu Þorsteinsdóttur, píanista. Tónleikarnir eru stofutónleikar og fara fram í heimahúsi að Holtsgötu 6, 101 Reykjavík.
Ókeypis er inn á tónleikana og allir velkomnir!
…
Tinna Þorsteinsdóttir, píanisti er með víðtæka reynslu á sviði nýrrar tónlistar og hefur frumflutt um 40 píanóverk sem samin hafa verið fyrir hana síðastliðin ár. Hún vinnur náið með mörgum íslenskum tónskáldum, er liðtæk í tilraunatónlistarsenunni og hefur unnið með tónskáldum eins og Helmut Lachenmann, Morton Subotnick, Evan Ziporyn, Christian Wolff og Greg Davis.
[…] er inn á tónleikana og allir velkomnir! S.L.Á.T.U.R. Leita […]