Tónleikar Fersteins og útgáfutónleikar Horpma

8. juni 20:30 – 22:00 – Café Flóra, Grasagarðinum, Laugardal, Reykjavík

Kvartettinn Fersteinn heldur tónleika á Café Flóra í Grasagarðinum í Laugardal, miðvikudaginn 8.júní. Aðgangur er ókeypis og tónleikarnir hefjast klukkan 20:30. Fersteinn er kvartett skipaður þeim Báru Sigurjónsdóttur, Guðmundi Steini Gunnarssyini, Lárusi H. Grímssyni og Páli Ivan Pálssyni. Fersteinn leikur verk eftir Guðmund Stein Gunnarsson. Tilefni tónleikanna er útgáfa geislaplötunnar Horpma sem nýverið kom út hjá Carrier Records í Bandaríkjunum. Platan hefur hlotið góðar viðtökur í Bandaríkjunum, fengið góða dóma og talsverða útvarpsspilun í háskólaútvarpi miðað við það sem gengur og gerist í tilraunatónlist.

Dagsrká tónleikanna kemur þó ekki beint af plötunni, enda er verkið Horpma sérsamið fyrir heimahlustun. Fersteinn mun í stað leika röð kvartetta fyrir ýmis hljóðfæri, þar á meðal ukulele, saxófón, blokkflautu og gæsaflautu. Kvartettarnir samanstanda af léttum og stuttum lagstúfum í einkennilegri en þó grípandi hrynjandi.

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>