Tinna tekur S.L.Á.T.U.R.

lasercat

Píanótónleikar með verkum S.L.Á.T.U.R. meðlima

Tinna Þorsteinsdóttir leikur ný píanóverk eftir Slátur-meðlimi í Norræna húsinu, laugardaginn 18. desember klukkan 17:00.  Almennt miðaverð: 1500 kr. (1000 kr. fyrir nemendur og 5000 kr. fyrir gagnrýnendur)

Píanóleikarinn Tinna Þorsteinsdóttir hefur flutt gríðarmikið af íslenskri tónlist auk þess að frumflytja fjöldi tónverka sem skrifuð hafa verið sérstaklega fyrir hana.  Hún hefur unnið með ýmsum Slátur-meðlimum í gegnum tíðina og mun nú flytja verk frá 2009 og 2010 sem flest voru gerð í samvinnu við Tinnu.  Verkin sem flutt verða á tónleikunum eru öll sérlega frumleg og áhugavekjandi.  Tónlist Sláturmeðlima, sem miðast að útbreiðslu listrænt ágengrar hugmyndafræði og nýsköpun í menningu, hefur hlotið mikið lof almennra hlustenda, listasamfélagsins og fræðimanna.

Á tónleikunum mun m.a. heyrast nýtt verk eftir Hallvarð Ásgeirsson sem varð landsfrægur eftir leik sinn í kvikmyndunum Varði fer á vertíð og Varði goes Europe.  Hallvarður er nýkominn úr tónsmíðanámi frá New York, þar sem hann gerði garðinn frægan.  Því er þetta kærkomið tækifæri að heyra tónlist Hallvarðs á nýjan leik á Íslandi.
Af öðrum tónskáldum má nefna Guðmund Stein Gunnarsson og Jesper Pedersen.  Guðmundur Steinn hefur verið í fararbroddi listrænt ágengrar íslenskrar tónlistar og lífsspeki undanfarin ár.  Hin sérstæða tónlist hans er engri annari lík, sjálfsprottin, framandi, seiðandi, dáleiðandi, opinberandi, séríslendsk, náttúruleg og orkurík.  Fleiri og fleiri ánetjast tónverkum Guðmundar Steins og finna í þeim nýja uppsprettu hughrifa.
Jesper Pedersen er danskur að uppruna en hefur slegið í gegn í jaðartónlistarheimi Reykjavíkur.  Verk hans ganga inn í heim hins óvænta og krefjast svara við áleitnum spurningum um tónlist, menningu, íþróttir, dýralíf o.s.frv..  Á tónleikunum flytur Tinna nýja útgáfu verks Jespers, Laser Cat, sem tengir saman mannlega tækni, dýrsleg viðbrög, samruna nótna og hljóðfæris og leikræna upplifun.

Tónleikagestir eru beðnir að koma ekki með farsíma, boðtæki eða önnur rafeindatæki sem gætu gefið frá sér óþægilegar útvarpsbylgjur.  Það er hefð á jólatónleikum S.L.Á.T.U.R. að klappa ekki, heldur blístra lágt eftir flutning hvers tónverks.

S.L.Á.T.U.R.: www.slatur.is
Tinna Þorsteinsdóttir: www.annit.is

Frekari upplýsingar veitir Áki Ásgeirsson, s. 661-9731

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>