Arduino námskeið

labduino

LORNALAB stendur fyrir grunnnámskeiði í notkun á Arduino örstýrispjaldinu (microcontroller).

Námskeiðið fer fram í Útgerðinni, Grandagarði 16, laugardaginn 13. nóvember klukkan 13:00-17:00. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Hakkavélina og Félag um stafrænt frelsi á Íslandi. Aðgangur er ókeypis en framlög til uppbyggingar LORNALAB eru velkomin.

Arduino hefur rutt sér til rúms sem aðgengilegt tæki fyrir listamenn, nörda og hobbýista til þess að skynja og hafa áhrif á efnisheiminn á rafrænan hátt.

Aðalleiðbeinandi námskeiðsins er tilraunalistamaðurinn Erik Parr sem er meðlimur í LORNALAB og vinnur fyrir gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík. Á námskeiðinu verður farið í uppsetningu, Arduino umhverfið kynnt og unnin verða verkefni í frjálsri hópvinnu.

Þáttakendur þurfa að koma með fartölvu og mælt er með að fólk komi með sitt eigið Arduino borð. Þó verður hægt að kaupa Arduino á staðnum eða fá lánað í takmörkuðu mæli.

Kennd verða framhaldsnámskeið um notkun Arduino síðar á þessu ári og í upphafi næsta árs.

Frekari upplýsingar um Arduino: http://www.arduino.cc/
LORNALAB: http://www.facebook.com/home.php?#!/pages/Reykjavik-Medialab/148550668517925
Hakkavélin: http://www.hakkavelin.is
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi: http://www.fsfi.is

——

Heildardagskrá Reykjavik Digital Freedom Workshop 2010:

== Laugardagur (Hakkavélin) ==

10:00-12:00: Opnir ættfræðigagnagrunnar
13:00-17:00: Creative Commons
17:00-19:00: Wikipedia

== Laugardagur (Reykjavík MediaLab) ==

10:00-12:00: Stafrænt jólaföndur (Gimp og Inkscape)
12:00-16:00: Arduino
16:00-18:00: Notendatilraunir (Skuggaþing / Betri Reykjavík)

== Sunnudagur (Hakkavélin) ==

10:00-14:00: Nordic Perl Workshop
15:00-19:00: Gerð kynningarefnis fyrir ráðstefnuna

== Sunnudagur (Reykjavík MediaLab) ==

10:00-14:00: OpenStreetMap
14:00-18:00: IMMI - Icelandic Modern Media Initiative

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>