Skmendanikka

skmendanikka

Skmendanikka – Ný tónlist fyrir ný íslensk hljóðfæri.
Fimmtudagur 30. september kl 21:00, Útgerðin, Grandagarði 16

Á tónleikum Skmendanikku verða flutt ný verk eftir SLÁTUR meðlimi. Tónleikarnir eru haldnir í Útgerðinni, Grandagarði 16, annari hæð, og hefjast klukkan 20:00. Aðgangseyrir er 1500 KR en hægt er að fá allt að 100% afslátt með því að mæta á alla tónleika Sláturtíðar.

Á tónleikunum verða flutt eftirtalin verk:

* Guðmundur Steinn Gunnarsson, Halanali (frumflutningur)
* Ingi Garðar Erlendsson, untitled (frumflutningur)
* Jesper Pedersen, Flipp B (frumflutningur)
* Jesper Pedersen, Find the B-flat (frumflutningur)
* Páll Ivan Pálsson, T-1 (frumflutningur)
* Þorkell Atlason, Duel (frumflutningur)

Skmendanikka er tónlistarhópur sem sérhæfir sig í að flytja verk fyrir sértilbúin og stundum heimagerð hljóðfæri. Hana skipa Frank Aarnink (m.a. slagverksleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands), Katie Buckley (hörpuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Duo Harpverk), Sturlaugur Björnsson (fyrrum hornleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, núverandi bruggmeistari) og Snorri Heimisson (fagottleikari og stjórnandi Lúðrasveitar Verkalýðsins). Þrátt fyrir að hafa farið í gegnum sérhæfingu á sín hljóðfæri er um að ræða hæfileikamenn sem skilgreina greind sína ekki útfrá verkfærinu sem þeir nota heldur sínum djúpu tónlistarhæfileikum, listrænni sýn og fjölhæfni. Þeim er því tamt að tileinka sér þau margvíslegu tilraunakenndu hljóðfæri sem detta upp á borðið úr prjónastofu S.L.Á.T.U.R. samtakanna. Hópurinn hefur djúpan skilning á því að til þess að búa til nýja menningu þarf ný verkfæri.

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>