2.febrúar activating the medium, San Francisco Art Institute

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
fimmtudagur, 06 mars 2008

Kom seint og heyrði mjög venjulega raftónlist flutta af Jason Kahn. Samt fínt. Þar næst spilaði Tim Catlin frá Ástralíu sem spilaði á raf og undirbúinn gítar. Alveg ömurlegt. Bara hrikalega lélegt í alla staði. Fer ekki út í það nánar. Missti af Ulrich Krieger sem ég hafði séð á frekar ömurlegum tónleikum nokkrum dögum áður þar sem hann lék með ýmsum. Sá er þýzkur saxófónleikari sem notast við raf, ekkert meira við það. Svo kom sleggjan sem tók bikarinn, í lokinn, verk eftir Zbigniew Karkowski sem áður nefndur Ulrich Krieger spilaði í ásamt fólki sem ég þekki. Allir léku í míkrófóna sem virtust tengjast inn í eitthvert massíft djúpt fídbakk fjöltengi þar sem allt virtist módjúlera allt. Aðallega heyrði maður massífan djúpan hávaða og þegar hljóðfærin spiluðu heyrði maður þau aðeins í bakgrunni en aðallega hvernig þau hrærðu í hljóðinu sem var í gangi. Þannig að aðallega heyrði maður eitt hljóð allan tímann sem var alveg geðveikt. Get ekki lýst þessu betur. Algjört dúndur og ég óska eftir frekari upplýsingum um þennan Pólverja sem lærði í Svíþjóð og er víst búsettur í Japan. Vil nálgast meira af hans músík.

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>