9.febrúar 2008 Bang on a can west coast marathon

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
fimmtudagur, 06 mars 2008

Já ég fór og var allann daginn og kvöldið líka. Tók allt maraþonið, fyrir utan smá í byrjun. Kom inn þegar Berglind og Tinna voru að spila. Svaka flott en urðu fyrir aðkasti reverbfræðings á takkaborðinu. Mjög flott brot úr verki eftir Karólínu Eiríks sem heitir Stjörnumuldur. Eiginlega bara mjög flott. Heyrði svo allt verkið degi síðar. En þær léku einnig verk eftir Evan Ziporyn sem er svona slagari og gerðu vel. Og svo var bara tíminn búinn og NÆSTI. Þá tók við Carla Kihlstedt með einhvers konar drama án leikhlutans. Tónlist sem var einhver svona skrýtin kabarett rokkópera í 7/8 með gamansömu ívafi og ógðeslega „góðum“ tónlistarmönnum (trommari með sessjónsvip). Smekklaust frekar, eitthvað of vestkóst við þetta, skil ekki sumt svona dót sem fólk lætur eftir sér hér um slóðir. Dósaglamursalstjörnusveitin kom og lék verk eftir Lukas Ligeti og annað eftir Fred Frith sem voru bæði bara fín en ekkert sérlega eftirminnileg, en dáltið bangonacanlegt, svona rutmískt og pólírutmískt og dáltið stuð og rokk. Mjög flott band að sjá svona og svaka dúndúr sánd og svona. Pamela Z kom og gerði skrýtið með rödd og tölvu og skynjuðum hreyfingum. Eitthvað hallærislegt vídjó og gaur að spila það sama lengi á prepared kassagítar. Edmund Welles Bassaklarinettu kvartettinn. Fjögur bassaklarinett að spila frumasamið þungarokk. Svæðisbundnir menn úr SF conservatory. Svaka góðir, svaka kraftur. Hljómar samt allt eins í þriðja lagi. Þá fara líka bassaklarinett að hljóma meira og meira eins og eitthver plaströr. Svo komu Bang on a Can liðið aftur á svið og léku nýtt verk samið fyrir þau eftir Alvin Lucier sem var æðislegt. Hægt og rólegt og liðaðist kringum eina nótu, bikar dagsins! Því næst léku þau verk eftir Thurston Moore gítarleikar Sonic Youth sem var skelfilegt. Bara eins og sessjon spilarar að kovera sonic youth. FJÁRSEKT! Svo endaði dags dagsskráin á lélegu lélegu lélegu. Cheb I Sabbah. Fjöleþnískt popp. Lélegt. Asnalegt.

Kvöld dagskráin byrjaði svo á fánabera bangonacan slögurum eftir aðal hirðtónskáld hópsins Juliu Wolf, David Lang og Michael Gordon. Ég er enginn fan en það var svaka dúndur og gaman og sjaldan að maður sér svona flókna fjölhryns músík dúndraða í svona sándi og fílíng. Virkaði mjög vel. Þrjú fyrstu verkin semsagt fín. Restin var svo léleg að ég nenni ekki að skrifa um það. Það voru samstarfsverkefni með Don Byron (drasl) og Ivo Pittova (fín ein en hópurinn hafði engu við að bæta og reyndi að vera djammband í anda greatful dead) DAUÐAREFSING! En gaman að vera búinn að fara á svona maraþon. Pælingin með maraþon er mjög skemmtileg og það er gaman að vera á maraþoni.

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>