Darmstadt!!!

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
mánudagur, 07 júlí 2008
Gaman var að koma til Darmstadt. Veðurblíða, ágætis borg, reykjavík að stærð (án viðbóta), mikið sígó, dáldið dreifð, þó víða hátt til lofts, dáldil tré. Fólk rakst á hvort annað á göngum hótels. Ég ætla að byrja á því meðan ég man og nenni að blogga dáltið óhóflega um það sem fram fer í sumarbúðunum. Mikið er um biðraðir, t.d. eftir mat og verða margir grimmir við að reyna að skrá sig í einkatíma hjá meisturum hátíðarinnar. Það má líkja því við veiðimenn sem vilja borða og klæða sig í dýr til að eignast eiginleika þeirra. Ég fékk svona Deja Vu úr háskólabíó þegar klámmyndaleikarinn Ron Jeremy var á Íslandi að kynna heimildarmynd um sig. Fólk fór í röð til að fá eiginhandaráritanir frá honum. Ungur maður var að reyna að gera upp við sig hvort hann ætti að fara í röðina og þá sagði vinur hans við hann: „hvað, ætlarðu að láta hann blessa typpið á þér.“

laugardagskvöld.

Fyrstu tónleikarnir voru ekkert slor, bara splæst í sinfó. SWR sinfóið. Leikin voru verk eftir Robin Hoffmann, James Clarke, Isabel Mundry og Iannes Xenakis, í þessari röð. Robin Hoffmann er þýzkur bikarhafi frá því í fyrra. Þetta var unga verk kvöldsins, dáltið flippað og losaralegt í formi (viljandi?), skemmtilegur samtvinningur á lélegum og góðum sándum, t.d. Notað grjót og svoleiðis. Fyrir framan hljómsveitina voru tveir slagverksleikarar sem sneru baki í áheyrendur og fengu langt sóló þar sem að þeir heltu grjóti milli tveggja járnfatna hvor um sig. Á meðan beið hljómsveitin í andakt. Næsti hápunktur verkisins var stolinn af Áka Ásgeirssyni, eða vísaði svona í hugmyndina að verkinu orchestral hit. Þá kom gömul upptaka af sinfóníuhljómsveit að spila Beethoven, inn í sinfóníuna. Ágætis skemmtun post-lachenmann textúrur og flipp í samhengislausu formi.

James Clarke er líka fyrrum Darmstadt bikarhafi, frá árinu 1992 en ég tala meira um hann og verkið hans þegar ég skrifa um fyrirlesturinn hans á sunnudagsmorgninum. Isabel Mundry er hins vegar ein af kennurum hátíðarinnar að þessu sinni. Verk hennar var fínt bara, kannski pínu venjulegt, kannski jafnvel þægilegt en flott að mörgu leyti, m.a. Rosalega flottur endir. Verkið var fyrir Arditti strengjakvartettinn, hinn eina, sem sólista á móti undarlegri uppsetningu af sinfóníuhljómsveit. Verkið byggðist á gestúrum sem að gerðar voru með hljóðfærahóp, fæstir tónar í hverju hljóðfæri fyrir sig byrjuðu eins og þær enduðu en var svona eins og syrpa af nokkrum stuttum atburðurm. Rosalega núansað og velútfært.

Oft er laumað með einu nútímaverki inn á klassíska tónleika, en á þessa klassísku nútímatónleika var laumað inn verki eftir hið ódauðlega goðsagnakennda tónskáld síðustu aldar, Iannes Xenakis. Það er leiðinlegt að segja það en það var án efa bomba kvöldisns. Dáltið skrýtið verk og undarlega skýrt og jafnvel einfeldningslegt, er komið út í polkatakt á tímabili. Ég man ekkert hvað verkin heita en það verður að koma síðar. En það er mjög athyglisvert að bera saman síðustu tvö stykkin sem svona öfgar af flottri nýrri nútímamúsík, saman borið við gassagang í Xenakis í svona meira gamalli nútímatónlist. Framsetning Xenakis byggist í rauninni bara á on og offi á nótum og svo rosalegum gliss útsetningum en áferðirnar hans geðþekku verða oftast nær til þannig, alla vega ef maður ber saman við þessi helstu tónskáld sem komu fram á 8.áratugnum (fædd í fortísinu) þar sem hver einasta nóta er troðin af aukaupplýsingum og „framlengdri“-tækni (e. extended techninque). Nei bara pæling.

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>