mánudagur, nei í alvörunni, hitt var sunnudagur!

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
þriðjudagur, 08 júlí 2008
Mánudagur.

Dagurinn byrjaði með fyrirlestri Manos Tsangaris sem ég hafði verið ansi spenntur fyrir. Þetta var þó frekar leiðinleg lífsreynsla, aðallega sökum þýzku. Þýðingarnar voru mjög fáar, stuttar og litlar eftir langar bunur af tali. Manos var aðallega að kynna hálfgerða óperu eftir sig sem því miður byggir á orfeó og evridís en er frekar flott að öðru leyti. Sviðið eru stoppistöðvar í neðanjarðarlestarstöðvum, en heilu rúmkílómetrunum af neðanjarðarlestum var lokað fyrir flutning verksins. Áheyrendur fara á milli stöðva og upp og niður í lyftum og á hverjum stað er tónlist skrýtnir búningar og ljósasjó, ýmist opin nótasjón og fólk út um allt og ljós út um allt og stundum bara svona skipulagt og eftir nótum. Hann sýndi þetta allt af dvd disk og var lokakaflinn rosalegur þar sem settar voru upp ansi raunverulegar styttur af fólki að bíða eftir lest þar sem fólkið á að fara út. Svo fara allir inn í þann hluta byggingarnar sem er alvöu lestarstöð í notkun og horfa á farþegana hlaupa um við undirleik tónlistar. Skemmtilegt en auðvitað opnaði þetta umræður sem snerust ekki um tækni og vísindi heldur var opnað á umræður um lífið, og ég heyrði augljóslega gegnum þýzkuna hversu leiðinlegar umræður þetta voru. Mér leið eins og ég væri kominn á samnorræna málþings hringekju um hlutverk einstaklingsins í samfélaginu. Þjóðverjinn á þetta semsagt til líka.

Eftir hádegi fór ég á fagottkynningu, þar sem hinn nafntogaði fagottleikari Pascal Gallois var bara að sýna tónskáldum hitt og þetta sniðugt á fagott. Mjög skemmtilegt. Bara svoan trix og ýmist. Þar beint á eftir var fyrirlestur Robin Hoffmann sigurvegara Darmstadt frá því í fyrra (en hann sló í gegn með verki fyrir gæsaflautur eitthverjar, mjög skrýtið) sem átti fyrsta verkið á sinfóníutónleikunum. Hann var aðallega að tala um sinfóníska verkið sitt og hvernig það byggði á Carióluforleik Beethovens. Hann útskýrði aðeins hitt sundurlausa form sitt á sannfærandi máta. Að hlutirnir tengdust í “networks” frekar en “patchworks”. Pæling. Hann kom líka með rosalegan gullmola varðandi að táknfræði í upplýsingamiðlun til sínfónískra hljóðfæraleikara:„ef það er ekki til tákn fyrir það í Sibelius er mjög líklegt að þeir geti ekki spilað það með þeim æfingartíma sem þú hefur.“ Jáh.

Svo tónleikar.

Eitthver hafði það á orði í dag að mánudagstónleikarnir hefðu verið bestir til þessa en mér fannst þeir verstir. Það voru tónleikar Trio Accanto sem samanstendur af saxófónleikara sem er kennari á hátíðinni, píanóleikara og slagverksleikara. Verkið byrjaði á ungmenni kvöldsins, Josef Sanz (f.1977). Bara frekar leiðinlegt. Asnalegir rytmar og eitthvað leiðinlegt. Næst var dáltill hittari, sóló slagverk fyrir skrýtna gorma og gleráhöld, spilað á með hamri. Mjög einkennilegt verk, pínu tilgerðarlegt, en aðalega út af tilgangslausum söngpörtum sem slagverksleikarinn var neyddur út í. Besta verk kvöldsins var að mínu mati stykki hinnar austurrísku Olgu Neuwirth, en í því var nördaskapur úr iem í Graz dúndraður út úr pd-inu í fjórum hátulurum, samt pínu gamaldags en svona skemmtileg speisjaliseisjooon. Vinur hans Davíðs hann Hans Thomalla átti verk sem ég tengdi ekki mikið við, hann vann darmstadt 2004 ef ég skil rétt og virkar fínn gaur en var ekki að fatta verkið. Tónleikarnir enduðu þó á allra leiðinlegasta verkinu sem var eftir Brice Pauset. Ég veit ekki hvort ég var illa fyrir kallaður eða hvort þetta hafi bara verið svona leiðinlegt. Óþarflega mikið sama hljóðfæraskipanin, og frekar lítill munur á beitingu þó tónlistin hafi ekki alltaf verið eins, en flest verkin notuðu hljóðfærin til hins ýtrasta þannig að þegar allt kemur saman var útkoman frekar grá.

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>