Andmæli – 1

Written by DBF
miðvikudagur, 09 júlí 2008
Andmæli 1

Ég held að það sé best að veit aðra hlið á atburðum hátíðarinnar með því að andmæla því sem Guðmundur Steinn segir, stundum vegna þess að þörf er á, og stundum til að spila talsmann andskotans.

Ég hefst handa þegar komið er fram á tónleika þriðjudagskvöldsins þar sem trio acanto lék nokkra vel valda slagara. Guðmundur Steinn telur þar að verk Olgu Neuwirth hafi staðið fram úr, og var lítið hrifinn af verki Hans Thomalla. Í mínum eyrum þá hljómaði verk Neuwirth hálf illa vegna of mikillar hreyfingar í hljóðfærunum. Gestúrur hér, gestúrur þar. Það sem ég vill helst gera að umræðuefni hér tengist einmitt þessum tveim verkum. Það er grasserandi þessi misskilningur á meðal tónskálda að það að hreyfa nótur ótt og títt sé það sem forfeður okkar klluðu laglínu. Hér var um daginn einmitt fyrilestur þar sem hugmyndin um laglínu var krufin og sú tillaga lögð fram að framvinda verks sé í raun laglína í öllum víddum. Ég tel að notkun orðsins laglínu sé einmitt svolítið spennandi hér, þar sem í staðinn fyrir að hugsa um forgrunn/bakgrunn þá er það skylda tónskáldsins að hugsa um allt sem mikilvægt og aldrei að slugsa eða skreyta. Allar óþarfa nótur, rhythmar eða sound eru hreint út sagt til trafala og allt það sem ekki gengur að því að mynda heild verks eða að draga athygli að eðlisþáttum þessarar heildar er einfaldlega barrokk. Enga skreytilist takk. Ég held að verk Hans hafi einmitt sprottið upp úr þessari hugsun. Ekki það að Guðmundi Steini megi ekki mislíka það, en spennandi pæling. Annað sem verkið hafði fram að færa (sem skal viðurkennast að tengist því að ég þekki aðferðarfræðina að baki verksins), er að þar fæst skáldið við að byggja empríska lógík ofan á algjörlega arbitrarí val á tónvið. Rationalisation of the Subjective er hugtak sem kemur upp í hugann (rökfæring handvamarinnar). Það er fátt meira spennandi í tónlist heldur en einmitt hvernig tónskáld fylgir algjörlega því sem hann telur vera eðlilega framvindu en enginn annar heilvita maður myndi nokkurntíma telja að ætti eitthvað sameiginlegt. Alveg misskilið stykki, erfitt að hlusta á sökum fegurðar, en hafði sitt hvað til málanna að leggja, plús það að það var nettur fílingur (ekkert grúf) í því.

Annars:
Þoli ekki lígettí.
Að semja fyrir Sinfoníuhljómsveit virðist andskoti erfitt.

Og svo fyrri tónleikar þriðjudagsins voru svo andskoti erfiðir og bíð spenntur eftir orðræðu Guðmundar sem ég mun strax svara.

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>