Marsakeppni S.L.Á.T.U.R.

Written by Áki Ásgeirsson
miðvikudagur, 09 júlí 2008

slaturludur

Marsakeppni S.L.Á.T.U.R. fer fram í fyrsta sinn á menningarnótt laugardaginn 23. Ágúst 2008. S.L.Á.T.U.R. óskar eftir mörsum fyrir lúðrasveit samtakana. Um er að ræða samkeppni um besta marsinn.

Mun Lúðrasveit S.L.Á.T.U.R. leika marsana bæði í skrúðgöngu og á sviði. Veitt verða vegleg verðlaun fyrir besta marsinn svo og aukaverðlaun fyrir marsa sem þykja skara fram úr á ákveðnu sérsviði.

Frestur að senda inn marsa er 11. ágúst 2008. Tekið er við nótum á netfanginu slatur att slatur.is og skal notast við pdf skráarsnið. Hver partur skal rúmast á einu A5 blaði (landscape) en raddskrá á A4 (portrait). Dulnefni eru vinsamlegast afþökkuð en tekið skal fram að S.L.Á.T.U.R. mun hylja nafn tónskálds vid dæmingu.

Hljóðfærasamsetning er i samræmi vid hefðbundna lúðrasveit og fjöldi hljóðfæraleikara mun verða sveigjanlegur að íslenskum sið.

Marsinn má ekki hafa verið fluttur áður opinberlega.

Öllum er frjálst að senda inn mars en sérstök dómnefnd mun velja marsa til flutnings í keppninni.

Um S.L.Á.T.U.R
S.L.Á.T.U.R stendur fyrir samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík og er það eitt að markmiðum samtakana er að stuðla að aukinni vegsæld listrænt ágengrar tónlistar umhverfis Reykjavík og víðar. Sjá nánar á www.slatur.is

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>