Hvað er lúðrasveit?

Written by Áki Ásgeirsson
mánudagur, 28 júlí 2008

Vegna fjölda áskorana er hér listi yfir raddir dæmigerðrar íslenskrar lúðrasveitar. Raddirnar gætu verið fleiri eða færri, enda eru blásaraútsetningar sveigjanleg listgrein rétt einsog bókfærsla, geimskot og þorsktalningar.

tréblástur:
púkablístra e. piccolo flute
1. blístra e. flute
(2. blístra)
1. skæruliða e. clarinet
2. skæruliða
(3. skæruliða

málmblástur:
1. þrymfeti e. trumpet
2. þrymfeti
(3. þrymfeti)
1. horn (partar í F og Es) e. horn
2. horn (partar í F og Es)
fagurhljómi (stundum í samlagi við þrymfeta) e. euphonium
1. blásía e. trombone
2. blásía
(3. blásía) (stundum í samlagi við djúpu)
djúpa e. tuba

slagverk:
gormker e. snare drum
málmgjöll e. cymbals
bumba e. bass drum
stálspil e. glockenspiel (lyre)

ps. Fjöldi radda í lúðrasveit er hugsanlega sveigjanlegt hugtak, því í hefðbundnum lúðrasveitaútsetningum tíðkast gjarnan “tvöfaldanir” (sem eru í raun “margfaldanir”) þar sem hver “rödd” er afrituð í fjölmörg hljóðfæri. Oft voru/eru gerðar fjögurra radda útsetningar sem síðan dreifast á öll hljóðfærin. Þannig getur útsetningin haldið vatni þrátt fyrir dræma mætingu hljóðfæraleikara.

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>