Evróvísjón-Slátrun

Written by Þráinn Hjálmarsson
laugardagur, 16 maí 2009
Laugardaginn 16. maí 2009 kl. 19 heldur S.L.Á.T.U.R sérstaka tónlistarkeppni samhliða söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (S.E.S) – Evróvísjón/Júróvísjón í húsnæði samtakanna.

Reglurnar eru eftirfarandi:

1. Einstaklingar og hópar melda sig og taka við umboði tiltekins lands sem að tekur þátt á úrslitakvöldi Evróvísjón.

2. Þegar það tiltekna land sem að einstaklingurinn/hópurinn hefur tekið við umboði fyrir flytur tónlist sína er það hlutverk hópsins að leika tónlist yfir þann flutning.

3. Úrslit tónlistarkeppni S.L.Á.T.U.Rs eru ráðin með niðurstöðum Evróvísjón.

Allir eru hvattir til þess að mæta og gleðjast!

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>