Hinir árlegu nýárstónleikar S.L.Á.T.U.R. verða haldnir í Norræna Húsinu sunnudaginn 17. janúar 2016.
Þetta verða níundu nýárstónleikar S.L.Á.T.U.R. og verður því litið um öxl og leikin verk frá síðustu níu árum. Áheyrendum gefst því kjörið tækifæri að sjá og heyra þverskurð af tilraunatónsmíðum undanfarinna ára í flutningi tónskáldanna sjálfra.
Verk eftir Þorkel Atlason, Pál Ivan frá Eiðum, Magnús Jensson, Jesper Pedersen, Hlyn Aðils Vilmarsson, Inga Garðar Erlendsson, Guðmund Stein Gunnarsson og Áka Ásgeirsson.
Tónleikarnir hefjast klukkan 15:00 og eru í u.þ.b. klukkutíma.
Ókeypis aðgangur.
Leave a Reply