tjarití tjan, píter mösselman og fillip

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
mánudagur, 19 nóvember 2007
Er rugl að gagnrýna tónleika vina sinna?

Á föstudaginn í síðustu viku 9.nóv fór ég á tónleika með vinum úr skólanum. Það á kannski ekki heima á svona síðum. Og þó. Tónleikarnir voru á stað sem heitir 1510 8th street performance speis. Heimili, sveitt.

Þar léku þeir félagar píter og filip brjálaðan spuna með útvörp fídbakk lúppur internetsuð og tölvur. Mjög falleg hávaðamúsík sem minnti á góða spretti hjá Cage og Tudor í grófgerðu rafhljóðasulli. Einföld og flott hljóð.

Því næst lék Kanadíska undrið tjarití tjan sóló á píanó. Hún er rosalegur impróvisatör. Hún er ein af þessum fáu sem geta spunnið eitthvað aleinir lengi og það heldur áfram að vera áhugavert. Eftir að vera búinn að rústa píanóinu af ákafa með alls konar drasli í 45 mínútur þakkaði hún pent fyrir sig og bauð veitingar.

Bara smá sona öndergránd öpdeit.

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>