S.L.Á.T.U.R í Nýlistasafninu – Volumes for Sound

 

Næstkomandi þriðjudag 19.júní stundvíslega kl. 20 mun S.L.Á.T.U.R. flytja hljóðverk í Nýlistasafninu í tengslum við sýninguna Volumes for Sound eftir bandarísku listamennina Melissa Dubbin & Aaron S. Davidson sem nú stendur yfir í safninu.

S.L.Á.T.U.R. eru samtök listrænt ágengra tónsmíða umhverfis Reykjavík. Síðan 2005 hafa meðlimir samtakanna unnið við ýmiskonar tónlistarlegar tilraunir er varða t.d. hreyfinótnaskrift með tölvu, gagnvirkni, ýmsar hljóðtilraunir og stillingar, listflutning og þróun stakra tónheima. Þótt meðlimirnir deila hugmyndum og aðferðum frjálst sín á milli er lokaafurðin oftast einkaframtak.
Meðal reglubundinna verkefna S.L.Á.T.U.R. samtakanna er Keppnin um Keppinn, Nýárstónleikar, Tónsmíðavika og tónlistarhátíðin Sláturtíð.
www.slatur.is

Flutt verða verk eftir: Þráinn Hjálmarsson, Hallvarð Ásgeirson Herzog, Jesper Pedersen, Pál Ivan frá Eiðum, ásamt Ríkharð H. Friðriksson, Christoph Schiller og Loic Grobéty.

 

VOLUMES FOR SOUND

Nýlistasafnið stendur fyrir hljóðverkadagskrá í tengslum við sýninguna Volumes for Sound eftir bandarísku listamennina Melissa Dubbin & Aaron S. Davidson sem nú stendur yfir í safninu.

Í Nýlistasafninu sýna þau Dubbin og Davidson ljósmyndir, myndbandsverk og skúlptúra úr viði sem gegna tvenns konar hlutverki, bæði sem þögul form sem mynda innsetningu í rými og jafnframt sem hátalarar notaðir til að flytja hljóðverk.

Á hverju þriðjudagskvöldi í sex vikur munu íslenskir hljóðlistamenn og tónskáld nota skúlptúrana til flytja eigin hljóðverk. Hverjum listamanni er frjálst að breyta uppröðun skúlptúranna; við hvert nýtt hljóðverk myndast ný innsetning í rýminu. Ólíkar uppraðanir og samsetningar eru skrásettar með ljósmyndum sem bætast smám saman við sýninguna.

 

DUBBIN & DAVIDSON

Melissa Dubbin og Aaron S. Davidson hafa starfað saman síðan 1998. Þau búa og starfa í Brooklyn, New York. Í verkum sínum hafa þau kannað sjónræna hluti eins og kristalla, reyk og ryk sem og óáþreifanlega þætti á borð við hljóðbylgjur og loftbylgjur. Í verkum þeirra birtist endurtekin löngun til að koma óefniskenndum hlutum í áþreifanlegt form.

 

Volumes for Sound er hluti af myndlistardagskrá Listahátíðar í Reykjavík, Sjálfstætt fólk /(I)ndependent people í sýningarstjórn Jonatan Habib Engqvist.

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>