Nýárstónleikar SLÁTUR 2012

Laugardaginn 7. janúar kl 16:00
í sal Tónverkamiðstöðvar Íslands, Skúlatúni 2, efstu hæð.

AKÚSMÓNIUM TÓNLEIKAR
tónlist fyrir hátalara

Fjölbreytt samansafn hátalara flytur nýja íslenska tónlist eftir meðlimi S.L.Á.T.U.R. samtakanna.

Hátalarnir sem koma fram á tónleikunum eru mjög misjafnir að gerð.  Þeir hafa flestir komið fram áður á tónleikum og leikið ýmsa tónlist eftir ýmsa höfunda, bæði í einleikshlutverki og í meðleik.

Á Akúsmóníum tónleikum S.L.Á.T.U.R. munu heyrast ný verk sem eru samin sérstaklega með ákveðin hátalaraeintök í huga.  Einnig verða sérstakar samsetningar hátalara, hljómbreyttir hátalarar og hátalarar í nýju hlutverki og samhengi.

Áhugamenn um nýja tækni, raftónlist, hljóðlist og nýmæli eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Ókeypis er á tónleikana.

S.L.Á.T.U.R. samtökin hafa verið leiðandi í nýsköpun tónlistar allt frá upphafi og verið sameiginlegur vettvangur frumlegustu tónskálda Íslands. Starfsemin er fjölþætt og má þar nefna tónsmíðaviku um sumarsólstöður, tónlistarhátíðina Sláturtíð, nýárstónleika og hin sívinsælu SLÁTURDÚNDUR.  Heimasíða S.L.Á.T.U.R. er www.slatur.is

Frekari upplýsingar um tónleikana veitir Jesper Pedersen (861-4582) eða Áki Ásgeirsson (661-9731)

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>