Bækur

Login Register

Bækur

classic Classic list List threaded Threaded
Locked 5 messages Options Options

Loading…
Move topic
Pin topic
Unpin topic
Lock topic
Unlock topic
Delete this topic
Delete this topic
Embed post
Permalink

Selected post Feb 05, 2009; 12:08pm

Bækur

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Þráinn Hjálmarssononline
Það átti sér stað umræða í gærkvöldi sem var sjónvarpað beint í sjónvarpi síðunnar þar sem það var leidd niðurstaða að það væri sniðugt að hafa einhvern vettvang til þess að koma góðum bókum á framfæri, dreifing á ábendingum um bækur, bækur sem væru verðugar eru að lesa, enda mikið til af rusli. Einnig barst til tals að skapa vettvang þar sem bækur eru kynntar á þann máta að óþarfi væri að lesa þær, enda ekki nægur tími til þess að lesa og skoða allt. Úr því verður vonandi leyst síðar.

Hér eru nokkrar bækur til þess að byrja.

Hljóðeðli:
„On the sensation of toneas a physiological basis for the theory of music“ eftir Hermann von Helmholtz, gefin út árið 1863. Þetta er bók sem að stendur fyrir sínu þegar það kemur að hljóðrannsóknum þrátt fyrir elli, í þýðingu Alexander J. Ellis (yfir á ensku) bætir hann við ýmsar kenningar Helmholtz í neðanmálsgreinum, það má kannski segja að hann sé annar höfundurinn. Mig minnir að Harry Partch hafi stuðst við þessa bók þegar hann gerði sitt stórvirki: „Genesis of a Music.„

Tónstillingar:
„Genesis of a music“ eftir Harry Partch kom út árið 1947, í bókinni er fjallað um tónstillingar og ekki síst fílósófíu Partch og viðhorf hans til tónlistar. Fjallað er um ýmsa skala sem hann var að vinna með í tónlist sinni. Þetta er fyrir þá sem að vilja kynna sér Just Intonation.

TónList (umfjöllun tónskálda um tónlist):
„New Musical Resources“ eftir Henry Cowell, bókin kom út árið 1930 og stendur enn fyrir sínu, í bókinni eru ýmsar pælingar sem að tónskáld eins og Conlon Nancarrow og John Cage gengu enn lengra með, þar má nefna Tempóskalann (sem Nancarrow vann með) og vottur að prepared piano (sem Cage gekk lengra með). Þessar hugmyndir eltast ótrúlega vel og má jafnvel segja að þær séu sumar hverjar enn þá ágengar.

„Give my regards to eighth street“ er safn rita eftir Morton Feldman gefin út árið 2000, Feldman fjallar um nokkur verka sinna, fjallar um tónskáld, skítur yfir nokkur skáld og hampar öðrum. Bókin gefur innsýn inní karakterinn á bakvið tónlistina og örlítið sjónarhorn inní tónlistina.

„Sound Plasma – Music of the Future Sign“ eftir Horatiu Radulescu, gefin út 1975. Það er erfitt að komast yfir eintak af þessari bók, en þessi bók gefur góða innsýn yfir hugarheim Radulescus og pælingar hans um sound plasma, það er smá torf að komast inní þessa hugmyndafræði en bókin gefur virkilega mikið tilbaka eftir erfiðið.

„Silence: Lectures and Writings“ er safn greina og texta eftir John Cage og kom út árið 1973, bókin gefur sýn inn í tónlist og karakterinn John Cage.

Listheimspeki:
Ég nefni að það beri að koma að ritum Rudolf Arnheims með fremur gagnrýnni hugsun, þar sem hún virðist í fyrstu reynast sönn, en svo kemur að því að maður uppgvötar þröngsýni Arnheims þegar kemur að viðhorfi til listar. Skemmtilegar bækur eru „Entropy and Art“ (1971) þar sem Arnheim gagnrýnir aðkomu „information theory“ á listina, gagnrýnin byggir á misskilningi Arnheims á greininni svo lítið er hægt að taka mark á honum en engu að síður áhugavert viðhorf.
Einnig er bókin „Art and Visual Perception: A Psychology of the Creative Eye“ (1954) virkilega skemmtileg og áhugaverð þar sem fjallað er um sjónræna spennu í hlutum.

Annað (skírnis-greinar):
Viðar Þorsteinsson skrifaði grein í Skírni vorið 2006 sem nefnist „Nýhil, eða vandi hins nýja“, fjallað er um listræna ágengni, skyldulesning.

Aðalsteinn Ingólfsson skrifaði um bókverk Dieter Roths á árunum 1957-1961, heitir greinin „Bók um bók frá bók“ og birtist í Skírni vorið 1988. Greinin fjallar um sögu og aðdraganda (viðhorfi) að bókverkum Dieters, áhugaverðast er hvernig D.R. kemur að bókarmiðlinum sem slíkum, dálítið líkt viðhorfi Marshall McLuhan en ég veit ekki hvort að það hafi verið einhver tenging þar á milli.

Atli Ingólfsson: „Að syngja á íslensku“ birtist í Skírni í tveimur hlutum í haust- og vorriti Skírnis árið 1994. Greinin skoðar ljóðahefð og tungutak íslenskunna útfrá forsendum „information theory“, virkilega áhugaverð lesning en samt smá torf að lesa sig í gegnum.

Selected post Feb 05, 2009; 2:35pm

Re: Bækur

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

David Brynjar Franzsononline
Gott framtak,

lengi viljað sjá bókasafn S.L.Á.T.U.R. Aðallega spurning um hvernig best er að standa að framkvæmd. Einn möguleiki er að geima skönn á læstu svæði síðunnar þar sem einungis meðlimir hafa aðgang til að forðast h0fundarréttar vesen (ljósritun á efni sem er undir rétti er leyfileg til kennslu þannig að það er kannski spurning um að leysa þetta einhvernvegin út frá því).

eitthvað af bókunum er líka aðgengilegt á books.google.com eða á guttenberg eins og t.d. on the sensation of tones sem er hér http://books.google.com/books?id=x_A5AAAAIAAJ&pg=PA3&dq=On+the+sensation+of+toneas+a+physiological+basis+for+the+theory+of+music&ei=PPiKSZuAOIHEMuKX-LAF

svo er líka kannski hægt að safna saman bókunum í sláturrýmið í bókasafn þar, og hafa þær vel merktar þannig að ef einhverntíma kemur til þess að ekki er hægt að hísa safnið lengur þá er hægt að leysa það upp og skila til fyrri eigenda.

Selected post Feb 06, 2009; 1:39pm

Re: Bækur

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Guðmundur Steinn Gunnarssononline
Já og ég vil bæta við það sem við ræddum. Maggi var að tala um hvernig Ólafur Elíasson vinnur. Hann lætur stundum fólk lesa bækur fyrir sig og spyr síðan, var eitthvað áhugavert fyrir mig (eða okkur) í þessu. Þannig er hægt að skapa svona bókasamvitund þar sem að er hægt að mæla eða ekki mæla með bókum eða segja bara hvað er í þeim. Til dæmis með sumar bækur þarna, sérstaklega þær sem eru gamlar er oft hægt að endursegja á skýrari og skilmerkilegri máta. T.d. Genesis of a Music, er hægt að útskýra einfaldar, hún er skrifuð fyrir tíma sjónvarps og höfundurinn neitar að nota almennar skilgreiningar til að auðvelda málið. Þannig gæti ég til dæmis sagt einhverjum hvað er í þessari bók, eða Stína. Þannig eru líka til bækur sem ég hef fengið mikið út úr að lesa en myndi ekki mæla með því að lesa þær endilega, því það er aðallega smá paradigm í þeim sem er sniðugt og gagnlegt í einhverju samhengi. En með opnum samskiptum á þennan hátt er hægt að búa til bókasamvitund.

Kannski væri hægt að gera svipað með plötur og geisladiska, en það er aðeins annars eðlis, alla vega búa til sér umræðuþráð með diskum, eða tónvefefni sem maður vill vekja athygli á.

En ef ég hleyp stuttlega yfir nokkrar áhugaverðar bækur sem ég ætti að geta endursagt, að jafn miklu leyti og ég skildi þær og tengdi við þær þá:

Foundations of Syntactic Theory-Robert Stockwell
Bara almenn kynning á málvísindum síðari áratuga. Margt áhugavert og líka hlutir sem maður speisar á. Sumsé skylt því sem maður myndi kalla orðflokkagreiningu og setningafræði nema bara á dýpri skala og oft módel sem eru sameiginleg með öllum tungumálum. Enda trúir Chomsky því að það sé bara stigsmunur á tungumálum og díalektum, tungumálseiginleikinn er meðfæddur. Þetta sýndi mér hvernig hægt er að hugsa hluti í mismunandi röðum og hírarkíum, t.d. orðaröð í mismunandi tungumálum og hvernig kerfi tilvísana verður alltaf flóknara og flóknara eftir því sem líður á samtal eða frásögn. Grunnhugtökin eru predicate og participant, np og vp, í raun nanfnliður og sagnliður, og alls kyns undirpælingar og rugl útfrá því.

Meta-Hodos- James Tenney
Tengi margt óvart saman í þessari bók og bókinni á undan. Hér er Tenney að búa til tóngreiningar módel útfrá Gestalt sálfræði. Hvernig breytingar á parametrum búa til flokka, teikna strik á mismunandi stigum goggunarraðar. Minnst element (t.d. eitt hljóð), svo clang (nokkur, frasi), svo sequence, svo section og svo framvegis. Auðvelt að bera þetta saman við hugmyndir úr setningarfræði og klassískar tónsmíðahugmyndir, s.b.r. motif, phrase, theme osfrv. En miklu almennara.

Gutenberg Galaxy- Marshall McLuhan
Vó, ég vil ekki einu sinni byrja, en ég las þessa og stóran hluta af understanding media, laws of media og digital McLuhan. Gutenberg Galaxy höfðaði þó mest til mín, en þetta er allt ótrúlegt. Ég veit ekki hvort ég mæli með þessu því ég hugsaði of langt inn í mig á því að lesa þetta. Auk þess sem hann vitnar í allt í heiminum og maður gæti endað á því að reyna að lesa allt í heiminum eftir að lesa þetta. En í grófum dráttum öll framlenging á mannlegum eiginleikum er tækni. Öll tækni breytir öllu, alveg öllu og allt sem maður hélt að klárir einstaklingar hefðu búið til er bein orsök af tæknibyltingum sem eru beinar orsakir af tæknibyltingunum þar á undan. Hann talar um media literacy, miðlalæsi og spyr ekki hvort góðir eða slæmir hlutir leiði af tækni heldur bara hvað sé að gerast. Mjög áhugavert og það kemur málinu í raun ekkert við að hann hafi spáð fyrir um tilurð internetsins og afleiðingar þess, bladí bladí.

Generative Processes in Music: The psychology of performance, improvisation and composition – John A. Sloboda(ritsjóri)
Greinasafn frá 1988. Ritsjóri gagnrýnir ritið music perception í formála og talar um að tónlistarsálfræði hafi ekki beinst nóg að því að gera tónlist. Greinar eftir ýmsa þar með Fred Lerdahl. Ég las flestar en ekki allar greinarnar og mér fannst mikið um margar þeirra, gott og slæmt, einkum grein Freds Lerdahl.

Processing bókin- Casey Reas og Ben Fry.
Geðveik. Geðveik kynning á forritinu og forritun og tölvulist í senn. Best skrifaða tölvukennslubók á nokkru sviði sem ég hef séð. Góð kennsluaðferð og gagnleg verkefni.

Svo eru bækur sem mig langar að lesa en hef ekki lesið:
Hrynjandi íslenskrar tungu-sigurður kristófer pétursson
Nýjall-Helgi Pjeturs
Division of the Tetrachord-John Chalmers
History of Consonance and dissonance-James Tenney
Generative Theory of Tonal Music- Lerdahl, Jackendorff

og margt fleira

Mæli ekki með:

New Media in Art-Michael Rush
Ruglingslegt að lesa svona bók sem er að fjalla yfirborðslega um allt.

Introducing, for beginners serían, las Derrida, Focault, Chomsky ofl.
Fannst þetta rosalega sniðugt, bækur til þess að geta þóst vera gáfaður. En hins vegar finnst mér þær líka ruglingslegar því það er farið svo hratt yfir svo mikið og allt sett í samhengi við alla sögu gáfumennsku, líkt og maður sé að kynna sér fagið í heild. Miklu skemmtilegra og gagnlegra og jafnvel auðveldara að lesa Focault sjálfan eða alvöru málvísindi. Flottar myndir samt.

Selected post Feb 06, 2009; 4:44pm

Re: Bækur

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

David Brynjar Franzsononline
Líst vel á hugmyndina um bækur sem EKKI á að lesa. Flýtir fyrir manni.

Hvað varðar tónlistarsálfræði gagnrýninina þá er hægt að bæta við það að ekki er nóg með að það sé ekki nóg rannsakað í gegnum að búa til tónlist þá er einnig rosalega lítið af alvöru rannsóknum á grunninum, t.d. er rosalega lítið vitað um hvaða tónlistarlegu víddir valda líkamlegum breytingum eða hvort mikill og lítill munur (hátt, lágt vs hátt mið lágt mið) hafi sömu viðbrögð í heila. Í heildina þá er þetta geiri sem er upp fullur af falsspámönnum og er því við hæfi að nefna hvað á alls ekki að lesa.

EKKI LESA This is your Brain on Music – Daniel Levinstein.
Einhver mesta lygi allra tíma. Hvernig honum tekst að lesa það sem hann les út úr rannsóknargreinum skil ég hreinlega ekki. Algjört rugl. Bibliographian er hins vegar góð og gott að fara í hana og lesa svo alvöru greinarnar.

Í staðinn lesa allar greinar eftir Isabel Peretz, Max Coulthardt og svo náttúrulega Roger Shepard (fann upp shepards tone).

Það sem er gott að lesa á hinn bóginn er:

The Book of Imaginary Beings eftir Borges, góður primer í skrímslafræðum. Á eftir þessari er um að gera að redda sér góðri beastiary eins og t.d. Giants, Monsters and Dragons eftir Carol Rose. Hugmyndaheimurinn á bakvið skrímsli úr mismunandi menningarheimum er stór merkilegur ef maður ber saman úr hvaða hlutum hið óþekkta er saman sett.

The Elements of Statistical Learning – Trevor Hastie, et.al. Primer í tölfræði gervigreynd, ekki nein lógík heldur lærdómsvélar og slíkt. Alveg æðisleg og ekkert ofboðslega flókin.

Discourse Reader eða eitthvað álika, man ekki eftir hvern, stal henni af Lexi sem virðist hafa stolið henni til baka. Discourse analysis er greining á tungumáli, málshætti og texta sem tengir saman sálfræði, linguistics, semiotics, os.frv. Rosalega merkileg pæling um samhengi og máltak.

How to do Things with Words – J.L. Austin
Grundvallar bók í tungumála heimspeki. Strax á fyrstu síðunum hendar hann fram gullmolum eins og t.d. að oft segjum við eitthvað með því hversu stór orð við notum frekar en merkingu orðanna, og að mörg mestu breikthrough í heimspeki stafi af miskilningi eins aðila á verki annars sem leiði til einhvers nýs. Stutt og laggóð bók.

Atlas of Novel Tectonics – Reiser og Myomoto
Handbók í teorískum arkítektúr. Besta bók í heimi. Algjörlega í ruglinu. Þau eru fimmtug og hafa náð að byggja tvær byggingar. Rosalega skemmtilegur tour de force í gegnum sköpunarferlið og hvað ber að varast og hvað sé gott. Einhver allra besta tónsmíðakennsla sem ég hef nokkurntíma séð.

Selected post Feb 15, 2009; 7:31pm

Re: Bækur

Reply | Threaded | More

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Guðmundur Steinn Gunnarssononline
Bækur sem ég væri til í að aðrir kynntu fyrir mér væri

Atlas of Novel tectonics-Davíð
Einar Pálsson hvað sem er, t.d. pýþagórisminn og allegoríur njálu-Maggi
Nýjall-Palli, Þráinn eða Þorkell
Hrynjandi íslenskrar tungu- Maggi
Stastical learning – Davíð
discourse reader-Davíð
Flóra Íslands-Þráinn
Sound and Sentiment-Charles (fjallar um hljóð í menningu nýja bretlands norður af papúa nýju gíneu)
ýmis boðfræði-Þráinn
Barlow bókin-Áki eða Ingi
New Musical Resources- Áki

fleiri bækur sem tónskáld hafa skrifað um sínar aðferðir (formalized music, ferneyhough collected writings, technique of my musical language, einkum ef einhver hefur lesið eitthvað sem er bara til á tungumáli sem ég kann ekki).

En einnig væri líka bara gaman að fá almenna fyrirlestra um málefni sem einhver hefur kynnt sér, jafnvel úr nokkrum bókum og greinum og netrugli. Einnig finnst mér að menn mættu senda inn linka á áhugaverða netfyrirlestra sem þeir hafa séð inn á borðið.

og eflaust margt fleira

Það sem ég átti við með Generative Theory of Tonal Music var bara ef einhver (þá líklega Davíð) hefði lesið hana betur en ég. Ég byrjaði bara á henni.
Ég og Davíð ræddum þessa vafasömu bók einu sinni og þá barst í tal eftiralda ýmissa pælinga sem hafa komið í kjölfarið. Ég væri til í að skoða meira af pælingum sem tengja málvísindi (sálræn málvísindi eða hvað sem það er kallað) við tónlist.

Fleiri bækur sem ég gæti kynnt eru

A Pattern Language og Timeless way of Building eftir Christoph Alexander.
Davíð segjir að þessar bækur hafi verið skrifaðar til þess að eyðileggja uppáhalds arkítektúrinn sinn, brútalismann svokallaða. Þetta er í eðli sínu vont dót. Þetta eru hippalegar pælingar um að endurvekja folk-arkítektúr eftir ákveðnum leiðum. Burt séð frá stöðu þessara pælinga í heimi arkítektúrs er þetta flott paradigm. Þetta er semsagt kerfi af þumalputtareglum á mismunandi levelum í annarri bókinni og dæmi um slíkar þumalputtareglur  í hinni. Þau eiga að auðvelda samskipti arkítekta við notendur rýmis  og felur í sér skilgreiningar á því hvernig allt á að vera og af hverju, allt frá borgarskipulagi niður í gluggasillur. Ótrúlega undarlegar margar tillögurnar, eins og gistiheimili gerir ráð fyrir því að best sé að gestirnir gisti í sama herbergi. Tilbúið kerfi sem á að hegða sér eins og þjóðþekking.

A New Kind of Science- Stephen Wolfram
Ókei ég las hana ekki alveg alla en ég las samt alveg stóran hluta af henni og skoðaði örugglega allar myndirnar (sem er það langflottasta við bókina). En ég gæti kynnt þetta á einhverjum level. Þetta er semsagt bók eftir gáfaðasta mann í heimi, eða mann sem telur sig vera það, skrifuð á poppensku sem boðar byltingu í öllum vísindum  (og listum víst). Hún er til á borgarbókasafni þannig að ef hún yrði kynnt þyrfti helst að sýna myndirnar með. Þetta fjallar semsagt um að nota svokallað cellular automata til þess að gera líkön af því hvernig allt óskiljanlegt í heiminum virkar.

Svo væri ég til í að kynna Kvæðaskap þegar ég er búinn með hana og fleiri bækur sem ég hef byrjað á, á eftir að byrja á eða hef alla vega ekki klárað að lesa.

Svo eru viðvaranir sem koma með bókum sem ég setti inn í sláturbókasafnið:

Experimental Music, Cage and beyond. Áhugaverð umfjöllunarefni en það sem er sagt hefur oft lítið sannleiksgildi þegar nánar er að gáð. Svo er bókin skrifuð svo stuttu eftir allt sem hún fjallar um og hefur greinilega litla yfirsýn. Það er vont að þessi bók skuli hafa haft áhrif á discourse-inn og rangindi bókarinnar halda áfram að dreifast. Því er hún sett á safnið með viðvörun (festi kannski viðvörun á bókina).

Svo eru það viðtölin við Berio. Ég set bara spurningarmerki vegna þess að hann segjir svo vafasama hluti í bókinni, það er samt skýrt að þar koma bara fram skoðanir eins manns.

Ég kom ekki með bækur og skor sem eru mjög gamaldags eða plein vont og ég kom ekki með skáldsögur, ljóðabækur, rímur eða bækur um andleg málefni.

Free Embeddable Forum powered by Nabble

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>