Posted on June 4th, 2009 at 11:17 PM by aki
Login Register

Hvað er tónskáld?

classic Classic list List threaded Threaded
Locked 6 messages Options Options  

Loading…
Move topic
Pin topic
Unpin topic
Lock topic
Unlock topic
Delete this topic
Delete this topic
Embed post
Permalink

Selected post Jun 04, 2009; 11:35pm 

Hvað er tónskáld?

Reply | Threaded | More  

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Þráinn Hjálmarssononline
Titillinn á þessum þræði er kannski einum of fráhrindandi en engu að síður lýsir hann þessari tillögu að umræðu einna best. 

Opinberun vandans: Lesbók morgunblaðsins hefur fyrir nokkuð löngu síðan sýnt fram á að vera vanhæfur bleðill í menningarumræðu, í þessu tilliti er einna helst að minnast á grein Bergþóru Jónsdóttur þar sem ýmsum vangaveltum um samruna listgreina ætti sér stað á Íslandi, þessi grein birtist núna í Lesbókinn vorið 2009. Ágæta svargrein er að finna á bloggi Guðmundar Steins hér: http://www.gudmundursteinn.blog.is/blog/gudmundursteinn/entry/824045/

Ástæðan fyrir að ég minnist á þessa grein í upphafi umræðunar er vegna þess að eitt af því sem Bergþóra fór í gegnum á hundahlaupum í grein sinni var að hún virtist ekki getað ímyndað sér að myndlistarmenn sem að búa til hljóðskúlptúra séu ekki tónskáld. Í þessum orðum Bergþóru glittir í eitt helsta pseudo-vandamálið á Íslandi, hvað er tónskáld?

Hugtakið „tónskáld“: Að vísu sagði Bergþóra líka í greininni, að í hennar augum væru þeir sem byggju til skúlptúra, vídeólist og unnu með flest aðra miðla heldur en málverkið, ekki vera myndlistarmenn. Viku seinna birtist í Lesbókinni svargrein Margrétar E. Ólafsdóttur fagurfræðings þar sem hún benti á galla þessa sérkennilegu skoðunar Bergþóru.
Samkvæmt þeirri skilgreiningu yrði líkleg niðurstaða um hvað tónskáld sé, að það sé „sá sem semur á pappír“. Það er í raun framsetningin á því hvernig tónlistinni er komið til skila sem að skilgreinir tónskáldið. Þrengri skilgreining væri að segja að tónskáldið semji fyrir tónleikavettvang og einna helst þar sem klassískt menntaðir hljóðfæraleikarar flytja tónlista.

Eigin viðhorf til „tónskáldsins“:
Það er mín skoðun að með þessari hugmyndarfræði er búið að sníða tónskáldinu of þröngan stakk, það er í raun eintóm þvæla að á okkar tímum að þetta skuli vera algilt viðhorf og aðrar skoðanir undantekning undan því.

Að eigin mati finnst mér að tónskáld framtíðarinnar séu allir þeir sem að semja tónlist óháð framsetningarmáta hennar.

Menntun „tónskálda“: Hlutverk menntunar í þessum efnum, að mennta sig í tónsmíðum, sé hluti þar sem farið er í að „þróa“ tónlist, og í framtíðinni fælist það í hlutverki menntaðs tónskálds að stunda hljóðfærasmíði, nýsmíði miðlunar (hönnun tónsmíðamiðilsins), innsetningar o. fl. þess háttar, að í raun yrðu skilgreiningin tónskáld bundin við einhvern sem að vinnur á markvissan hátt með hljóð sem vettvang til tjáskiptamiðlunar.
Ég nefni að „þróun“ tónlistar sé mikilvæg, sem er í sjálfu sér frekar vond hvatning í sjálfu sér, en þar á ég við að tónlistin færist á það stig að geta verið í beinum tengslum við þann veruleika sem hún þrífst í, í listgreininni hefur tónlist verið aftarlega á merinni við að vera í tengslum við strauma og stefnu í samfélaginu.

Um orðið „tónskáld“:Ég hef fyrir löngu bent á málvilluna sem felst í því að tónskáld sem að vinnur með hljóðið fremur en tónanna teljist sem tónskáld, hef áður komið með betri lýsingu sem að vísu er útlenskur bastarður og nefnist „sónskáld“, þetta er kannski óþarfa vitleysa, en þetta lýsir fyrirbærinu betur.

Þetta áður upptalda sem ætti að vera hlutverk tónskáldsins er í raun orðinn partur af vettvangi tónskálda útí heimi í dag en litla Ísland er enn fast í gömlum skorðum, ég vona innilega að þau íslensku tónskáld sem nú eru í námi hérlendis eða erlendis og eru framtíðartónskáld Íslands, líti á þessa arfleifð á gagnrýninn hátt og bið þau um að forðast þessa leiðindaflokkun um að þau geti ekki verið áfram tónskáld ef þau færa sig frá pappírsmiðlinum.

Niðurlag, ávinningur þessarar umræðu: Ég lít svo á að með skilgreiningu á hlutverki og eðli ef við náum að skilgreina tónskáldið enn skýrar, hlutverk og eðli, þá tel ég að framþróunin verði markvissari, við getum leitað í nýja miðla án þess að draga í efa tónlistarlegt gildi þeirra. Sem dæmi á upphafsárum vídeólistar eða segjum frekar net- og tölvulistar, þá hafði tölvur ekki þá ímynd að geta vera nýttar í listrænum tilgangi líkt og þær eru notaðar í dag, litlir kóðar eru í raun lítil listaverk o.s.frv. Þetta er án efa niðurstaða af ótal tilraunum og skoðun á miðlinum (í raun er tölva fjöl-miðill, þar sem hann er sjón- og hljóð, heitur og kaldur miðill, fer eftir því hvernig hann er nýttur). Ég trúi því að algjörlega afstrakt hugsun og fjarvera skilgreiningarinnar um hvað sé myndlistarmaður hafi verið meginforsendur þess að myndlist í dag sé enn þann dag í dag í heilbrigðu sambandi við nútímann.

Selected post Jun 09, 2009; 3:50pm 

Hvað er tónskáld?

Reply | Threaded | More  

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Guðmundur Steinnonline
Já, takk fyrir þetta Þráinn. Áleitnar spurningar, fyrirgefðu ef ég var með einhver leiðindi varðandi vísanir í annað. Skil hvað þú meinar núna. 

Alla vega. Þó ég sé alltaf að tönglast á gömlu góðu „miðillinn er skilaboðin“-pælingunni þá er ég mjög á því að listin eða listgreinin er ekki miðillinn. Þar með er listgreinin jafnvel ekki skilaboðin. Ég held að listin sé hvatinn sem liggur að baki og listgreinin sé samræðan, iðjan eða aðgerðin sem listin flettir sig meðvitað eða ómeðvitað innan í. Þó svo að ég trúi á nýju tannhjólin og allt það þá sprettur allt upp úr einhverjum jarðvegi sama hvort manni líkar betur eða verr, sama hvort um sé að ræða framhald eða andóf eða jafvel losun út úr slíkum díalóg (=N.T.), því þá er maður samt að moða úr þeim upplýsingum sem til hafa orðið fyrir, í tilraun sinni til hreinsköpunnar. Listgreinin tekur við smáskilaboðunum og byggir á þeim, á meðan miðillin býr til stóru skilaboð menningarinnar. S.s. bók er ekki endilega eftir rithöfund, nótur eru ekkert endilega eftir tónskáld og geisladiskur getur verið einnig eftir rithöfund. Þar með er listgreininn eitthvað annað en miðillin og samræða listgreinarinnar fer eftir einhverju öðru en miðlinum sjálfum.

Þannig held ég að hljóð hafi alltaf verið til því allt varð til úr hljóði og þar áður var ekkert. Þá held ég að tónlist hafi komið á undan tungumáli og forsendur tungumáls sprottnar upp úr tónlist. Þar með er allt það sem vestræn menning álítur mannlegt frekar en dýrslegt sprottið upp úr tónlist. Einnig hefur allt það sem maðurinn hefur álitið andlegt alltaf verið tengt tónlist. Frá örófi alda og í flestum menningum sem vitað hefur verið um er til lítð tannhjól og stórt tannhjól. Andleg tónlist og skemmtitónlist (sértækt og almennt, jafnvel). Andlega tónlistin þróast yfir í fína tónlist og þaðan yfir í gáfulega tónlist. Galdralæknir sem læknar fólk með trommuslagi er tónskáld meðan að sá sem spilar á trommu fyrir dans er skemmtikraftur eða hver sem er. Tónskáld er galdralæknir. Larímúnímaríjarí.
Ókei, hvar var ég. Hinn gáfulegi tónlistarheimur dagsins í dag eða vissar kreðsur (margar þeirra sem eru valdamestar) kenna sig rosalega mikið við miðilinn, finnst manni stundum. Sem virkar ekki vel, sjá eftirfarandi fullyrðingar. Bacharach var tónskáld. Hann skrifaði allt út, var lærður og slíkt. Handverkslega og miðilslega séð er ekkert sem getur sagt að hann sé ekki tónskáld nema út af samhenginu sem hann var í. Samt virðist tónlistar-establishmentið rosalega duglegt í því að nota miðilinn sem kríteríu til þess að forðast áleitnar spurningar. Til dæmis virðist vera tendens tónlistarestablishments til þess að skilja eftir allt sem heitir and-list með því að leyfa myndlistinni bara að sjá um það. Sem dæmi, dadaistísk og fútúrístísk tónlist og hljóðaljóð og slíkt hafa aldrei komist inn í tónlistarlega samræðu og sama er að segja um allt sem heitir flúxus þó svo að upprunalega framvarðasveit hreyfingarinnar hafi verið tónlistarmenn. Hugmyndir sem eiga rætur sínar í tónlistargeiranum búa til mikinn díalóg í öðrum greinum en tónlist. S.s. 4’33” er afgreitt með banal spurningum í tónlist og fjallað um sem brandara á meðan þetta er algjör hornsteinn í myndlistarumræðu og í rauninni sprettur flúxusinn og happeningið og allt þetta upp úr þessu eina verki. Þannig hafa mörg tónskáld á endanum orðið myndlistarmenn og endað með að sýna hljóðverk í galleríum því tónlsitarestablishmentið vill ekki flækja málin með því að ræða eitthvað sem ekki eru nótur á blaði eða mjög skrýtnar nótur eða slíkt. Og ekki til dæmis tónlist sem er léleg til þess að gera grín að tónlist þó svo að þetta sé mikill hornsteinn í myndlist.  Út af þessum skorti á flókinni samræðu hefur hinn þekkingarfræðilegi miðill venjulegar-nótur-hefðbundin-hljóðfæri (hér eftir vnhh) nálgast síðustu stoppistöð (kem betur inn á það síðar).

Módernísku tónlistarestablishmentin hafa mikið skilgreint sig útfrá andófi. Notast við Adorno og síð-marxískar kennisetningar og hefur það verið notað til halds og trausts í sjálfsréttlætingum í áratugaraðir. Með andófi sínu hafa þau með tíð og tíma ekki skapað frjósaman jarðveg fyrir nýjungar heldur jarðveg gremju og biturleika og kreddu sem stjórnast mest af því sem það er í andófi við, s.s.: „við gerum ekki það sem hinir gera.“ Þegar andófsliðið er orðið að valdastétt er það sama þar og annars staðar þar sem slíkt gerist, biturleikinn og gremjan fer ekki, menn halda bara áfram í vörn og andófi að viðhalda kreddunni, sem mest óbreyttri og ekki í neinni samræðu við aðra aðila, heldur bara þá sem eru sammála, til frekari staðfestingar á kreddunni. Þetta er eitthvað sem hefur bara ágerst með tíð og tíma. Þannig að þröngi stakkurinn er sniðinn af tónskáldunum sjálfum fyrir tilstilli andófs sem gerir ekkert annað en að staðfesta betur tilvistina útfrá andstæðingnum (tilvistin er útfrá og undir andstæðingnum komin, hvort sem hann er fortíðinn, klassík í núspilun, popptónlist…)

Ef við lítum á ofurhetjur og stjörnur nútímatónlistar upp úr miðri 20.öld einkum t.d. Cage og Stockhausen þá voru þeir mikið í því að spyrja mjög áleitinna spurninga um hvað tónskáld er og hvað það gerir, núna á þessum tímum (sem var núna þá). Þetta kemur fram í tilraunum í nótnaskrift, tilraunum til að sleppa nótnaskrift, tilraunum með ný hljóðfæri, fín og ófín, raftónlist, hálfraftónlist, tilraunir með upptökur og upptökutækni, tilraunir í því að fylgja verkinu misjafnlega langt í sköpunarferlinu, hvað er nótnaskrift, hvað er hljóðfæri, hvað er tónskáld. Miklar tilraunir með vnhh og spurningarmerki sett við vnhh. Á 8.áratugnum duttu flestar svona tilraunir inn í hýðið og lifa kannski bara í eilífum grasrótum sem einnig skortir samræðu og viðheldur líka sinni eigin kreddu. Stærstu establishmentin virðast halda hvað fastast í að miða allt við og sjá allt í gegnum vnhh og leiða hjá sér verk sem spurðu of áleitinna spurninga um þetta. Á sama hátt sniðganga næstu kynslóðir til dæmis möguleika upptökutækninnar til að marka skýr mörk milli sín og andstæðingsins og plötuútgáfur verða eins og leikrit á myndbandi sem nota kannski aðeins klippitækni til þess að fá verkin rétt.
Mér finnst í raun vnhh vera mjög sambærilegt við málverkið. Allar helstu nýjungar innan vnhh á síðustu áratugum eru tilkomnar vegna inpúts frá öðrum miðlum (s.s. hljóðrófsgreining, algrími, segulbandalúppur, tónlist úr óhljóðum = segulbönd, tölvur, rafhljóðgjafar…) en þetta er alltaf í því formi að færa upplýsingar innan í vnhh ekki það að vnhh eigi beinlínis í samræðu við eitthvað sambærilegt (raftónlist verður aldrei alveg sambærileg). Ef við skoðum módernisma í myndlist og leiklist er miklu meira spurt spurninga um miðla með því að bera saman, t.d. við aðra menningarheima. Í tónlist hefur slíkt aðallega gerst með yfirborðslegum stílvísunum frekar en áleitnum samanburði á eðli miðla. Málverkið á í samræðu við nýja og gamla miðla, líka og ólíka, ljósmyndir, vídjó, skúlptúr, vatnsliti, innsetningar osfrv. Til er kreddulið í málverkageiranum en það hefur ekki yfirhöndina í myndlistargeiranum því ef svo væri, væri myndlist bara hönnun eða handverk. Málverkið er ekki dautt að mínu mati af því að það er í sífelldri samræðu og samanburði við sambærilega nýja og gamla miðla, þeir málarar sem eru sterkastir eru ekki í vörn gagnvart því. Flestar upplýsingar sem hafa verið í gangi í vnhh eru hins vegar komnar nálægt síðustu stoppistöð og leita langt yfir skammt, ríghalda í gamalt forrit þó svo að það séu einfaldari leiðir til að gera svipaða hluti. Nótasjón er orðin svo flókin að það er orðin abstraksjón af raunveruleikanum, hljóðfærin verða að framkalla fullt af hljóðum og tónum sem miðillinn er ekki gerður fyrir (þeas, miðill=hljóðfærin og menntun og bakgrunnur hljóðfæraleikaranna). Menn nálgast yfirtónaröð með því að skipta áttundinni í 48 jafna parta, menn nota óskýr viðbótartákn til þess að tákna að spila á hvern krók og kima á hljóðfærinu. Nýjungarnar eru alltaf álegg ofan á hið gamla, án þess að henda neinu. Spektralismi, aukahljóðahyggja, nýflækja og einnig redúksjónismi eru allt staðfestingar á því að miðillinn er á þekkingarfræðilegri endastöð.

Þess vegna er ég alfarið hættur að nota vn þó ég sé ekki alveg hættur að nota hh en byrjaður að prófa og þreifa mig eitthvað annað. Vnhh sinnar gera grín en alternatív við vnhh er það besta sem getur komið fyrir vnhh sinna (úps, díkótómía og andóf mótsögn). Ég lýt því þrátt fyrir allt, ekki á að ég sé í andstöðu við einn né neinn. En ef það fær ekki að taka þátt í samræðunni er ekkert að græða á því. Þannig er mikið af tilraunkenndum pappírs nótasjónum sem mér finnst ekki hafa verið skoðaðar sem skildi og hafa fengið ósanngjarna umfjöllun og vnhh hefur því ekki grætt það sem það gæti af þeim nótasjónum og díalógnum við þær.

Selected post Jun 11, 2009; 2:08pm 

Re: Hvað er tónskáld?

Reply | Threaded | More  

Loading…
Reply to author
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

David Brynjar Franzsononline
18 posts
Ég er sammála margtflestu því sem kemur fram hér að ofan og ætla bara að hengja mig á það síðasta sem Guðmundur Steinn kemur fram með varðandi hefðbundina nótnaskrift. 

“Nýjungarnar eru alltaf álegg ofan á hið gamla, án þess að henda neinu. ”

Hérna er grundvallar vandamál í röksemdafærslunni. Afhverju þarf að henda einhverju? Eru allar hugmyndir sem hægt er að tjá með einfaldri nótnasjón þar með búnar? Er eitthvað sem segir að ekki sé hægt að notast við gamla tækni jafnt sem nýja. Myndlistarmenn nota freskutækni og íkonagerðartækni jafnhliða collage eða nýlegri tölvuprenntun. Þetta hljómar eins og að Guðmundur sjálfur telji að tónlistin lyggji í miðlinum (eða frekar kannski tækninni).

Ég held að grundvallarmisskylningurinn hér lyggi í því að Guðmundur lýtur svo á að spektralismi, redúktíónismi og nýflækja séu að bæta við ofan á nótasjón með það að tilgangi að þróa “hefðbundna” nótnaskrift. Þetta er alrangt. Grunn nótnaskriftin er notuð til að koma því til skiila sem hægt er á sem einfaldastann og fljótlegastan hátt. Margir myndlistarmenn nota texta í verkum sínum til að ná fram vissum hughrifum. Til að byrta texta þarf að nota stafi og stafagerðir. Sama gildir um hefðbundnar nótur á blaði. Mörg redúktíónista verk eru samin fyrir einn flutning og ekki ætluð til endurnotkunnar, samt eru nótur notaðar afþví þær eru stundum einfaldlega fljótlegasta leiðin til að koma upplýsingum til skila. Ég er hjartanlega sammála því að það að festast í einni gerð nótnaskriftar þrengir hugmyndaramman, en ég sé ekki að það sé bundið við nótur á blaði frekar en nokkuð annað (og ég vill taka fram að ég hef sennielga samtals notað 25 nótur síðustu 3 ár svo ég er ekkert að mæla með nótum). Ég held aftur á móti að tónskáld verði að finna hvaða leið kemur hugmyndum þeirra til skila, og ef það er með fimm línum á blaði þá er ekkert að því nema þegar hugmyndirnar eru lélegar. Persónulega þá held ég að álíka há prósenta verka séu búin til úr vondum hugmyndum sama hvaða aðferð er notuð til að koma upplýsingum frá tónskáldi til flytjanda.

Ég ætla líka að hengja mig aftur í þessa röksemdafærslu að “S.s. 4’33” er afgreitt með banal spurningum í tónlist og fjallað um sem brandara á meðan þetta er algjör hornsteinn í myndlistarumræðu og í rauninni sprettur flúxusinn og happeningið og allt þetta upp úr þessu eina verki.” Þetta er kannski ennþá satt á Íslandi, en er kennt sem grundvallar verk í flestum háskólum í bandaríkjunum, enginn brandari þar. Harry Partch er líka kenndur og ekki sem neinn brandari heldur sem frumkvöðull (og flest allt það sem mér sýnist vera hér lagt til sem nýtt var partch búnað gera fyrir meira en 50 árum síðan). Ég viðurkenni að það er tendens til að afskrifa þessa tónlist í því sem maður kallar menningarelítunni en það er líka enginn okkar að vinna í þeirri elítu. Það er annar heimur. Arena-rokk klassíkurinnar. Ghostdigital er ekkert að fara að spila á Wembley frekar en við að spila í Carnegie Hall (sem dæmi um hvað elítan telur vera nýtt, þá auglýsti New York Phil í fyrra tónleika með nýjum og happening verkum og tók þar fyrst Fiðlukonsert Ligeti, sem er 17 ára gamalt verk og ligeti var búnað vera ellidauður í mörg ár).

Selected post Jun 11, 2009; 3:53pm 

Re: Hvað er tónskáld?

Reply | Threaded | More  

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Guðmundur Steinnonline
Jú en á ný er ég sammála flestu sem Davíð er að segja. Ég viðurkenni að ég er að mála ákveðna skratta á ákveðna veggi til þess að ná fram hughrifum og tengist uppgjöri mínu við ákveðnar kennisetningar í byltingarfræðum. Þetta er líka rétt með Partch og 4’33” en ég kannski á við frekar en að segja, allir eru á móti þessu og þessu þá er ég kannski að tala um hvað hefur beygt þægindarammann all verulega og hvað ekki. Atónal músík þótti óþægileg í byrjun en þykir hvergi tiltökumál lengur, sum frumkvæði eru samþykkt í sögulegu tilliti en virðast samt að einhverju leyti en ögra einhverjum þægindaramma, þó svo enginn sé á móti þeim. Á meðan í myndlist hefur þægindaramminn gliðnað á ýmsa vegu á seinustu 50 árum, s.s. … t.d. flúxusið var ekkert nýtt, allar hugmyndirnar höfðu komið fram hjá dadaistunum, þær fengu bara breiðari merkingu og þessar pælingar sigldu inn víðar og almennar. Flúxusinn kom kannski ákveðnum eldri pælingum innan í hjörðina og mergðinna og varð þannig að umræðu sem skilaði sér inn í alla listumfjöllun. Kannski er ég að taka provincial pól í hæðina og setja Ísland í staðinn fyrir nútímann erlendis. En alla vega að þó einhverjir hlutir séu samþykktir og ræddir þá er ekki þar með sagt að kerfið hvetji til listsköpunnar sem á í beinni samræðu við þessar hugmyndir, þar kemur, afsakið, ekki mótþrói inn í, heldur þægindi. Alls staðar tónlistarháskólum eru til dæmis kennd mjög ýtarleg tónafræði (frekar en hljóðafræði) og maður er látinn greina og fjalla mjög alvarlega um ákveðna hluti, sem tilheyra ákveðnum straumi og aðferðarfræði sem hægt er að ræða innan í þessum aðferðum, einkum greiningaraðferðum og svo framvegis. Allt annað er afgreitt með banal spurningum sem eru skildar eftir í lausu lofti og eru ekki beinlínis innan þægindarammans þó svo þetta sé ekki vanvirt eða litið fram hjá. Greinilegt er á tónlistarmenntuninni hvað er alvöru tónlist og hvað ekki. Auðvitað er horft á Dadaisma og flúxus og sagt í dag að sumt af þessu var bara barnalegt en inn á milli eru mjög áleitnar spurningar sem gætu breytt öllu samhengi lista og mannlegrar tilveru, einkum ef þær eru settar í samhengi, opnað fyrir gáttir sem eru læstar. Þá gildir í einu hvort hugmyndirnar sjálfar séu 50 ára eða ekki. DaVinci hafði hugmyndir af flugvélum í eldgamladaga. Það þýðir ekki að Wright bræður hafi verið í tilgangslausu missjoni með því að búa til fyrstu flugvélarnar. Ég finn fyrir ákveðinni verndunarstefnu innan í tónlistarumræðu, verndunarstefnu gagnvart handverki, kannski eru það bara mínir komplexar og geðveiki og ef svo er biðst ég lausnar, friðþægingar og fyrirgefningar. 

Nú, hvað varðar að henda sumu skal ég útskýra betur hvað ég á við. Þá er ég ekki að tala um að það á að henda vnhh og enginn má nota það aftur. Það er ekki það sem ég á við. Það er kannski heimskulegt í umræðuaðferð minni er að gagnrýna aðra á þessum forsendum í staðinn fyrir að gera bara það sem ég vil gera og vera ekki í endalausri krossferð með að réttlæta það, en á ný, afsakið. Mér finnst bara fyndið þegar ég horfi á ákveðna nútímatónlistar tendensa hvað forritið sem verið er að nota er gamalt miðað við það sem er verið að reyna að gera. Tökum hvaða notkun sem er á yfirtónaröðinni eða upplýsingum þar innan sem dæmi. Þetta er mjög einfalt og frumspekilegt og náttúrulega byggt inn í alla tóngjafa. Verið er að fara langa leið í gegnum torræðann skóg af sögu til þess að nálgast á pappír og í klappakerfum á rosalega strembinn hátt, eitthvað sem er mjög einfalt og frumspekilegt, næstum banalt í því tilliti. Það snýst bara um þægindi, það snýst um það að það er þægilegra að breyta engu og hjakka bara í sama farinu og nota gamalt handverk frekar en að breyta tækninni og vera kominn með verkfæri sem fylgja nýrri þekkingarfræði og eru skilvirk og einföld í því samhengi. Gagnvart þessu er mikil „þekkingarvarsla“, það er, þessi rauði þráður er heilagur, hann leiðir okkur aftur til 1500. Með tölvum og interneti er ýmislegt hægt sem getur leyft manni að sleppa því sem við þurfum ekki á að halda.

Ég get bara talað útfrá mér. Ég sækji augljóslega mikið í brunn ýmissar tónlistar einkum frá síðustu hundrað árum. Mér finnst ekkert að því að nota 5 línur og g-lykil og geri það stundum ef það stuðlar að læsi og slíku, ef það er ekkert sem ég er að breyta á því sviði hvort eð er. Augljóslega er ég búinn að henda ta og títí. Ég er líka búinn að henda hugmyndinni um abcd, ekki út úr sögunni eða mínum bakgrunni, eða verkfærum annarra heldur bara minni eigin tónsköpun. Ég gæti vísað í tákn, einkum abcd út af hentugleika en ég er yfirleitt að reyna að nálgast eitthvað annað tóna- eða hljóðasamhengi. Langspilið sem ég ætla að búa til og fara alfarið að spila á í staðinn fyrir gítar mun hafa það sem ég vil án þess að vísa fyrir sjálfan mig í abcd. Það mun búa yfir tóna og hljóðgerðum sem henta mér. Með þessu bý ég til miðil og í honum mun óhjákvæmilega búa eitthvað af tónlistinni, stóru skilaboð menningarinnar hér og nú, ekki litlu skilaboðin sem eru meira sammannleg og tímalaus, eða eitthvað. Þetta hljóðfæri gæti spilað í samhengi við önnur hljóðfæri gömul og ný, og þarf þá að gera málamiðlanir. Helst vil ég smíða mitt hljóðfæri með frekar litlum möguleika á málamiðlunum þannig að önnur hljóðfæri þurfi að laga sig að þeirri þekkingarfræði frekar en öfugt. Ég gæti verið að vinna með 7 hljóð í verki og 4 af þeim hafa skýra tónmiðju. Þá þarf ég ekki heilt stórt píanó eða g- og f-lykil til þess að tákna það. Ég get hent öllu sem myndi bara þvælast fyrir mér. Ég þarf ekki heilann flygil ef ég þarf bara 7 nótur og svo framvegis. Vestræn hljóðfæri og nótnaskrift eru ekki og voru aldrei esperanto en það er oft fjallað um það þannig. Ég vil sleppa hlutum sem þvælast fyrir mér, í eitt skipti er betra fyrir mig að vera með 4 niðursuðu dósir og 4 skálar og kúlur sem hreyfast á skjá. Mér finnst miðlar eins og klarinett og píanó og ta og títí og abcd vera að segja mér að ég eigi að nota það rosalega mikið og sýna hvað í því býr og það verður yfirleitt óhjákvæmilega raunin. Píanóið tjáir sjálft sig yfirleitt í tónlist fyrir píanó, ég get talið á fingrum annarrar handar verk fyrir, eða með píanói sem mér finnst ekki gera það. Því held ég að svona takmarkanir hjálpi mér í að flækjast ekki í hlutum sem skipta ekki máli og eru líklegir til að leiða mig af brautinni í því að búa til rás fyrir annað streymi af upplýsingum.

Ég hef oft kreddast á því að mér finnist vnhh vera eins og eitt forritunarmál og það hafi aldrei verið til annað. Forrit og tölvur hefðu aldrei þróast eins mikið og hratt og raun ber vitni ef það hefðu ekki verið mörg forritunarmál í gangi. Samræðan milli ólíkrar þekkingarfræðilegrar nálgunar verður fyrir vikið miklu ríkulegri en sífelld kerfisbundin einræða í kerfi sem er obsolete (sjá McLuhan túlkun á orðinu obsolete, s.s. ekki ónothæft heldur ný tækni hefur sömu möguleikana og fleiri Á YFIRBORÐINU). Ef maður ætlar að búa til nýtt mál (t.d. forritunarmál) verður maður að byrja einfalt, annars er líklegt að maður byggi það bara á mjög svipuðum grunni og því sem maður þekkir fyrir. Maður þarf að bera saman þau mál sem eru til, sjá hvaða eiginleika manni finnst þau hafa og hvað þau gæti hugsanlega vantað til þess að gera eitthvað sem ég hef áhuga á að gera. Þá byrjar maður frá grunni (með eldri þekkingu í pokanum, vel að merkja) í að púsla saman litlum einingum og sjá hvernig þær hegða sér og gera kerfið smám saman flóknar hræra hægt og rólega fleiri hráefnum í súpuna og smakka alltaf á milli. Ég lýt svo á að þetta sé mín nálgun, ég ætla að reyna að kúka ekki á neinn sem gerir ekki slíkt hið sama. Fyrir mig persónulega er nauðsynlegt að henda ákveðnum hlutum eða sniðganga sem eru mjög heimtufrekir í umhverfinu. Þannig eingöngu get ég fengið skýra sýn á það sem ég er að gera. Það gildir í einu hvort einhver hafi einhvern tímann reynt eitthvað sambærilegt og hvað niðurstöðu sá fékk.

Selected post Jun 11, 2009; 5:47pm 

Re: Hvað er tónskáld?

Reply | Threaded | More  

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Þráinn Hjálmarssononline
og enn er spurt, hvað er tónskáld? 

Steini, getur ekki verið að niðurrifsferlið sé þeim mun meira gefandi frekar en uppbyggingarstarfsemin?

En auðvitað er líka spurning hvernig maður lítur á niðurrif, er það að sleppa öllu kjaftæði og byrja á litlu einingunum aftur, talist sem niðurrif?

Selected post Jun 11, 2009; 11:07pm 

Re: Hvað er tónskáld?

Reply | Threaded | More  

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Guðmundur Steinnonline
Jú, afsakaðu, maður togar og teygir. 

Ég fór út í nöldrið mitt til þess að vísa í að tónskáld hafa oft verið að notast við ýmsa miðla og aðferðir. Sumsé tónskáldið að mínu mati er ekki bundið við ákveðinn miðil en miðillinn sem verður fyrir valinu mun óhjákvæmilega ráða meiru en tónskáldið getur nokkurn tímann gert sér grein fyrir. Ef ég til dæmis gera eitthvað sem verður þess valdandi að einhver vill meina að ég sé ekki lengur tónskáld, þá verð ég bara að taka því. Ég nefndi dada, flúxus og slíkt því þar var notast við ýmsa miðla og hefur þar af leiðandi lent í myndlistarkategóríunni þegar farið er út í umræður. Það er ekkert skrýtið að tónskáld geri raftónverk. Það verður sífellt algengara að tónskáld geri innsetningu eða slíkt. Það er sífelld þróun í því hvaða miðil tónskáldið notar. Ég held að miðlar skipti öllu máli, en ekki neinu máli í sambandi við það hvort maður sé tónskáld eða ekki því ég lýt svo á að tónskáld sé sá sem býr til tónlist sem er gerð yfir langan tíma þó hún hljómi yfir stuttann, það er, pukrast er með upplýsingarnar, og púslað. Ég tengi persónulega spuna við tónsmíðar (sem ég veit að mörgum finnst vafasamt). Mér finnst spuni vera leið til að prófa og þróa hugmyndir, en spuni er ekki tónsmíð og verður aldrei tónsmíð. Hægt er að búa til lag bara í spuna, en það er ekki endilega tónsmíð fyrir mér nema tónsmiðurinn hafi eitt gríðarlegum tíma í að hanna einingarnar sem hann púslar saman í augnablikinu (Schubert, Mozart, Scelsi, Feldman eru dæmi um tónskáld sem virðast oft á tíðum hafa samið dáldið beint en eiga það sameiginlegt að það er mikill þekkingar og forbyggingarbrunnur bakvið það sem þeir gera).

Varðandi þetta með niðurrif. Þetta hefur verið mér mjög hugleikið og ég gæti bloggað um þetta og fyllt þrjátíu síður með milljón óbakkanlegum yfirlýsingum á korteri. Eftir Hardt og Negri kommúnistafyrirlesturinn og ýmissi umræðu um málefni sem tengist andófi hef ég fengið smá ógeð, á sama tíma hef ég fengið ógeð á John Lennonismanum sem hefur tíðkast á mótmælafundum og slíkt, þannig að ég hef verið að velta ýmsu fyrir mér varðandi hryðjuverk og eyðileggingarstarfsemi versus pasifisma, aðgerðarleysi og aðgerðarsinnun og slíkt. Ekki af því að ég hef áhuga á pólitík eða efnahagsmálum heldur einmitt ekki. Ég hef áhuga á því í samhengi við breytingar og hvernig best er að fara að því að gera einhverjar breytingar. Niðurrif tengist því að rífa eitthvað niður sem þegar er til. Þá er maður augljóslega að einbeita sér að því en ekki einhverju öðru. Þá er maður óhjákvæmilega að stíga upp á sama svið, fullur af sjálfsréttlætingu að benda á hvað eitthvað annað er vont og gagnslaust til þess að finna hvað maður er góður. Það sem meira er að það sem maður er á móti er það sem maður elskar, það hittir á viðkvæmann blett, það hittir á staði þar sem eru miklar tilfinningar, aðeins tilviljun ræður því hvorn pólinn maður velur þegar tveir eru, ást eða hatur á einhverju fyrirbæri. Sem dæmi gátum ég og Palli alltaf fengið fólk sem sagðist hata Stefán Hilmarsson til þess að viðurkenna eftir tvö-þrjú lög að það í rauninni elskar Stefán Hilmarsson en ef fólk virtist ekki hafa neinar skoðanir á honum til að byrja með eða bara svona fínn, þá var ekkert hægt að snúa því af því að það voru ekki miklar tilfinningar þarna. Þess vegna finnst mér kommúnista umræðan sem gengur meira út á hvað kapítalismi sé vondur heldur en hvað kommúnismi er, að hljóta að vera drifinn áfram af græðgi í efnislega hluti því það er það sem umræðan snýst um, ekki hugmyndir og sköpun. Svo ætlaði ég að fara í andóf við andófið en fattaði að það er bara noise og tilgangslaust og mótsagnakennt. Þar koma nýju tannhjólin inn. Ef maður gerir byltingu er maður að samþykkja þann valdastrúktur sem er, bara taka við honum og breyta honum. Gjöreyðilegging hlýtur að fela í sér að búa til eitthvað sem gerir annað ónauðsynlegt. Til dæmis ef einhverjir kommar myndu búa til vöurskiptakerfi sín á milli og hætta að vinna og borga skatt og nota peninga, og þetta yrði vinsælt, myndi það hafa miklu meiri eyðileggingarkraft en nokkur bylting sögunnar, því inn í því fælist að breyta sjálfum sér úr gamla viðhorfinu, og búa hægt og rólega til aðra menningu. Þannig held ég að ef femínistar myndu búa til nýtt tungumál sín á milli og byrja að tala það og búa til nýja menningu, fyrst á smáum skala, þá gæti sú menning ef hún gengur vel grafið alfarið undan indó-evrópskri menningu sem hefur alltaf verið karldómineruð og stærstu einstöku menningarsamfélögin hafa notast við þrælahald og imperialisma. Þar er eitthvað sem er byggt inn í tungumálið sem er ekki hægt að komast fram hjá, sérstaklega ekki ef maður heldur áfram að þræta á því tungumáli. Ekki það að það sé tilgangur en ég held af því að tónlist er eldri en tungumál hugsanlega, og sammannleg og jafnvel til hjá dýrum og forverum mannanna, þá geti djúpar breytingar á tónlist haft áhrif á tungumál sem hefur þannig áhrif á alla menningu, þó oft virkar það öfugt. En hvað sem hverju líður þá er ég einarðlega sannfærður um það að uppbygging á einhverju einstöku sé sterkasta niðurrifið.
En ég held að tónskáldið sé mannleg eining sem er óbreytt þvert á allt niðurrif sem kemur alltaf reglulega, snýr hlutunum við en breytir þeim ekki hvað varðar litlu upplýsingarnar.

Free Embeddable Forum powered by Nabble

Leave a Reply