Lítið hefur verið dúndrað undanfarið sökum ýmissa óhjákvæmilegra uppákoma en nú verður bætt úr því. Jóla-Sláturdúndur 2010 verður haldið næsta laugardagskvöld, 4 desember klukkan 20:30 í sal SÁÁ (Efstaleiti 7).
Sláturdúndrin eru mánaðarlegir tónleikar SLÁTUR samtakanna þar sem meðlimir flytja glænýja tónlist í frjálslegu samhengi. Þar eru gjarnan flutt verk fyrir óvenjuleg hljóðfæri, með óvenjulega nótnaskrift, spunaverk, hálfsamin, alsamin eða ofsamin tónlist. Áheyrendum og tónsmiðum gefst gjarnan tækifæri að ræða tónlistina milli atriða.
Ókeypis aðgangur, fjölbreyttur boðstóll og listræn tónlist.
Leave a Reply