1.Desember 2007 Francis Dhomont í RML.

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
fimmtudagur, 06 mars 2008

Ég hef ætlað mér að skrifa um hina og þessa tónleika í dágóða stund en lítið gert í því. Ég geri meira af því að slefa. En ég ætla að taka smá yfirlit yfir nokkra tónleika sem gaman væri að deila með ágengnum af mismunandi ástæðum. Það sem tengir saman alla pistlana sem hér á eftir koma er orðið fánaberi sem ég hef haft sérstakt dálæti á undanfarið.

Francis Dhomont og Louis Dufort voru með tónleika í hinu goðsagnakennda rými Recombinent Media Labs í San Francisco. Um er að ræða rými sem er með 16 hátalara kerfi og 16 skjávarpa og transdúsera sem hrista gólfið og ég veit ekki hvað og hvað. Aðal ástæða þess að ég kýs að fjalla um þessa tónleika er sú að rýmið var að leggja upp laupana. Deilur milli aðila einn hirti rýmið og annar græjur, eitthvað eitthvað. Davíð og fleiri hafa sagt mér undarlegar sögur um aðstandendur þessarar stofnunnar, erfingjar, fyrrverandi hjón, ógæfa, eitthvað og eitthvað annað. Um svipað leyti fékk ég ekki vinnu hjá skyldri stofnun sem kann að skýra af hverju þetta fór allt til fjandans. En einmitt skemmtilegur tónleikastaður að koma á og oft raflistamenn sem koma og vinna sérstaklega með rýmið.
Fyrir þá sem ekki vita er Francis Dhomont helsti flaggberi hinnar fransk-Kanadísku Musique Acousmatique stefnu. Þetta þýðir bara raftónlist af bandi. Hann er gamall og fagurfræði tölvuhljóðanna eftir því. Í sumum verkum var hann með ógeðslega vond vídjó sem einhver annar hafði gert. Louis Dufort er yngri og sennilega nemandi eða fylgifiskur Dhomont. Hans tónlist var ungæðislegri og agressífari og skyldi meira eftir sig, að mér fannst. Lokaverkið tók bikarinn en það var verk sem Dufort gerði sérstaklega fyrir rýmið og notaði alla hátalara og skjádót, sörránd í augu og eyru. Það var stórskemmtilegt og kröftug upplifun, jafnvel þó fagurfæðin væri dáltið næntís. Fleiri verða ekki orðin hér.

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>