Darmstadt – Það kraumaði í kleinuhringnum

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
laugardagur, 26 júlí 2008
Seinni vikuna var talsvert farið að krauma í kleinuhringnum. Ákveðnir aðilar voru í ruglinu með að reyna að kynna sig fyrir fólki sem er í ákveðnum dómnefndum og slíku. Einnig var tekið upp á því að byrja að baula á tónleikum og eftir það var baulað á öllum tónleikum á eftir öðru hverju verki (nema hjá Kurtag sem átti það þó skilið). Einnig var farið að heyrast raddir um þýzkar bloggsíður sem ásökuðu marga um elítisma, einkum Ferneyhough og nemendur og ráðist var á persónulegum og fagurfræðilegum árásum. Á Stúdíokonsertunum átti ein bresk stelpa verk sem að er í raun ekkert annað en kafli úr hefðbundnum enskum söngleik. Þetta olli reiði meðal hljóðfæraleikara en tveir hættu við að spila í verkinu og annar sagði „ég kom ekki í Darmstadt til þess að spila eitthvað svona“, en það er gaman þegar fólk hefur gert sér svo skýrt mótaða hugmynd um „Darmstadt-framúrstefnu“ að það verður hreinlega móðgað ef eitthvað er ekki á rétta lund (reyndar gat þetta ekki hugsanlega verið nálægt neinu sem talist gæti rétt í Darmstadt og fær því rokkprik þó það fengi tippahauskúpu í öðru samhengi).
Síðan voru pallborðs umræður um nótnaritun þar sem að Baltakas réðst á post-ferneyhough-rúnkisma í nótnaskrift sem honum finnst víða komið út í vitleysu hjá nemendum hátíðarinnar. Ferneyhough tók þetta sjálfur mjög harkalega til sín sem beina gagnrýni og sagðist ekki bera ábyrgð á svona og sæktist síður en svo í að hafa nemendur sem herma eftir sér. Baltakas tók dæmi sem mér fannst mjög leiðinleg um „einfalda og skýra nóteringu“ og vakti til umræðu á ábyrgð gagnvart hljóðfæraleikurum, en mér fannst þeir punktar frekar lélegir og leiðinlegir þó gagnrýni á endalausar „hreiðursólur“ og „órökréttir taktboðar“ sem eftirhermusýndarmennsku rúnk séu sjálfsagðar. Ferneyhough sagði: “I feel a bit attacked here” og stríð var hafið. Restin af pallborðsumræðunum varð því eins og nauta-at, nautið ræðst að áfergju í upphafi, en það vita allir að það er að fara að deyja og áheyrendur njóta þess að sjá líftóruna kreista úr því. Ferneyhough svaraði fyrir sig af mikilli orðsnilld og mjög góðum punktum þó svo að margir áheyrendur væru að missa sig í halelújah og ramtsjaja. Ferneyhough talaði um nótnaskrift sem óaðskiljanlega menningu, bakgrunni/hefð og eðli tónlistarinnar og að nótasjón væri langt frá því að vera eitthvert tónlistarlegt esperanto þar sem það væri alltaf ein einfaldasta leiðin til að nótera allt. Hann tók sem dæmi misheppnaðar „einfaldanir“ á skorum Sylvano Busotti sem hefðu ekki gert neitt annað en að eyðileggja þá einkennilegu alkemíu sem einkennir verk hans. Á hinn boginn nefndi hann „einfaldar nótur“ með „spíritúal“ skilaboðum í orðum sem hann hefði séð sem honum fannst meira en lítið einkennilegar og tilgerðarlegar á vondan hátt. Þetta var áhugavert og skemmtilegat að sjá og fernellinn var sem fyrr hafsjór af upplýsingum og skemmtilegum hugmyndum um tónlistarsögulega samanburði. Marco Stroppa sat allan tímann sem illa gerður hlutur milli tveggja elda. Haft var eftir honum eftir á að hann vildi aldrei aftur stíga í pontu með Ferneyhough sökum orðflaums sem hann ætti erfitt með að penetrara í gegnum. Glassúrinn var farinn að bráðna ofan af kleinuhringnum.

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>