October 2018
S M T W T F S
« Jul    
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

Afmælistónleikar Áka Ásgeirssonar

afmaeli-plakat

Mánudagskvöldið 30. ágúst kl. 20:00 verða tónleikar með verkum Áka Ásgeirssonar í Útgerðinni, Grandagarði 16.

Tónleikarnir eru haldnir að tilefni 35 ára afmælis Áka og innihalda úrval tónverka síðustu fimm ára.

Tónverkin sem leikin verða þann 30. eru öll fyrir ómandi (akústísk) hljóðfæri en notast þó við tölvutækni í sköpun, flutningi og/eða framkvæmd.  Sum notast við hefðbundna nótnaskrift en í öðrum veitir tölvustýrð hreyfimynd hljóðfæraleikurunum upplýsingar um flutninginn.  Í einu verki, 328°, er tölvan í hlutverki e.k. aukahljóðfæraleikara sem slær hljóðfærin með rafknúnum sleglum í samspili við hina mennsku flytjendur.

Efnisskrá:

  • 360°
  • 355°
  • 328°
  • 320°
  • 312°
  • 300° (frumflutningur)

Hljóðfæraleikaranir eru af betri endanum; Magnús Jensson, Tinna Þorsteinsdóttir, Þorkell Atlason, Frank Aarnink, Róbert Reynisson, Sturlaugur Björnsson, Kristín Gunnarsdóttir, Guðmundur Steinn Gunnarsson, Ingi Garðar Erlendsson, Jófríður Ákadóttir, Ásthildur Ákadóttir og Snorri Heimisson.

Tónleikarnir eru hluti af dagskrá nýstofnaðrar Nýmiðlastofu Íslands og skipulagðir í samstarfi við S.L.Á.T.U.R., samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfir Reykjavík.

Aðgangur ókeypis.

defunensemble á Sláturtíð

defun
Staðfest er að finnska hljómsveitin defunensemble kemur á Sláturtíð í haust. Hljómsveitin sérhæfir sig í flutningi elektróakkústískrar tónlistar, þ.e. tónlist fyrir rafhljóð með hefðbundnum hljóðfærum. Þau munu flytja finnska og íslenska tónlist á tvennum tónleikum. Meira síðar…

http://www.defunensemble.fi

RAFLOST!

raflost-pikslaverkRaflistahatidin RAFLOST hefst a fostudaginn 14. mai og stendur til laugardagsins 22. mai.  Thar verdur margt um dyrdir og mun smjor drjupa af hverju strai.  Dagskrain er a http://www.raflost.is

Art on wires

Aki Asgeirsson heldur kynningu a nyjum tonlistartilfinningaskynjara a radstefnunni “List a virum” sem haldin er i Oslaegd i vikunn.  Kynningin er hluti af vinnustofu SUM verkefnisins sem er i umsjon Lars Graugaard og fjallar um kerfisbundinn skilning a tonlist.

Nanari dagskra er a heimasidu Listar a virum: http://art-on-wires.org

Háspenna á 15:15

Ingólfur Vilhjálmsson leikur m.a. verk eftir SLÁTURmeðlimina Davíð Franzson, Pál Ivan Pálsson og Áka Davíðs Ásgeirsson á sunnudaginn næsta klukkan korter yfir þrjú. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni 15:15 og eru í norræna húsinu í Vatnsmýrinni.

Efnisskráin samanstendur af verkum fyrir klarinett, tölvur og hátalara:

Pei-Yu Shi – Zwei singende Klarinetten
Davíð Brynjar Franzson – Elimination of Metphysics (B)
Páll Ivan Pálsson – Dubhghall 2 – frumflutningur
Áki Ásgeirsson – 306° frumflutningur
Rodericdk de Man – Ecoute- ecoute
Klas Thorstensson – Spans

750 IKR fyrir eldri borgara, öryrkja og nemendur.  1500 IKR fyrir aðra.

http://www.ingobassclarinet.com/

Opið hús

slatur-velkomin

Í tilefni að Sláturdúndri verður opið hús í höfuðstöðvum Slátursamtakanna að Njálsgötu 14, föstukvöldið 30. apríl milli kl. 20:00 og 23:00.

When All We Find are Walls

For 20 small loudspeakers, microphone, projector, live computer processing
By Erik Parr (Reykjavik) and Michael McCrea (Seattle)

25.-27.03 – Sat.
Thurs-Fri 14: – 18:00, Sat 14:-20:00
Hverfisgata 34

When All We Find are Walls is a real-time sound feedback and architectural video system which takes the gallery and it’s visitors to a zone of indiscernability. The installation space creates a presence which is continuously departing as it is absorbed, stretched and scattered through time. Swells of sound-masses fill the space with a murmur of words, echoes, and textures composed of sounds and moments distantly familiar. What emerges is a living document of a place and those passing through it, continually evolving and shifting in a “reverberating web of after, before, yesterday, meanwhile, now…”

erik-parr-promo_fin_small

Túrblogg

Já, ha, við erum hér strákarnir hressir á Manhattan, nýkomnir frá Princeton, þar sem við lékum í gær fyrir menntafólk Nýju Jórvíkur en kvöld er það svo síðkvöldsskemmtun á Goodbye Blue Monday í Brooklyn og á morgun leikum við á sérlega listrænum kvöldverðartónleikum í Flux Factory í Queens ásamt Elizabeth Larison, K. Olive McKeon, og Metric System.

Prinsar myrkursins

Sláturdúndur á föstukvöld

dundur-flautukittisprauta

Annað Sláturdúndur ársins 2010 verður haldið á föstukvöldið næsta klukkan 20:00 í kjallara Kaffi Kúltúra við Hverfisgötu.

Sláturdúndrin eru mánaðarlegir tónleikar SLÁTUR samtakanna þar sem meðlimir flytja glænýja tónlist í frjálslegu samhengi.  Þar eru gjarnan flutt verk fyrir óvenjuleg hljóðfæri, með óvenjulega nótnaskrift, spunaverk, hálfsamin, alsamin eða jafnvel ofsamin tónlist.  Áheyrendum og tónsmiðum gefst gjarnan tækifæri að ræða tónlistina milli atriða.

Ókeypis aðgangur, fjölbreyttur boðstóll og listræn tónlist.

SLÁTUR í Princeton


9. mars næstkomandi gefst unnendum listrænt ágengrar tónlistar í Nýju Hjörsey að njóta nýrra verka meðlima SLÁTUR í Princeton háskóla. Nánari upplýsingar um tónleikana berast brátt.