March 2018
S M T W T F S
« Oct    
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

Tinna tekur S.L.Á.T.U.R.

lasercat

Píanótónleikar með verkum S.L.Á.T.U.R. meðlima

Tinna Þorsteinsdóttir leikur ný píanóverk eftir Slátur-meðlimi í Norræna húsinu, laugardaginn 18. desember klukkan 17:00.  Almennt miðaverð: 1500 kr. (1000 kr. fyrir nemendur og 5000 kr. fyrir gagnrýnendur)

Píanóleikarinn Tinna Þorsteinsdóttir hefur flutt gríðarmikið af íslenskri tónlist auk þess að frumflytja fjöldi tónverka sem skrifuð hafa verið sérstaklega fyrir hana.  Hún hefur unnið með ýmsum Slátur-meðlimum í gegnum tíðina og mun nú flytja verk frá 2009 og 2010 sem flest voru gerð í samvinnu við Tinnu.  Verkin sem flutt verða á tónleikunum eru öll sérlega frumleg og áhugavekjandi.  Tónlist Sláturmeðlima, sem miðast að útbreiðslu listrænt ágengrar hugmyndafræði og nýsköpun í menningu, hefur hlotið mikið lof almennra hlustenda, listasamfélagsins og fræðimanna.

Á tónleikunum mun m.a. heyrast nýtt verk eftir Hallvarð Ásgeirsson sem varð landsfrægur eftir leik sinn í kvikmyndunum Varði fer á vertíð og Varði goes Europe.  Hallvarður er nýkominn úr tónsmíðanámi frá New York, þar sem hann gerði garðinn frægan.  Því er þetta kærkomið tækifæri að heyra tónlist Hallvarðs á nýjan leik á Íslandi.
Af öðrum tónskáldum má nefna Guðmund Stein Gunnarsson og Jesper Pedersen.  Guðmundur Steinn hefur verið í fararbroddi listrænt ágengrar íslenskrar tónlistar og lífsspeki undanfarin ár.  Hin sérstæða tónlist hans er engri annari lík, sjálfsprottin, framandi, seiðandi, dáleiðandi, opinberandi, séríslendsk, náttúruleg og orkurík.  Fleiri og fleiri ánetjast tónverkum Guðmundar Steins og finna í þeim nýja uppsprettu hughrifa.
Jesper Pedersen er danskur að uppruna en hefur slegið í gegn í jaðartónlistarheimi Reykjavíkur.  Verk hans ganga inn í heim hins óvænta og krefjast svara við áleitnum spurningum um tónlist, menningu, íþróttir, dýralíf o.s.frv..  Á tónleikunum flytur Tinna nýja útgáfu verks Jespers, Laser Cat, sem tengir saman mannlega tækni, dýrsleg viðbrög, samruna nótna og hljóðfæris og leikræna upplifun.

Tónleikagestir eru beðnir að koma ekki með farsíma, boðtæki eða önnur rafeindatæki sem gætu gefið frá sér óþægilegar útvarpsbylgjur.  Það er hefð á jólatónleikum S.L.Á.T.U.R. að klappa ekki, heldur blístra lágt eftir flutning hvers tónverks.

S.L.Á.T.U.R.: www.slatur.is
Tinna Þorsteinsdóttir: www.annit.is

Frekari upplýsingar veitir Áki Ásgeirsson, s. 661-9731

Arduino námskeið

labduino

LORNALAB stendur fyrir grunnnámskeiði í notkun á Arduino örstýrispjaldinu (microcontroller).

Námskeiðið fer fram í Útgerðinni, Grandagarði 16, laugardaginn 13. nóvember klukkan 13:00-17:00. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Hakkavélina og Félag um stafrænt frelsi á Íslandi. Aðgangur er ókeypis en framlög til uppbyggingar LORNALAB eru velkomin.

Arduino hefur rutt sér til rúms sem aðgengilegt tæki fyrir listamenn, nörda og hobbýista til þess að skynja og hafa áhrif á efnisheiminn á rafrænan hátt.

Aðalleiðbeinandi námskeiðsins er tilraunalistamaðurinn Erik Parr sem er meðlimur í LORNALAB og vinnur fyrir gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík. Á námskeiðinu verður farið í uppsetningu, Arduino umhverfið kynnt og unnin verða verkefni í frjálsri hópvinnu.

Þáttakendur þurfa að koma með fartölvu og mælt er með að fólk komi með sitt eigið Arduino borð. Þó verður hægt að kaupa Arduino á staðnum eða fá lánað í takmörkuðu mæli.

Kennd verða framhaldsnámskeið um notkun Arduino síðar á þessu ári og í upphafi næsta árs.

Frekari upplýsingar um Arduino: http://www.arduino.cc/
LORNALAB: http://www.facebook.com/home.php?#!/pages/Reykjavik-Medialab/148550668517925
Hakkavélin: http://www.hakkavelin.is
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi: http://www.fsfi.is

——

Heildardagskrá Reykjavik Digital Freedom Workshop 2010:

== Laugardagur (Hakkavélin) ==

10:00-12:00: Opnir ættfræðigagnagrunnar
13:00-17:00: Creative Commons
17:00-19:00: Wikipedia

== Laugardagur (Reykjavík MediaLab) ==

10:00-12:00: Stafrænt jólaföndur (Gimp og Inkscape)
12:00-16:00: Arduino
16:00-18:00: Notendatilraunir (Skuggaþing / Betri Reykjavík)

== Sunnudagur (Hakkavélin) ==

10:00-14:00: Nordic Perl Workshop
15:00-19:00: Gerð kynningarefnis fyrir ráðstefnuna

== Sunnudagur (Reykjavík MediaLab) ==

10:00-14:00: OpenStreetMap
14:00-18:00: IMMI - Icelandic Modern Media Initiative

Duo Harpverk á 15:15

Duo Harpverk Sunnudagur 24. okt. 2010 kl 15:15 í Norræna húsinu

Flutt verða verk eftir:

Ivan Olsen: Fantasia Islandia
Jesper Pedersen: Það kemur í ljós
Caleb Burhans: Once in a blue moon
Martin Skafte: Moss
Jeppe Ernst: Fight/Freeze/Flight
Máté Szigeti: for Duo Harpverk
Þorkell Atlason: Duel

Flytjendur: Katie Elizabeth Buckley, harpa og Frank Aarnink, slagverk.

Miðaverð á tónleikana er 1500 Kr og 750 Kr fyrir öryrkja, eldri borgara og nemendur.

http://www.duoharpverk.com/

Litla gjörningahátíðin í Vogum

Páll Ivan Pálsson, Áki Ásgeirsson og Halldór Úlfarsson koma fram með nýjan gjörning, Bíltúr-Jeppi, á litlu gjörningahátíðinni í Vogum á Vatnsleysuströnd, föstukvöldið 15. október klukkan 19:00 við Hlöðuna, Egilsgötu 8.
http://www.hladan.org/

Hafdís hreppir Keppinn 2010

Hafdís hreppir Keppinn 2010Handhafi Keppsins árið 2010 er Hafdís Bjarnadóttir.  Úrslitin réðust í
æsispennandi baráttu milli Unnsteins, Áka og Hafdísar og var
sigurvegarinn kosinn af dómnefnd skipaðri fulltrúum SLÁTUR, dansara og
hljómsveitar auk kynnisins góða frá Finnlandi.

SLÁTUR óskar Hafdísi innilega til hamingju með sigurinn og þakka öllum þeim sem tóku þátt í Keppninni um Keppinn í ár og vonum að sem flestir taki þátt í nýrri og spennandi keppakeppni að ári liðnu.

Danslagakeppni

orphic

Danslagakeppni S.L.Á.T.U.R. fer fram á danshátíðinni Keðja Reykjavík í Borgarleikhúsinu föstudagskvöldið 8. október klukkan 21:00.
Hljómsveitin Orphic Oxtra leikur átta ný danslög undir dansi viðstaddra. Dansarnir eru líka nýjir af nálinni, samdir sérstaklega að þessu tilefni.
Kynnir verður Tomi Knuutila frá Lapplandi.
Öllum er frjálst að koma og taka þátt í dansinum.

Hljóðinnsetning

Finnska tónskáldið Sami Klemola hefur sett upp hljóðinnsetningu fyrir utan verslun Handprjónasambands Íslands við Laugaveg 64 í tilefni að Sláturtíð. Gestir og gangandi geta notið hljóða Sama til klukkan 17:00, laugardaginn 2. október.

Skmendanikka

skmendanikka

Skmendanikka – Ný tónlist fyrir ný íslensk hljóðfæri.
Fimmtudagur 30. september kl 21:00, Útgerðin, Grandagarði 16

Á tónleikum Skmendanikku verða flutt ný verk eftir SLÁTUR meðlimi. Tónleikarnir eru haldnir í Útgerðinni, Grandagarði 16, annari hæð, og hefjast klukkan 20:00. Aðgangseyrir er 1500 KR en hægt er að fá allt að 100% afslátt með því að mæta á alla tónleika Sláturtíðar.

Á tónleikunum verða flutt eftirtalin verk:

* Guðmundur Steinn Gunnarsson, Halanali (frumflutningur)
* Ingi Garðar Erlendsson, untitled (frumflutningur)
* Jesper Pedersen, Flipp B (frumflutningur)
* Jesper Pedersen, Find the B-flat (frumflutningur)
* Páll Ivan Pálsson, T-1 (frumflutningur)
* Þorkell Atlason, Duel (frumflutningur)

Skmendanikka er tónlistarhópur sem sérhæfir sig í að flytja verk fyrir sértilbúin og stundum heimagerð hljóðfæri. Hana skipa Frank Aarnink (m.a. slagverksleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands), Katie Buckley (hörpuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Duo Harpverk), Sturlaugur Björnsson (fyrrum hornleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, núverandi bruggmeistari) og Snorri Heimisson (fagottleikari og stjórnandi Lúðrasveitar Verkalýðsins). Þrátt fyrir að hafa farið í gegnum sérhæfingu á sín hljóðfæri er um að ræða hæfileikamenn sem skilgreina greind sína ekki útfrá verkfærinu sem þeir nota heldur sínum djúpu tónlistarhæfileikum, listrænni sýn og fjölhæfni. Þeim er því tamt að tileinka sér þau margvíslegu tilraunakenndu hljóðfæri sem detta upp á borðið úr prjónastofu S.L.Á.T.U.R. samtakanna. Hópurinn hefur djúpan skilning á því að til þess að búa til nýja menningu þarf ný verkfæri.

Opnunarhátíð og tónleikar með Fengjastrúti

fengjastrutur

Á fyrsta degi Sláturtíðar verða tveir viðburðir, opnunarhátíð um eftirmiðdaginn og svo tónleikar um kvöldið.

Opnunarhátíð Sláturtíðar
Miðvikudagur 29. september kl 17:00, Njálsgötu 14

Tónlistarhátíðin Sláturtíð hefst með hátíðlegri athöfn í höfuðstöðvum S.L.Á.T.U.R. í húsinu við Njálsgötu 14, miðvikudaginn 29. september. Þar verður dagskrá hátíðarinnar kynnt og auk þess verða óvænt atriði og léttar veitingar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Fengjastrútur – tónleikar
Miðvikudagur 29. september kl 20:00, Útgerðin, Grandagarði 16

Fyrstu tónleikar Sláturtíðar verða fluttir af Fengjastrúti. Fengjastrútur hefur komið fram á tónlistarhátíðinni UNM við góðan orðstír og þykir í raun einstök hljómsveit á alþjóðlegan mælikvarða. Verkin sem hljómsveitin flytur eru eftir ýmsa S.L.Á.T.U.R. meðlimi sem hafa farið ótroðnar slóðir í nálgun sinni á efnistökum, aðferðum og innihaldi tónlistar sinnar. Tónleikarnir verða í Útgerðinni, Grandagarði 16, á annari hæð. Aðgangseyrir er 1500 KR en hægt er að fá allt að 100% afslátt með því að mæta á alla tónleika Sláturtíðar.

* Hallvarður Ásgeirsson, Miniature #1, (frumflutningur)
* Ingi Garðar Erlendsson, Karaoke 1
* Ingi Garðar Erlendsson, Karaoke 2
* Jesper Pedersen, Flipp A (frumflutningur)
* Magnús Jensson, Lýsi (2010)
* Páll Ivan Pálsson, Snjóholt (frumflutningur)
* Þorkell Atlason, Consumption 1 – súpa og brauð (frumflutningur)
* Þráinn Hjálmarsson, Skúlptúr #2 (frumflutningur)

Fengjastrútur er tónlistarhópur sem einbeitir sér að því að flytja verk sem leitast við á einhvern hátt að endurskilgreina tónlistarflutning. Því spila meðlimir bæði á eigin hljóðfæri og ýmislegt annað, eru tilbúninir til líkamlegra aflrauna og leikrænna tilbrigða ef þess þarf. Hópurinn skilgreinir fagmennsku sína og markmið þannig að best sé að teikna sem skýrast þá hugmynd sem er upp á borðinu og fara inn í verkin í staðinn fyrir að láta sníða verkin fyrir hópinn. Hann samanstendur af 8 fjölhæfum hljóðfæraleikurum sem eiga það sameiginlegt að hafa starfað í fleiri en einum tónlistargeira (jafnvel tveim, þrem, fjórum) og koma með það besta úr þeirri margvíslegu reynslu til þess að birta einstakar tónsmíðalegar hugmyndir.

Freddy fer á Hestbak

A Dreaming Seashell Conversation / Draumasamtal við Skelina

Experimental music-painting performance / Tónleikar og myndlist unnið samhliða

Friederike “Freddy” Martinsdóttir Hesselmann mun fara á Hestbak miðvikukvöldið 22. september 2010 klukkan 20:00 á háskólatorgi Háskóla Íslands.

Freddy er með samskynun og mun mála tónlist þeirra Hestbæklinga í rauntíma.  Hljómsveitin Hestbak samanstendur að þessu sinni af þeim Áka Ásgeirssyni, Inga Garðari Erlendssyni og Jesper Pedersen sem leika á ýmis hljóðfæri.

Málunartónleikarnir eru hluti af jafnréttisdögum Háskóla Íslands

Skyn – félag nemenda með sértæka og falda námsörðugleika