Kría Brekkan á fyrrv. SLÁTUR-torgi

Kría BrekkanFyrrverandi SLÁTUR-torgið, sem borgaryfirvöld hafa nú nefnt Hjartatorgið eða Ástartorgið og reist þar Jólaþorp, stendur á miðjum reit fasteignabraskfélagsins Festa sem afmarkast af Laugavegi, Hverfisgötu, Klapparstíg og Smiðjustíg.

Þar mun fjöltónlistakonan Kría Brekkan flytja nýjan gjörning sem er hvort í senn HELGILEIKUR og PÍPSJÓ í heiðingjakofa baka til í austurhorni torgsins. Aðeins einn áhorfandi kemst fyrir í einu en Kría mun vera viðverandi í dag frá klukkan 16:00 og fram á kvöld.

Allur ágóði rennur til styrktar mæðrastyrksnefndar.

Úr tilkynningu Kríu…
LEIÐBEININGAR: 500kr. setur lifandi glimskrattann í gang, en líka meira eða minna. Áhorfandi setur á sig heyrnatæki og gægist í gegnum kíkinn, (einn til tveir í einu) Einoghálf til 3 mín. helgileikur til að naflastrengja þig heilögum anda guðsmóðurinnar. KOMDU AÐ SJÁ OG STYRKTU GOTT MÁLEFNI!

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>