Þar er Davíð keypti ölið

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
sunnudagur, 09 nóvember 2008

Mér var það ánægjulegt að lesa The Davidian Book of the Dead um daginn. Þetta var frekari innsýn inn í hugmyndaheim Davíðs og margt sem hefur komið upp í glefsum í samtölum kom fram svart á hvítu í samhengi, það styður alla vega við hvort annað. Þannig að þetta svaraði eitthverjum spurningum en opnaði einnig aðrar. Ég tengi mjög við þessa hugmynd um persónulegar tengingar við hljóðefni frekar en eitthvers konar sjálfsmeðvituð fléttun inn í bútasaumsteppi hljóðtáknmynda samtímans eða eitthvað álíka. Hljóðin fá vægi við það að hafa eitthverja merkingu fyrir tónskáldið en ekki af því að maður skilur hvað þau standa fyrir. Bara eins og hvaða aðferðafræði sem er. Minnir mig einnig á þegar Davíð talaði um hér á síðunni the Rationalization of the Subjective sem mér finnst mjög falleg hugmynd sem ég tengi mikið við. S.s. þess útskýringu Davíðs að tónskáldið býr til sína innri aðferðafræði sem er byggð á engu nema sérvisku sem enginn annar þarf að vera sammála.

Þar sem ég hef verið að reyna að kenna sjálfum mér meira og meira í processing þá tengi ég þetta með categoríurnar ósjálfrátt við classa með mörgum fields og svo verður hvert instance af categoriunni (eins og maður segjir á góðri sænsku), mjög nákvæmt þó flokkurinn eða categorían sé ákveðinn tröllagryfja, noh? En ég er mjög forvitinn um það hvernig kategoríurnar virka í mismunandi verkum, hverju nákvæmlega þær lýsa í öðrum verkum en flautuverkinu og hvernig hvert instance kemur svo út. Sem sagt, hversu ólíkt getur hvert instance af kategoríunni verið og í verkum fyrir ólík hljóðfæri, eiga þá allar kategoríurnar sér birtingarmynd á hverju hljóðfæri fyrir sig. Er þetta skiljanlegt? Þetta er mín svona endurvörpun og forvitni eftir lestur greinarinnar. Takk fyrir þetta.

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>