Myrkir Músíkdagar 2009, þriðji hluti, tjaldsþáttur

sunnudagur, 15 febrúar 2009
Á mándeginum fór ég á ágæta hádegistónleika í norræna húsinu. Þar heyrði ég gegnum hurð mjög fallegar þjóðlagaútsetningar Snorra Sigfús, sem minntu á plötuna sem hann gaf út fyrir skemmstu sem mér finnst mjög fín og notar lögin einhvern veginn, ekkert að rembast við að hafa lögin „þjóðleg“ eða velja „þjóðlegustu lögin“ sem strax kemur í veg fyrir misskiling og er fyrir vikið bara mjög fallegt og smekklegt. Svo voru stutt lítil tvíhent píanóverk eftir Þuríði og svo Hauk Tómasson. Fínt bara, svo fjórhentar barrokkútsetningar eftir Kurtag, frescobaldi, bach og purcell, algjört konfekt.

Svo sleppti ég nokkrum tónleikum og mætti ekki fyrr en á miðvikudag að sjá Stelk, og bara sorrý, bestu tónleikar hátíðarinnar. Það voru allir viðstaddir á þessu. Charles Ross er best geymda leyndarmálið og allt það. Algjör snilld. Mætti bara brot af því sem hafði verið á hinum tónleikunum sem ég fór á, allt þetta fólk missti af bestu tónleikunum. Það eru svo margir atburðir sem hafa verið algjörlega undirdokjúmentaðir þar sem ég hef séð Charles fara á kostum. Segulbandagjörningurinn í Tjarnarbíói, á MM 2003 eða eitthvað álíka, og geðveikt verk á Eiðum 2007. Svo heyrði ég geðveika sembalstykkið í sumar á upptöku. Þarna voru tónleikar með fullt af nýju efni, fyrst Early Sea Painters sem byrjaði dáldið rokkað og seinni helmingurinn var algjör snilld. Svo var tekið piano phase eftir Reich í gítarútsetningu. Mjög flott þótt ég þoli Steve Reich minna og minna með hverju árinu sem líður. Svo koma bomba kvöldsins að mínu mati. The Fox. Æðislegt verk. Get ekki lýst því. Alveg ótrúlegt. Rosa flottir víóludúettar með undarlegum innskotum með annarlegum hrynhugmyndum. Kynngimagnað. Eftir hlé var fyrst dúett með þeim félögum Matta og Charles, sem ég man ekki hvað hét, skemmtilegur Kora fílingur. Svo var Matti með sóló eftir sjálfan sig sem var alveg geðsjúkt. Ótrúlega fínlegt yfirtónagítarplokksrugl. Snargeðveikt. Þá endaði það á sögustykkinu Leviaphone sem var ákaflega skemmtilega kakófónía full af annarlegum vísunum og Kínverskt lag í uppklapp.

Sinfó var bara allt í lagi þannig séð. Troðfullt hús á myrkumsinfó, aldrei séð það fyrr. Trekti bara að eins og sálin og sinfó. Haukur var fínn. Danni var fínn. Ég var ekkert eins mikið á móti þessu og ég hélt ég myndi vera. Þetta var bara stemning, dash af hollywood en samt voða fínt.

Á föstudeginum fór ég ekki á djasskjaftæðið heldur fór á geðveika fokking tónleika í Nýló með nýlókórnum. Alveg frábært. Sérstaklega Veðurspáin eftir Hörð Braga sem var fyrir kór þeremín bassa og upptökur og svo var Magnús Pálsson með geðveikt verk sem vann með element úr Hrafnkellssögu. Notaði rými og hreyfingar og fór alla leið í jákvæðri tilgerð og tilþrifum. Byrjaði á miðlungsverki eftir Phillip Corner. Ég er nú hrifinn af sumu eftir Corner en nóg um það.

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>