Sláturdúndur föstudaginn 29.maí

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
miðvikudagur, 27 maí 2009
Á föstudagskvöldið næstkomandi, þann 29.maí verður haldið mánaðarlegt sláturdúndur. Það hefst klukkan 20:00 en er að þessu sinni ekki á Hljómalind heldur í SKEMMTIHÚSINU LAUFÁSVEGI 22. Eins og venja er gefa samtökin ekki upp dagskrána fyrirfram.

Ýmislegt er á döfinni hjá samtökunum á næstunni og verður kannski komið inn á það á dúndrinu.

Sem fyrr er sláturdúndur mánaðarleg tónleikar þar sem tónsmiðir samtakanna kynna ný verk. Stundum líkist þetta opinni vinnustofu, óformlegt og stemmningin létt. Tónverkin eru ólík að stærð og gerð. Sum verkin eru fullsköpuð meistaraverk, önnur eru nánast eins og tilraun sem mun birtast skýrar í næsta verki og annað eru atriði sem enginn mun nokkurn tímann verða vitni að aftur.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir,

kveðja,

S.L.Á.T.U.R.

Leave a Reply

  

  

  

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>