DÚNDUR & GRAPEVINE GRASSROOTS #10

Í kvöld, föstudaginn 27. nóvember, verður haldið Sláturdúndur á Kaffi Kúltúr eða Cultura í kjallaranum klukkan 20:00. Sökum Sláturtíðar var ekki sláturdúndur í október en þann 1.nóvember var haldið sláturdúndur í Amsterdam í Hollandi í staðinn.

Sláturdúndur að þessu sinni verður með svipuðu móti og oft áður. Leikin verða verk á mismunandi tilverustigum, frumflutningar, forflutningar og útflutningar.

SVO

upp úr kl 21:00 troða Páll Ivan Pálsson og Guðmundur Steinn Gunnarsson upp á tíunda Grapevine Grassroots kvöldinu sem haldið er á Hemma & Valda á laugavegi.  Þar koma einnig fram ÖZZ frá Noregi og stórsveitin Múkkaló.

Hlökkum til að sjá sem flesta á báðum stöðum!

Þúsund ár dagur ei meir

Áki Ásgeirsson mun leika á trompet í listsýningu Ryan Parteka í D sal Hafnarhússins, sunnudaginn 22. nóvember klukkan 3:30 ásamt gítarleikaranum Flosa.

Each Thousand Years, But a Day (for Casper David Friedrich), 2009
Acrylic tanks, pumps, pipes, refrigerator, custom micro-controllers, custom electronics, lamb’s blood, 5600k light, tinted epoxy, steel, performance, 2 channel DVD of performance, Dolby 5.1 sound

Harpverk tónleikar á mánukvöld

harpverk

Mánukvöldið 16. nóvember mun tvíeykið Duo Harpverk sem samanstendur af hörpuleikaranum Katie Buckley og slagverksleikaranum Frank Aarnink flytja verk eftir SLÁTUR meðlimi auk óbreyttra tónskálda, inn- og erlendra, lifandi og látinna.
Eins og segir á facebook síðu Harpverks:

Rosenberg goes Classic.
Or Harpverk goes Jazz?

New pieces by Karen Heath(Australia),Jesper Pedersen(Ísland?)and Guðmundur Steinn(litla Steini)
And lots of old pieces by:
Oliver,Anna,Daniel,Bára,Jónas,Jenny,Piazzolla.

500 kall sedill til að komast inn!