Hrossabrestur

Written by Áki Ásgeirsson
miðvikudagur, 29 október 2008

Í augum hins venjulega jafnt sem óvenjulega íslendings er hljóðfærið hrossabrestur líklega frekar auðvirðilegur hávaðagripur. Í Mexíkó er þessu hins vegar öfugt farið og er hljóðfærið þar til á hverju heimili.
Um þessar mundir vil svo heppilega til að mexíkóska tónskáldið Juan Felipe Waller er statt hér á landi með rafstýrðan hrossabrest í farteskinu og gefst íslendingum loks að heyra þetta hljóðfæri í réttu hljóði á tónleikum á Kaffi Hljómalind á fimmtudaginn.
Að auki sýnir Camilla Milena Fehér myndverk og íslensku tónskáldin Áki Ásgeirsson, G. Steinn Gunnarsson, Magnús Jensson, Páll Ívan Pálsson og Þorkell Atlason leika á heimagerð tól og tæki í nafni SLÁTURS, www.slatur.is.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20:42, fimmtudaginn 30. október í sal Kaffi Hljómalindar, Laugavegi 23.

Ókeypis aðgangur.

hrossabrestur-final4

Vígsluathöfn Karlheinz Stockhausen stúdíósins 10.október 2008

Written by Þráinn Hjálmarsson
sunnudagur, 12 október 2008
Vígsluathöfn Karlheinz Stockhausen studíósins í Haag 10. október 2008 í Konunglega Conservatoríinu í Haag.

Gilius van Bergeijk eigandi stúdíós conservatorísins ákvað að tileinka minningu Karlheinz Stockhausen-i studíóið. Af þeirri ástæðu að búnaður þess er að mestu innblásinn af fyrri verkum Stockhausens þar sem þáverandi eigandi Dick Raajmaker sá um tækjakaup og leit mikið upptil þessa unga snillings á þeim tíma. Stockhausen hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar komið í heimsókn í skólann og haldið fyrirlestra og unnið með hljóðfæraleikurum. Stockhausen kynntist seinni eiginkonu sinni (þriðja eiginlega þar sem hann var skilinn) í Conservatoríinu þar sem hún var fyritaks flautunemandi þá tæplega tvítug og hann á fínum aldri í 80’s-inu.

Inní stúdíóinu sem að hefur alls konar græjur einsog modular synthesizera, plate-reverb, 4 reel-to-reel græjur, macintoshtölvu og forlátan og risastóran mixer og quatrofónískt hljóðkerfi leynist einnig risastór innrammaður pappír með handskrift Stockhausens þar sem hann útskýrir eitt af stjörnumerkjunum, glöggir menn vita að það leynist villa í útskýringunni hans þar en þetta er einkar fallegt að sjá með barnalitunum til aðgreiningar (ætli þetta sé ekki liður í flokkunarkerfinu hans), þessa útskýringu gerði hann í 80’s-inu á fyrirlestri við Conservatoríið.

Vegna vígslu stúdíósins var fengin seinni ekkja Stockhausens og fyrrum flautunemandi skólans til þess að vera viðstödd setninguna og substítút Stockhausens, í tilefninu voru flutt tvö verk eftir hann, Klavierstucke IX og svo að lokum 13 klukkustundin í sólahringsverkjahringnum hans, Cosmic pulses sem er rafverk fyrir 8 punkta hljóðkerfi og útskýringar/uppskrift fylgja. Með engu aðspurðu leyfi birtist skýringin hér:

“24 melodic loops, each of which has a different number of pitches between 1 and 24, rotate in 24 tempi and in 24 registers within a range of circa 7 octaves. The tempi 240 – 1.17 apply to sequences of 8 pulses. Thus tempo 24 means: 240 x 8 = 1920 pulses. Thus tempo 1: 1.17 x 8 = 9.36 pulses per minute”.

“The loops are successively layered on top of each other from low to high and from the slowest to the fastest tempo, and end one after another in the same order”.

“They were enlivened by manual regulation of the accelerandi and ritardandi around the respective tempo, and by quite narrow glissandi upwards and downwards around the original melodies. This was carried out by Kathinka Pasveer according to the score”

“For the first time, I have tried out superimposing 24 layers of sound, as if I had to compose the orbits of 24 moons or 24 planets (for example, the planet Saturn has 48 moons).” “If it is possible to hear everything I do not yet know – it depends on how often one can experience an 8-channel performance. In any case, the experiment is extremely fascinating”.

“What is completely new for me is the new kind of spatialization: each section of each of the 24 layers has its own spatial motion between 8 loudspeakers, which means that I had to compose 241 different trajectories in space. That sounds very technical – and it is

For the first time, I have tried out superimposing 24 layers of sound, as if I had to compose the orbits of 24 moons or 24 planets (for example, the planet Saturn has 48 moons).

For making this possible, I am grateful to Joachim Haas and Gregorio Karman, collaborators in the Expermental Studio for Acoustical Art in Freiburg.

The loops and the synchronisation were realised by my collaborator Antonio Pérez Abellán.

If it is possible to hear everything. I do not yet know – it depends on how often one can experience an 8-channel performance. In any case, the experiment is extremely fascinating!

COSMIC PULSES was commissioned by Dissonanze (Rome) and the Artistic Director Massimo Simonini of the Italian concert organisation Angelica. The world premìere took place on May 7th 2007 at the Auditorium Parco della Musica in Rome.

Karlheinz Stockhausen”

Tilvitnun lýkur.

Fyrir flutning verksins vildi ekkja hans taka það skýrt fram að ljósin verði slökkt á meðan flutningi stendur yfir í circa. 32 mínútur en fyrir myrkhrædda var tunglinu varpað á svartan vegg salarins og síðan kom hún sér fyrir í einkar kunnulegri pósu fyrir aftan mixerinn og gerði ekkert á meðan en hún var vör um sig á meðan og sleppti ekki puttunum af mixernum allt í þágu leiklistarinnar.

Júm, á kynningarfundi Slátursins vildi ég koma því á framfæri að Stockhausen var kominn útí eitt stórt leikhús og hann vissi af því, hann varð að fyrirbæri og á flutningum fékk ég aumar arfleifðir af því leikhúsi. Vissulega rómantísk sýn á tónskáld að upphefja Stockhausen, en það verður að muna að hann vann hart að því að búa til þetta leikhús sitt, hann er sitt metafýsíska Beyruth, tónlistin hans verður alltaf umlukin þessu leihúsi, það þarf kannski að fara til Beyruth til að upplifa Wagner almennilega en með Stockhausen þá þykir nóg að klæðast appelsínugulu á föstudögum!

-ÞH